Ulic Qel-Droma Jæja ég ætla skrifa grein um uppáhalds karakter minn (Ásamt Obi-Wan Kenobi) úr Star Wars sögunni, Ulic Qel-Droma.

Ulic Qel-Droma (ca. 4000 BBY - 3986 BBY)

Ulic fæddist á plánetunni Alderaan, og móðir hans var virtur Jedi Meistari. Þar sem hann gat ekki losað sig við tilfinningaleg tengls ákvað móðir hans að þjálfa hann og bróður hans, Cay, ekki til að verða Jedi Riddarar. Eftir að hafa verið neitað Jedi kennslu, ákvað Ulic að snúa sér að nánast öllum öðrum myndum af samkeppni. Með endalausan metnað tókst Ulic að sýna öllum gagnrýnendum sínum fram á það að hann gat skorað á og sigrað hvern sem er, í hvaða sviði sem er. Með slíka andlega og líkamlega sigra varð Ulic goð á plánetu sinni.
Hálfpartinn vegna arfleiðs síns, var Ulic mjög kraftmikill í Mættinum, og móðir hans gat ekki lengur neitað því. Eftir að hafa skipt um skoðun, sendi hún syni sína í þjálfun til Jedi Meistarans Arca Jeth á plánetunni Arkania.

Nám Ulics var fyllt ævintýrum, þar sem á þessum tóku Jedi Meistarar til sín fleiri en einn lærling, og sendu þá til margra pláneta í friðar tilgöngum. Ulic var þjálfaður með bróður sínum og Twi'lek sem hét Tott Doneeta. Þeir voru saman sendir í sitt fyrsta raunverulega verkefni fyrir Arca Jeth til plánetunnar Onderon. Þar áttu þeir að stilla til friðar, en í nokkrar aldir hafði þar verið borgarstyrjöld í gangi, á milli hina illu Beast Ridera og ríkisdæmisins.
Jedi flokkurinn lenti í borginni Iziz, eftir að hafa verið næstum því skotnir niður af Beast Rider mönnum. Kóngurinn Ommin var veikur, svo Jediarnir þurftu að halda fund sinn við drottninguna og dóttur hennar, prinsessuna Galia. En á aðeins fáum klukkustundum höfðu Beast Riderar brotist inn í höllina, og rænt prinsessunni.
Ulic leiddi félaga sína í hættulegri för á skipi sínu “Nebulon Ranger” inn í svæði Beast Ridera til að bjarga Galiu.
Jediarnir réðust inn í borg Beast Rideranna og trufluðu brúðkaup Galiu og leiðtoga Beast Rideranna, Oron Kira. Hinir ungu Jediar uppgötvuðu þá að Beast Riderarnir höfðu ekki haft upphafið af styrjöldinni, heldur hin illa ríkisstjórn Iziz. Galia hafði játað ást sína á Kira, og voru Jediunum þá sagt frá hræðilegu leyndarmáli um það sem hafði gerst í höfuðborg Onderons. Freedon Nadd, aldagamall og kraftmikill Sith Drottnari, hafði fært kraft Myrkru Hliðarinnar til Onderons. Drottnarar Iziz voru afkomendur Nadds.
Jediarnir stofnuðu bandalag við Beast Riderana og ætluðu sér að enda stjórn hinna spilltu drottnara Iziz.
Jediarnir heimtuðu að drottningin Amanoa skildi gefa frá sér stjórn á Iziz. Hún neitaði, og blóðugt stríð hófst. Jedi Meistarinn Arca Jeth kom Beast Riderunum til bjargar, og notfærði sér Battle Meditation, sem varð til þess að Beast Riderarnir sigruðu. Cay var illa slasaður eftir bardagann, og Arca Jeth tókst að bæla niður Myrku Hliðina sem hafði yfirtekið borgina. Jeth var ekki ánægður með aðgerðir lærlinga sinna, og sýndi mikla vonsvikni út í Ulic og hvernig hann gat ekki skynjað Myrku Hliðina í Onderon. Jeth ákvað að lærlingar hans voru ekki tilbúnir að takast á við slík verkefni, en Ulic var ekki sammála og sýndi mikinn mótþróa.

Eftir að Galia og Kira tóku við réttlætri stjórn Onderon ríkti friður. En það var friður sem entist ekki lengi. Margir mótmæltu því að Galia og maður af Beast Rider stofni væri stjórnendur Iziz, og þannig hófst Freedon Nadd Uppreisnin á móti Galiu og Kira. Ulic og aðrir Jediar (Ásamt Nomu Sundrider, sem varð seinna mikilvægur hluti lífs hans) þurftu að bregða á leik á ný. Meistarinn Arca Jeth var handsamaður af alvarlega veika kónginum Ommin. Ulic leit á þetta sem tækifæri til að sanna fyrir meistara sínum að hann var tilbúinn til að verða Jedi Riddari. Ulic sló kónginn (Sem var nú orðinn holdgervingur Myrku Hliðarinnar) með geislasverði sínu. Á óhugnalegan hátt tók Freedon Nadd líf kóngsins og lýsti því yfir að Ulic myndi brátt verða valdamesti Sith Drottnari sem vetrabrautinn hefði kynnst. Einnig lýsti hann því yfir að hann væri sá sem kom með hóp fólks sem var viðkvæmt fyrir Mættinum frá Empress Tetra Kerfinu til Onderon, og það fólk yrði nýr kraftamikill stofn Sitha. Og það var þá sem Satal Keto og frænka hans Aleema stofnuðu leyni-samfélgaið Krath, myrtu foreldra sína og tóku við stjórn Empress Tetra Kerfisins. Ulic og nýji félagi hans, Noma Sunrider, voru send til að kanna málið.

Í þeirra fyrstu árás þeirra á Empress Tetra Kerfið, notaði Aleema Myrku Hliðina til að fela fjölda Krath manna. Ulic og menn hans voru ekki viðbúnir slíkum mannfjölda við vörn Krath og hörfuðu. Ulic var meiddur, en Noma tókst að lækna hann. Á plánetunni Denaba söfnuðu Jediarnir saman fjölda manna til að búa til áætlun sem gæti leyft þeim að sigrast á vörnum Krath. Ulic hafði búið til áætlun sem myndi senda hann í hættulegan leiðangur. Vegna þess hversu dreifðar varnir Krath voru, gæti einn Jedi laumast inn í borg þeirra og sigrast á þeim innanfrá. Jedi Meistararnir sögðu þessa áætlun of hættulega og minntu Ulic á hættu Myrku Hliðarinnar.
Áður en þeir gátu ákveðið hvað gera skyldi, réðust mörg hundruð bardaga vélmenni Krath manna á Jedianna. Í bardaganum sem fylgdi var meistari Ulics, Arca Jeth myrtur.
Ulic var heltekinn reiði, og kenndi sjálfum sér um dauða Jeths. Gegn vilja Nomu, ákvað Ulic að nota áætlun sína. Eftir undirbúningin hitti Ulic bróðir sinn. Cay sýndi sömu viðbrögð og Noma. Hann vissi að hann myndi ekki sjá bróður sinn aftur. Það var of langt gengið, og ekki var hægt að sannfæra Ulic að hætta við. Áður en hann ferðaðist til Tetan borg Cinnagar, játaði hann ást sína á Nomu Sunrider, og hunsaði allar reglur Jedi Reglunnar.

Eftir komu sína í borgina fylgdist Ulic með aftöku á manni sem hafði svikið Aleemu og reglu hennar. Fangelsaði maðurinn slapp og réðst að Sith Drottnaranum. Í sínu fyrsta tækifæri sínu til að sýna hollustu í garð Krath, slátraði Ulic manninum áður en hann gat meinað Aleemu. Aleema var þakklát Ulic, en Satal Keto treysti dularfulla manninum alls ekki. Keto lét handsama Ulic og pína hann hrottalega í fangelsi. Á meðan yfirheyrslunni stóð var blóð Ulics eitrað með sérstöku Sith-eitri sem yrði ekki auðveldlega fjarlægt.
Á sama tíma til að ná sambandi við Ulic, ferðuðust Noma, Cay og Doneeta til Cinnagar. Ulic, sem hafði lifað fangelsisvist sína af, lét fangelsa Nomu Sunrider. Hann hafði leynilega samband við Nomu og lét hana vita að hann ætlaði sér að halda dulagervinu áfram í stutta stund. Keto fékk hinsvegar “leynilegu” samræðurnar í hendurnar, og dæmdi báða Jediana til dauða.

Ulic var hent í tóman fangelsisklefa með Sith-eitrið ennþá í blóði hans. Hann var án vina sinna, Jedi Reglunnar, og ástar sinnar. Noma slapp, og fékk Cay og Doneeta til að koma sér til hjálpar og bjarga Ulic. Jediarnir brutust í gegnum varnir Krath manna og komu til bjargar Ulics. Hann heimtaði að vera skilin eftir. Í algjöru reiðiskasti heimtaði Ulic hefnd vegna dauða Arca Jeth og drap Satal Keto. Cay Qel-Droma grátbað hann að fylgja sér heim, en Ulic hótaði að drepa hann líka ef hann yrði ekki skilinn eftir.
Jediarnir yfirgáfu Cinnagar, og Ulic var skilin eftir til að sameinast Myrku Hlið Máttsins.

Aleema leiddi Ulic lengra og lengra niður Myrku Hliðinna og gaf honum aldargamalt Sith hálsmenni sem bjó yfir miklum krafti. Gríðarstór Jedi innrás var yfirvofandi, og Ulic undibjó sig til slíta öll tengsli sín við Jedi Regluna og vini sína. Cay og Noma hittu Ulic aftur á Cinnagar og grátbáðu hann að snúa aftur til Ljósu Hliðar Máttarins. Ulic neitaði því, og sakaði bróður sinn og fyrrverandi ást sína um að vera ekkert meira en veikgeðja peð Jedi Reglunnar.

“You are puppets of tradition pretending to be important. The coming Golden Age has no place for you. Your Republic is an empty self-indulgent diversion… signifying nothing. The lost glory of the Sith will turn all of your supposed accomplishments to dust.”

Ulic hélt Cay og Noma frá sér með valdmikla Sith hálsmenni sínu. Cay vildi ekki skilja bróður sinn eftir í annað skipti, en hann var að lokum þvingaður í að skilja Ulic eftir í tætlum Myrku Hliðinnar.

Eftir að Jediarnir höfðu yfirgefið Cinnagar, birtist Exar Kun, fyrrverandi Jedi Riddari sem hafði sokkið dýpra en nokkur annar í Myrku Hliðina og iðkað Sith Regluna.
Exar Kun hafði komið til Cinnagar því hann hafði skynjað mátt Ulics og viss að hann væri eini Sith vetrabrautarinnar sem bjó yfir krafti sem jafnaðist á við hans eigin. Í hrottalega ofbeldisfullu einvígi sameinuðust hálsmenni þessa tveggja Sith Meistara og vöktu þau til lífs hin aldagamla Sith Drottnara Marka Ragnos. Ragnos lýsti því yfir að Ulic og Kun myndu sameina krafta sína og endurvekja Sith Regluna, og gera hana valdamesta afl vetrabrautarinnar. Ragnos gerði Exar að Hinum Myrkra Drottnara Sith, og Ulic Qel-Droma að lærlingi hans.

Hið Mikla Sith Stríð hafði byrjað. Ulic Qel-Droma og Aleema stofnuðu bandalag sem stríðsherrar Empress Tetra Kerfisins. Einn stríðsmaður, Mandalore, mótmælti því að Ulic skildi stjórna kerfinu og skoraði á hann í einvígi. Mandalore var sigraður, og gekk til liðs við Ulic. Herkraftar Ulics voru nú orðnir gífurlega valdamiklir, og óhlýðnaðist hann meistara sínum. Hann réðst á höfuðborg Lýðveldisins, Coruscant. Í hrottafullum bardaga í skýjunum fyrir ofan borgina, var Ulic handsamaður af hópi Jedia (Ásamt Nomu Sunrider), og látin koma fram fyrir Ráð Lýðveldisins.

Ulic neitaði að afsaka gjörðir sínar, og las yfir Ráðinu um komandi Gull Aldar Sithanna, sem hann og Exar Kun myndu hefja. Á þeim tíma réðst Exar Kun inn í dómhúsið og slátraði öllum meðlimum Ráðsins. Eftir að meistarinn og lærlingur hans höfðu sýnt það ofbeldi sem þeim fannst nauðsynlegt, yfirgáfu þeir dómhúsið og Coruscant.
Eftir gjörðir sýnar á Coruscant plötuðu Kun og Ulic Aleemu í að sprengja stjörnurnar í Cron stjörnuklasanum, sem myndi senda eyðileggingu í átt að Jedi munasafni á plánetunni Ossus. Jediarnir á Ossus voru harmi slegnir, og Kun ásamt Ulic stálu öllum munum sem þeir gátu áður en safnið yrði jafnað við jörðu. Á sömu plánetu mætti Ulic bróður sínum. Þeir börðust, og Cay Qel-Droma var myrtur af spillta bróður sínum. Ulic gat ekki tekist á við að hafa myrt bróður sinn, og tilfinningin sem hann upplifði reif í sundur hvern einasta þráð tilveru hans. Nomi Sunrider, sem trúði ekki hvað fyrrverandi ásthugi sinn hafði gert, notaði bannaða aðferð til að stöðva blóði drifna herferð Ulics.
Hún notaði allan sinn líkamlega og andlega kraft til að skera á öll bönd Ulics við Máttinn. Mátturinn var nú eitthvað sem Ulic hvorki stjórnaði né fann fyrir.

Nú laus við allan kraft, Ulic lagðist í útlegð. Hann leitaði í 10 ár að svörum við því hvað hann var, og að hverju hann hefði orðið. Hann settist að á Yavin 4 með hjálp flugmanns, Hoggon að nafni. Andi Exar Kuns, sem var nú lokaður inni í veggjum Massassi hofsins á Yavin 4, var hinsvegar eitthvað sem Ulic gat ekki tekist á við og óskaðist hann eftir að setjast að annars staðar með meiri frið. Hoggon flutti Ulic til ísplánetunnar Rhen-Var þar sem hann var enn meira brotinn niður vegna minninga um fyrrverandi vini sína þegar hann festist inni í helli. Vilji hans var sterkur og honum tókst að lifa, þó hann var ekki viss hvort það væri það sem hann vildi.

Dóttir Nomu Sunrider leitaði Hoggon uppi og bað hann um að hjálpa sér í leit sinni að Ulic Qel-Droma. Það kom Hoggon á óvart að hann hefði flutt eftirlýstan glæpamann í skipi sínu en hann hjálpaði Vimu Sunrider að finna hinn fallna Jedi á Rhen-Var.
Vima fann Ulic lýsti yfir vilja sínum að gerast Jedi með hann sem kennara sinn. Ulic neitaði strax, þar sem hann hélt að kenningar hans myndu aðeins meiða stelpuna ungu.Þrátt fyrir að hafa neitað henni, minnti Vima Ulic á fyrrverandi ást sína, Nomu. Hann gat ekki falið tilfinningar sínar lengur og ákvað hann að þjálfa hana sem Jedi.
Þrátt fyrir að Ulic stjórnaði ekki Mættinum, bjuggu þau saman til geislasverð og styttur til heiðurs Jedia sem Arca Jeth og föður Vimu, Andur Sunrider.

Eftir þjálfun Vimu, kom Noma til Rhen Var í leit að dóttur sinni. Þótt endurfundir þeirra voru vandræðalegir sá Noma stytturnar sem Ulic hafði búið til, og uppgötvaði hún að hann hafði loksins byrjað að finna frið fyrir sjálfan sig. En það sem Ulic vissi ekki var að Jedi, Sylvar að nafni hafði líka komið til Rhen Var, en í leit að hefnd. Ulic hafði drepið félaga hennar fyrir nokkrum árum, og hatursfyllt byrjaði Sylvar að ráðast á Ulic. Ulic neitaði að berjast og sannfærði Sylvar að leggja niður vopn sín. Það sem hann sagði við hana voru hans seinustu orð:

“I cannot change the past. I meant to do good. But the Dark Side is slippery, as you yourself should know. I tried to hide. I tried to die. And finally, I tried to atone. You are not my judge Sylvar. You are simply a pawn of your own emotions. I will not fight you.”

Á sama augnabliki hafði Hoggon, sem virti Jedi Regluna óendanlega, skotið Ulic í gegnum hjartað. Í augum Hoggons var hann aðeins að losa heiminn við enn annan morðingja, og var hetja í sínum eigin augum. Á meðan Ulic lá deyjandi í höndum Nomu gaf hann Vimu hálsmenni í þakkarskyn, þar sem það var henni að þakka að hann fann loksins innri frið. Í glitrandi augnabliki yfirgaf lífskraftur Ulics hann, og fyrrverandi Jedi Riddarinn hvarf. Nomi lýsti því yfir að aðeins Jedi Meistarar gæti horfið á þennan hátt við dauða, sem þýðir að Ulic hafði orðið Jedi Meistari þrátt fyrir engin tengsl við Máttinn.

Andi hans lá í svefni í 4000 ár, eða þangað til Anakin Skywalker vakti hann til lífs í Klónastríðinu. Skywalker hafði farið til Rhen Vars til að biðja anda Ulics um hjálp við að sigrast á Dark Reaper dauðavélinni sam hafði verið endurgerð af Count Dooku. Ulic kenndi Skywalker margt, og vegna eigin lífs ráðlagði Anakin að fara alltaf eftir visku Ljósu Hliðarinnar, og á sama tíma forðast eyðileggingu hinnar Myrku.

Myndin að ofan sýnir gamlan og brotin Ulic Qel-Droma, kraft- og vonlausan.
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.