Hér er ritgerð eftir mig um atburðina í Normandy 6. júlí 1944
Fyrir ritgerðina fékk ég 8,5


Atlantsmúrinn


Atlantsmúrinn var eitt af stærstu mannvirkjum í sögu mannsins. Múrinn náði frá Noregi og alveg til Spánar. Hann var prýddur fjörutálmum til að stöðva skriðdreka frá sjó, földum skotvirkjum og gaddavírsflækjum. Hitler hafði fyrirskipað byggingu 15.000 varnarstöðva og skyldu 300.000 hermanna vera þar. Hann hannaði að mestum hluta þennan múr. Þykkastur var múrinn í Emasundinu, eða á milli Hollands og Le Havre í Normandy. Múrinn var gerður á tveimur árum og unnu við hann 250.000 manns dag og nótt. Það voru þó aðallega Gyðingar, Frakkar og gamlir hermenn. 90% vinnumannana voru útlendingar í nauðungarvinnu afgangurinn voru franskir sjálfboðaliðar með smá kaup. Notað var meira en milljón lesta af stáli og rúmlega 20 milljónir rúmmetrar af steypu í þennan múr.
Þjóðverjar gerðu allt sem þeir gátu til þess að styrkja varnir sína.
Þeir byggðu sérhæf varnarmannvirki eins og: varðbergsturna, byrgðageymslur, skála varðbergstöðvar og stórskotaliðsvirki. Þeir meira að segja bjuggu strandarvirki, fallbyssuvirki o.fl. sem venjuleg frönsk hús.

Forsendur Normandy-innárásarinar

Forsendurnar fyrir því að ráðist var á strendur Normandy voru tvær. Fyrsta ástæðan var að Bretar náðu að eyðileyggja 38 kafbáta af 118 kafbátum Þjóðverja og voru þeir því ekki fyrirstaða sjóleiðina. En fyrir þann tíma áttu Þjóðverjar gjörsamlega sjóinn og höfðu eyðilagt 7.7 milljónum brúttólesta af skipum, sem var meira en nýsmíðar Bandaríkjamanna og Breta til samans. Með því að bretar náðu “sjónum” aftur var hægt að flytja hermenn og hergögn sem innrásinn krafðist til meginlands Evrópu. Hin ástæðan var að yfirráðið í lofti voru orðin svo mikil að flugvélar vesturveldanna gátu flogið óhindrað yfir allri Evrópu. En það var vegna þess að Bandamenn höfðu gert loftárásir á olíulindir og gátu því Þjóðverjar ekki flogið vegna eldsneytisskorts.

Val á þeim stöðum þar sem innrás átti að fara fram var tvísýn.
Það var annars vegar Pas-de Calais eða Normandy. Í fyrstu var Pas-de-Calais augljósasti kosturinn, Pas-de-Calais var næst Bretlandi.
En þar var Atlantsmúr Hitlers sterkur, þverhníptir hamrar og þröngar leiðir upp. Þar voru einnig of litlar bryggjur fyrir herskipin. Normandy var laus við þá ókosti. Múrinn var ekki jafn sterkur, opnar strendur og góðar hafnir.

Liðsmögnunin

Bandamenn hófu liðsmögnun hersins af miklum krafti. Hófst þá svokölluð Bolero-áætlun og sá Birgðarþjónusta bandaríska hersins um það þýðingarmikla hlutverk. Þeir kölluðu sig SOS (Services of supply). Þeir áttu að sjá um að koma yfir milljón bandarískra hermanna til Bretlands og skipuleggja búðir og þjálfunastöðva.
Flutningarnir byrjuðu í maí og bættust við 24.682 hermenn við þá 11.962 sem fyrir voru í bækistöðvum þar. Liðsmögnunin gekk illa þegar 153.000 hermenn voru sendir til Afríku. En eftir það jukust flutningarnir til Bretlandi frá Bandaríkjunum og komst hæst í 216.699 manns í apríl 1944. Einnig náðu vöruflutningar, skömmu eftir það hámarki eða nálægt 500.000 lestum á mánuði.
Alls komu 1.5 milljón herþjónustumanna og 5 milljónir lesta af árásargögnum á tveimur árum, meðal annars voru það 8.000 flugvélar, 1.000 eimreiðar og 20.000 járnbrautarvagnar. Þegar leið að innrásardegi í júní 1944 og varið hafði verið 400 milljónum vinnustunda og 644 milljónum dollara til nýbygginga einna saman, hafði Bolera-áætlunin breytt Englandi í það sem Eisenhower hershöfðingi kallað ,,stærstu virku herstöð allra tíma.
Geymslurými var erfiðasti vandinn og þurfti að skipuleggja það vel en það tókst að leysa þann vanda og var hvert einasta pláss nýtt.
En menn vissu að þó þeir væru með mikinn útbúnað að þetta yrði ekki létt verk, því 124.000 sjúkrarúm og ótaldar líkkistur biðu í stöflum.


Lokaæfingar

Hver grein Bandaríska hersins var í miklum æfingum hver á sínu sérsviði. Síðan samhæfðu greinarnar sig saman og undirbúningnum lauk síðan með tveimur gríðarlega stórum lokaæfingum. Í lokaæfingunum tóku þátt allir þeir sem vettlingi gátu valdið. Æfingarnar voru kallaðar; Fabius, þar sem valdar voru saman bandarískar sveitir á hálfsmánaðar æfingar ásamt bresku og kanadísku liði. En meirihluti Bandaríkjamanna tók þátt í Tiger, gríðar erfiðum níu daga aðgerðum. En báðar þessara stóræfinga voru gallaðar vegna umferðaröngþveitis og ringlureiðar, en lítil tími var til að lagfæra það sem lagfæra þufti. Það var komin maí og aðeins mánuður til innrásardags

Loftárásin

Aðfaranótt 5. júní voru loftdeildir bandamann látnar hvíla sig síðustu stundirnar sem þeir voru á Englandi meðan skipin voru að safnast fyrir á stefnumótastað. Síðan létu hermennirnir á sig 40-45 kg bakpoka hver. Í var þeim allt sem á þurfti að halda ef eitthvað bjátaði á. Auk þess báru þeir 30 kg poka á öðrum fæti með ljósum og vitum. Helgistund var að kvöldinu og milli klukkan 10 og 12 settust þeir upp í flugvélarnar. Flutningsvélar, sprengjuvélar og svifflugvélar fóru í loftið. Það sást ekki í himininn fyrir flugvélum. Það voru 20.000 menn úr 6. bresku loftdeildinni og 82. og 101. bandarísku loftdeildunum. Í fyrstu bresku flugvélunum voru leiðsögumenn sem áttu að vísa hinum vegin. Þeir áttu að lenda 15 mínútur yfir 12. Á sama tíma skyldu fyrstu bresku bardagsveitirnar, í sex svifflugvélum hefjast handa. Þetta voru flokksdeildir úr 2. herfylki léttvopnaðs fótgönguliðs Oxfordshire og Buckinghamshire og undirfylki verkfræðinga. Þeir áttu að hertaka brýrnar yfir Caen-skurð og Orne fljót, sem lágu nálægt innrásarsvæðinu. Klukkan 12:18 létu þeir farm fallhlífahermanna út og hófu því næst aðflug til lendingar. Veðrið setti strik í reikningin, skip gátu ekki siglt að ströndum Normandy en hermenn náðu samt að komast þangað en heldur of snemma miðað við landgönuherin. Þeir náðu yfirráðum á báðum ánum. Hófu þeir því næst að merkja lendingarsvæði fallhlífaliða. Fallhlífasveit úr 6. loftdeild tókst að ná fyrsta bænum úr varðhaldi Þjóðverja en það var smábærinn Ranville. En margir létu lífi bæði í lendingu svifflugvéla og stökki. Verkefni loftdeildanna voru margvísleg og heppnuðust misvel, Síðasta og erfiðasta verkefni bresku loftdeildarinnar hafði verið falið 9. fallhlífaherfylkinu. 650 manna lið herfylkisins átti að ráðast á skotvirki þjóðverja í Merville. Sem var varið jarðsprengjum og gaddavír. Ef þeir kæmust gegnum það beið þeirra hringur vélbyssuhreiðra með meira en 130 hermönnum. Eftir þetta verkefni sem heppnaðist var aðeins 80 færir að halda áfram.

Innrásarflotinn


Aðfara nótt 5. júní var landherinn lagður af stað í seinfarna siglingu yfir Ermasundið til Frakklands, langt á undan flughernum. Nálægt 5.000 skip af ýmsum toga fóru svo sem: orrustuskip, beitiskip, freigátur, fleytur ýmsar, skriðdrekaferjur, fallbyssubátar, liðsflutningaskip, áhlaupsferjur, viðgerðaskip, sjúkraskip, skotfæraskip, skip til að hleypa upp reykjakófi til að leiðbeina flugvélum og skip sem var sökkt sem sjávarfallabrjótum við strendur Normandy.
Mikil alda var þessa nótt og vindhraði 25-32 km á klukkustund. Mjög margir urðu sjóveikir en menn kvörtuðu ekkert.
Um klukkan 10 að kvöldinu gátu áhafnarmenn úr tundurduflaslæðurunum séð húsin á ströndum Normandy. En ekkert var skotið á þá. Bið hermannana stóð í 3 daga sem hófst 3. júní. Mönnum fannst ekki gaman á sjó og gerðu sér ýmislegt til dundurs. Á skipi 3. kanadísku deildarinna var komið upp hæfileikasýningu og um borð í breska skipinu Ben Machree festu bandarískir áhlaupsliðar gilda kaðla í siglur skipsins og sveifluðu sér yfir þilfarið.
Biðinni lauk svo skömmu fyrir dögun 6. júní þegar fyrstu menn fóru um borð í landgönguferjur og hófu 13 til 19 km langa siglingu til lands. Þar urðu þeir verulega sjóveikir.
Beitiskip skutu fyrir dögun á hinar tröllvöxnu strandarfallbyssur Þjóðverja.
Herskipin voru 3 til 14 mílur frá landi og skutu á Þjóðverja tveim tímum fyrir landgönguna á Þjóðverja.
Landgönguferjunar fóru margar hverjar ekki á rétta staði vegna reykmökks sem lá yfir sjónum og olli það oft ruglingi hjá hermönnum.

Ströndum Normandy var skipt í nokkra hluta og gengu þeir undir dulmálsnöfnum, það voru Utah ströndin, Omaha ströndin, Gold ströndin, Juno ströndin og Sword ströndin. Fyrsti bandaríski herinn fór á Utah og Omaha strendurnar; 4. bandaríska fótgönguliðsdeildin fór á Utah ströndina en 1. bandaríska fótgönguliðsdeildin á Omaha ströndina.
2. breski herinn fór á Gold, Juno og Sword strendurnar. Á Gold ströndina fór 50. breska fótgönguliðsdeildin, á Juno fór 3. kanadíska fótgönguliðsdeildin og á Sword ströndina fór 3. breska fótgönguliðsdeildin.

Bandaríkjamenn hófu árásina með landgöngu 4.deildar á Utah, vestustu ströndin og landgöngu 1. deildar á Omaha. Deildirnar skyldu fara á ákveðin svæði og reit á ströndunum. Klukkan var þá 6.30 einni stundu eftir háfjöru. Árásrtími á Gold, Juno og Sword strendur var ákveðin 7.30.

Yfir Utah ströndinni flugu 269 Marauder sprengjuflugvélar og vörpuðu 4.404 sprengjum á varnarstöðvar Þjóðverja.
Fyrsti hópur 20 landgönguferja nálgaðist Utah á fullum hraða og klukkan 6.31 létu 10 landgönguferjur stafnbrýr síga og 300 menn úr 2. herfylki 8. fótgönguliðssveitar gengu mittisdjúpan sjóinn eða syntu þessa 100 metra í land og fáeinum mínútum seinna étu aðrar 10 landgöngu ferjur með 1. herfylki 8. fótgönguliðssveitar stafnbrýrna síga. Þjóðverjar sýndu engan mótþróa enda höfðu varnir þeirra lamast eftir loftárásirnar og innrásin á öðrum stað en ráð var gert.
Með fótgönguliðunum komu 28 Sherman-skriðdrekar á land. Hafa ábyggilega margir Þjóðverjar hræðst það að sjá skriðdreka koma upp úr öldunum. Hershöfðingi sem var með í för ákvað að gera árás á Frakkland þar sem voru en þeir voru á vitlausum stað. Það tókst vel og náðu bandamenn allnokkru svæði þar og komu tækjum og tólum á sinn stað.

Skammt frá Utah ströndinni var stórsókn og ein mannskæðasta og tvísýnasta orrusta stríðsins háð að hálfu bandamanna. Litlu munaði að hætt væri við þetta vegna þess hve Þjóðverjar voru sterkir þarna. Bandamenn hefðu aldrei gert árás á Omaha strönd ef um aðra leið væri að ræða. Varnarvirkin voru þvílík og hver einasta byssa var notuð. Bandamenn töldu að Einungis 800 til 1.000 manns væru í virkjunum gegn þeim 34.000 mönnum sem komu. en rétt fyrir innrásina komu fleiri og betur búnir Þjóðverjar þangað.
Í innrásaráætluninni á Omaha var gert ráð fyrir tveimur hersveitum í fyrstu lotu. 116. fótgönguliðssveit hægra megin og 16, sveit til vinstri og jafnskjótt og þeir náðu því kæmi 1. og 29. sveit úr 5. bandarísku stórdeild á land. 29. deild átti að hreinsa svæðið milli strandar og Aure fljótsins allt vestur til Vire-mynnis. En 1. deild skyldi beygja til vinstri og mæta liðsveitum breska herinum við Port-en Bessin, sækja síðan suður og tryggja fótfestu og 5. stórdeild átti að ná 26 km löngu og 10 km breiðu landssvæði.

Á Omaha ströndinni voru engir skriðdrekar, vegna þess að þeir sukku í sandinn og voru því ekki sendir á land.
Hermenninir töldu að ekki væri mikið eftir af varnarvirki Þjóðverja vegna loftárásanna en það var nú ekki svo, heldur voru Þjóðverjar vel sterkir þegar landgöngubátarnir nálguðust land. undirfylking A var úr sögunni aðeins 10 mínútum eftir að þeir stukku úr bátunum , þeir ýmist drukknuðu, voru skotnir eða sprengdir í loft upp. En nokkrir flokkar úr 1. herfylki 116. sveitar lentu ekki á réttum stað og voru því nánast óhultir gegn Þjóðverjum. Undirfylking úr 1. herfylki slóst í för með þeim og klukkan 9.30 voru bandamenn búnir að gera gat í Atlantsmúr Hitlers við Omaha ströndina en það heppnaðist með skekkju suma báta. Og nú var það undir Bretum að vinna Gold, Juno og Sword strandirnar undir sig.
Það var auðveldara, því þar voru engir hamraveggir og Þjóðverjar voru gungur á mörgum stöðum. Þannig að innrásirnar heppnuðust. Bandamenn unnu stríðið ári seinna, en án þessara árása myndi sigur ekki náðst.

Lokaorð

Eftir undirbúning þessarar ritgerðar veit ég hvað gerðist og hvernig það gerðist er bandamenn tóku land á ströndum Nomandy þennan örlagaríka dag 6. júní 1944 sem oft er kallaður D-dagurinn. Ég veit ekki hvað margir létust í þessari innrás en það hefur skipt þúsundum. Ég hef mikin áhuga á seinni heimstyrjöldinni og var þetta því mjög fróðlegt fyrir mig að gera þessa ritgerð. Tíminn til þess arna var ekki mikil, skíðaæfingar á hverjum degi og keppnisferð um helgina. Ritgerðin hefði því geta verið betri, lengri og nákvæmari.
Margar kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa verið gerðar um þennan atburð t.d. Saving Private Ryan og Band of Brothers. Margir tölvuleikir eru einnig til og eru margir óhugnalega líkir þessum atburði.


TuTuHimm