United Federation of Planets Ég ætla svona gróflega að fara yfir sögu United Federations of Planted, hvaða stóru stríði þeir hafa lent í og hvernig þeir munu hugsanlega þróast í framtíðini.

Árið 2161 var UFP(United Federation of Planets) stofnað af Andorians, Mönnum, Tellarites og Vulcans. Seinna meir bættust við Aaamazzarites, Androsans, Antedeans, Anticans, Antosians, Arbazan, Arcadians, Arctunans, Ardanans, Argellians, Ariolo, Arkenites, Atreans, Bandi, Benzites, Berellians, Beregnarians, Betazoids, Betelgeusians, Bolians, Bynars, Bzzit Khaht, Caitians, Centaurans, Coridinates, Cygnetians, Deltans, Efrosians, El Gatarkans, Elaysians, Grazerites, Halii, K'normians, Kalandrans, Kasheeta, Kazarites, Klaestronians, Medusans, Megarites, Napeans, Peliar Zellians, Ramatians, Rhaandarites, Rigellians, Saurians, Selay, Shamin Priests, Tessens, Tiburites, Trills, Ullians, Xelatians, Zakdron, Zaldans og svo Zaranites.

Þetta er ekki endilega fullur listi en þetta eru þær plánetur/tegundir sem hafa komið fram í TOS/TNG/DS9/VOY og Enterprise.
Upphaflega var UFP stofnað útaf þeirri stóru ógn sem stóð af “the Romulan Star Empire” þar sem Mennirnir, Andorians, Tellarites og Vulcans uppgötvuðu að til að geta ráðið við þá yrðu þeir að vinna saman, samvinna var á milli þeirra í stríðinu sem stóð á milli 2150 til 2160.

U.þ.b. 2221 var orðið mjög spennusamt sambandið á milli the Klingong Empire og UFP og árið 2271 var skrifað undir upphaflega friðarsamninginn, en algjör traust var ekki komið á milli svo bæði heimsveldin voru eiginlega í nokkurskonar köldu stríði eins og Bandaríkin og gömlu Sovétríkin voru í..
Árið 2291 var skrifað undir Khitamer Accords sem endaði stríðið fyrir fullt og allt og endaði í frið yfir sjö áratuga tímabil.

Fyrri hluti Tuttugustuogfjórðu aldarinnar

Árið 2311 Tomed slysið átti sér stað en þar dóu þúsundir af íbúum UFP og starfsmönnum Starfleet. Einnig hvarf Romual útstöð. Spenna jókst á milli UFP og Romulans en til að losa um hana var skrifað undir the Treaty of Algeron þar sem ákvæðin um “the neutral-zone” voru styrkt enn frekar og UFP samþykkti að hanna ekki Cloaking Device, eitthvað sem ég persónulega hef aldrei skilið.

Árið 2344 réðust Romulans á “Klingonska” ústöð við Narendra III en árásin var hindruð af USS Enterprise-C sem Captain Rachel Garrett stjórnaði. Í endanum tapaðist skipið en þetta gerði það að verkum að traust jókst til muna á milli the Klingon Empire og UFP.


Stríðið við Cardassian Union

Um svipað leyti áttu sér stað fyrstu kynni á milli UFP og Cardassians. Það voru engin vandamál fyrr en UFP komst að því að Cardassians héldu Bajorans sem þrælum. Deilur áttu sér stað yfir svæði og árið 2347 Cardassians lýstu yfir stríði á hendur UFP. Stríðið var langt og blóðugt en UFP vann stríðið þar sem þeir voru mun tæknilegra þróaðri og almennt sterkari en Cardassians. Árið 2347 var komið upp herlausu svæði en það gekk ekki betur en nýlendur frá Cardassians lentu UFP meginn og öfugt, sumir UFP borgarar neituðu að yfirgefa heimilinn sín og stofnuðu the Maquis sem börðust gegn Cardassians.


Um miðja Tuttugustuogfjórðu öldina

Árið 2365 UFP hafði fyrstu sambönd við the Borg Collective sem ógnuðu sjálfri tilveru UFP í Bardaganum við Wolf 359 þar sem un fjörutíu UFP skipum var safnað saman undir stjórn Admiral J.P. Hanson frá Starbase 324 til að koma í veg fyrir að Borg skip kæmist til jarðarinnar. Yfir þann bardaga dóu nærri því 11 þúsund manns og 39 skip voru töpuð. USS Endeavour var eina skipið til að lifa af bardagann.
Yfirgnæfandi sigur Borg skipsins má líklegast þakka því að þeir höfðu náð Locutus (Jean-Luc Picard). Borg skipið sjálft tók nærri því engann skaða og eftir sigurinn hélt það áfram á leið til Jarðar, skipið var á endanum stöðvað af USS Enterprise-D þá undir stjórn Williams Riker.

Aðrir atburðir yfir það tímabil eru til dæmis fyrsta samband við Q og ýmisleg vandamál tengd tímaferðalögum.

Yfir tímabilið 2373 til 2375 UFP barðist í Dominion stríðinu. Það stríð var langstærstu deilur sem UFP hafði lent í, UFP, Klingons og Romulans á móti samanlögðum herstyrk the Dominion, the Cardassians, Jem'Hadar og Breen.
UFP, Klingons og Romulans unnu stríðið eftir að hafa misst gífurlegan fjölda af lífum og skipum.

Árið 2379 Shinzon náði stjórn yfir Romulan Star Empire. Uppreisnin var kveðin niður af Enterprise-E sem líklega bætti samskipti á milli UFP og Romuals. Þess má einnig geta að Enterprise-E eyðilaggðist við þann bardaga.

Hugsanleg framtíð

Einhverntímann í framtíðinni mun the Temperal Cold war eiga sér stað en það átti sér stað yfir 28-31 öldina svo vitað sé.Stríðið snérist um þær tegundir sem voru til í að breyta tímalínunni til að þóknast sér og svo þeirra sem vildu halda upprunalegu tímalínunni.

Ekki er mikið vitað um stríðið en vitað er um fjóra aðila sem tóku þátt í því. Sphere Builders frá tuttugustuogsjöttu öldinni en þeir unni í þeirri tuttugustuogannarri. Sulibans, Vosk sem unni mikið árið 1940 eða í seinni heimsstyrjöldinni og svo UFP.
Þegar komið er að árinu 2550 er talið að Klingons og hugsanlega Xindi verði orðnir meðlimir í UFP.

Um 2800+ byrjar UFP að rannsaka tíma rétt eins og það rannsakaði geiminn. Einnig má búast við því að Borg og UFP fari í alvöru stríð, bæði útaf því hvað the Borg gengur útá og svo mikilvægi UFP.


Jæja, hef ekki meira til að skrifa í bili og svo bara endilega segja mér hvað ykkur finnst :)

Gætu lumast einhverjar stafsetningarvillur þarna inní en ég reyndi að koma í veg fyrir þær.