Allar athugasemdir, svo lengi sem þær eru settar fram í góðum tilgangi eru vel þegnar.

Þessi ritgerð er um helstu hluti sem snerta Hitlers Æskuna. Þetta umfjöllunarefni, hversu “slæmt” sem það kann að vera, er samt sem áður áhugavert. Hvað var það sem vakti fyrir Hitler þegar hann ákvað að gott væri að hafa eitthvað sem seinna var kallað Hitlers Æskan? Var það kannski ekkert meira en að byrja snemma að ná til unga fólksins, láta því finnast það vera sérstakt til að hafa það frekar á valdi sínu?. Þessum spurningum og fleirum mun ég reyna að svara í þessari ritgerð. Mun ég reyna að láta það koma fram frá sem flestum sjónarhornum hvað fólki fannst um þetta, allt frá liðsmönnum Hitlers Æskunar til Hitlers sjálfs.

Adolf Hitler

Hitler var fæddur 20. April 1889 (klukkan 6:30), við Braunau-am-Inn, í Austurríki.Alois, faðir hans hafði risið upp úr fátækt til að verða Austurrískur tollvörður, og gat þar af leiðandi séð til þess að sonur hans fékk menntun, en þó ekki nema annars flokks. Adolf, bjartur og hæfileikaríkur nemandi í heimaskóla sínum, kunni aldrei við sig í hinum stóra skóla. Hann féll niður í endalausan lestur, dreymandi um að verða listamaður, og komst þar upp á lagið með að komast hjá ábyrgð.Slæmur árangur í skóla hamlaði honum í að ná sér í gráðu í tollgæslu.Eftir dauða föður hans yfirgaf hann heimili sitt í Linz í Austurríki til að eltast við frama sinn í Vín. (1907)
Markmið Hitlers í Vín var að læra listir, sérstaklega arkitektúr, en honum mistókst tvisvar að komast inn í skólann í Vín. Þessi mistök eyðilögðu þá litlu reglu sem hann hafði í sínu lífi. Hann dró sjálfan sig algjörlega frá fjölskyldu og vinum og gekk um borgina, og fylgdist með lífinu í henni.
Jafnvel þótt að hann héldi áfram að lesa af miklum eldmóð, fékk hann mest af fróðleik annars handar, þ.e. frá kaffihúsatali, dagblöðum og bæklingum.


Hann uppgötvaði dimman rithöfund og skoðanir hans um kynþáttahatur og Gyðingahatur heillaði Hitler. Stjórnmálalega snéri hann sér að ákafri þýskri þjóðernishyggju og óljósum anti- marxisma.En á þessum tíma var honum líklega helst umhugað að vera viðurkenndur sem listamaður og arkitekt.

Margt átti eftir að gerast í lífi Adolf Hitlers þar til hann batt enda á líf sitt og konu sinnar, Evu Braun, 30 Apríl, 1945. Þar á meðal sat hann í fangelsi í níu mánuði fyrir misheppnaða valdaránstilraun, og skrifaði þá Mein Kampf. Einnig er hann einn þekktasti einstaklingur í mannkynssögunni, og sumir myndu nú kalla það ágætis afrek, jafnvel þótt að það sé ekki fyrir neitt betra en að vera einræðisherra.



Mein Kampf

Mein Kampf var skrifuð á árunum 1923- 1924, fyrri hlutinn á meða Hitler sat í fangelsi fyrir valdaránstilraun, og seinni hlutinn eftir að hann kom úr fangelsi. Mein Kampf hefur verið þýtt sem “ Barátta mín”, og varð fljótlega biblía nasisma í Þriðja Ríkinu. Árið 1939 hafði bókin seld í yfir 5 milljónum eintaka, og verið þýdd á 11 tungumál.
Hversu ólíklegt sem það kann að hljóma, þá virðist Hitler ekki vera farinn að móta hugsanir sínar og skoðanir gagnvart börnum Þýskalands þegar hann skrifar bókina. Þó er eitthvað minnst á börn og unglinga í bókinni.
Hann hafði áhyggjur af því hvernig þýskt fólk, og þá sérstaklega verslunareigendur voru farnir að haga sér, og almennt láta gagnvart þeim sem minna máttu sín. Taldi hann þá unga fólk þess tíma, miðað við hina fullorðnu, myndi annað hvort vera hinir miklu byggingarmenn framtíðarinnar, eða vitni að hruni veldisins. (p406) Einnig leggur hann mikið upp úr því að börn kunni að klæða sig rétt, en skoðun hans er sú að það þyrfti að afmarka hrein þýsk börn frá lauslætiskróunum, gyðingum. Þetta væri hægt að gera með fötum. Einnig myndi vera hægt að nota fatnað til að kenna börnum aga. (p412)
En svo kemur að því. Hitler fer að átta sig á því að þeir hermenn sem börðust í fyrri heimstyrjöldinni myndu vera orðnir gamlir eftir tuttugu ár, ( hann reiknar með að annað stríð brjótist út eftir um það bil tuttugu ár, og þetta er skrifað 1924, s.s. að styrjöld verði um 1944) þannig að til að vera tilbúinn þá væri ef til vill góð hugmynd að byrja að æfa unga menn. Og það myndi ekki duga að æfa einhverja tvo tíma á dag heldur dugar ekkert minna enn sjö til átta mánuðir af harðri þjálfun og þá tekur við leiðsögn af foringja sem kennir þeim það sem ekki er hægt að læra í þjálfun. En samt virðist Hitler vera á báðum áttum um hvað sé það rétta að gera. Á annan veginn er hann að tala um hversu góð hugmynd þetta er en svo er hann að tala um hversu slæmt þetta væri, en hann er samt vera mjög dramatískur í lýsingum sínum um hinar slæmu hliðar, og fær lesandinn það á tilfynninguna að hann sé að leyna einhverju fyrir einhverjum hóp lesenda en koma mikilvægum skilaboðum til annarra lesenda. (p539-541)
Í framhaldi af því minnist hann á það að það sé ekkert vit í því að skilja hina ungu menn eftir heima þegar hægt er að berjast fyrir föðurlandið. Því að ef maðurinn hefur ekki barist fyrir land sitt og þjóð, hvernig getur honum þá verið annt um það?


Wandervogel

Löngu áður en Nasistaflokkurinn var stofnaður, nánar tiltekið 1890, var hópur af ungum mönnum sem kölluðu sig Farfuglana. Þeir þráðu að komast í tengsl við náttúruna og höfðu rómantíska hugmynd um fortíðina, þá tíma þegar fólk lifði af landinu.
Það sem þeir vildu var ungliðasamtök, hópur af ungum mönnum leiddir áfram af ungum mönnum. Farfuglarnir klæddust stuttbuxum og gönguskóm frekar en upplituðu skyrtunum og krumpuðu buxunum sem að oft einkenndu millistéttina. Þeir komu saman við varðeld og sungu saman og komu sér einnig upp þeirri hefð að heilsa hver öðrum með orðinu “Heil”. Farfuglarnir uxu jafnt og þétt á árunum 1900-1914, sem olli því að fleiri og fleiri tóku eftir þeim, og olli það því að ungliðasamtök spruttu upp út um allt Þýskaland. Jafnvel skátar Kaþólsku kirkjunar er talið að séu bein afleiðing af Farfuglunum.
Þegar fyrri heimstyrjöldin braust út 1914 fóru flestir ungir menn í baráttuna með þá rómantísku hugmynd um að þetta stríð myndi gera þá að karlmönnum. Staðreyndin varð sú að þeir dóu í milljóna tali, slátrað af nútíma hlutum eins og sinnepsgasi, hríðskotabyssum og svo framvegis.
Einn af mörgum eftir-stríðs stjórnmálaflokkum sem vildi koma Þýskalandi inn í framtíðina var Þýski Verkamannaflokkurinn, leiddur af hinum unga Adolf Hitler. Hann sá möguleikana í þessum ungliðasamtökum og stofnaði ungliðasamtök fyrir flokkinn sinn, sem hét nú Þjóðfélagslegi Verkamannaflokkurinn. Meðal reglnanna var það að engin þáttökugjöld voru, áhersla lögð á ættjarðarást, hafa ánægju af heiðarlegum bardaga, virðing fyrir siðfræðilegum og andlegum gildum, og höfnun á þeim gildum sem tengjast Gyðingum.
Í byrjun var Ungliðasamtökum Nasista stjórnað af Gustav Lenk, sem kom upp ltlum sveitum í Nuremburg og öðrum borgum. Á meðan samtökin heldu áfram að vaxa hægt og rólega, gerði Hitler Lenk að leiðtoga yfir ungliðasamtökum um allt land.



Í nóvember 1923, eru nasistarnir orðnir 55 þúsund, stærstir, og best skipulagðir. Og þeir kröfðust byltingarkenndra aðgerða. Afleiðingin af kröfu þeirra varð byltingin í bjórkjallaranum. Hitler fór í fangelsi og Nasistaflokkurinn og ungliðasamtökin voru formlega leyst upp af þýsku ríkisstjorninni. Flestir héldu að þetta myndi vera það seinasta sm þeir myndu sjá af Adolf Hitler.
Á meðan Hitler sat í fangelsi var Gustav Lenk að reyna að stofna ungliðasamtök á nýjan leik. Samtök ungra þjóðernissinna, en það var leyst upp vegna þess að talið var að þar væri bara komin önnur ungliðasamtök nasista.

Lenk var handtekinn og settur í fangelsi í stuttan tíma, en þegar hann var látinn laus reyndi hann aftur, að þessu sinni Ungliðasamtök Þýskalands, en það var líka leyst upp og aftur fór Lenk í fangelsi, nánar tiltekið Landsberg fangelsið, sama fangelsi og Hitler sat í. Voru þeir svo báðir látnir lausir í desember 1924.
Þegar Hitler kom úr fangelsi lýsti hann því yfir að hann myndi endurreisa Nasistaflokkinn, með sjálfan sig sem óumdeildan leiðtoga. En traust Hitlers á Lenk var farið að minnka, og taldi Hitler að Lenk gæti ekki ráðið við við að vera foringi yfir ungliðasamtökum landsins. Lenk tók upp á því að stofna nýja ungliðahreyfingu, nasistar svöruðu fyrir sig með því að lýsa því yfir að Gustav Lenk væri svikari og þjófur, og féll þá Leng algjörlega frá völdum. Eftirmaður hans var Kurt Gruber, 21 árs laganemi sem hafði gengið í nasistaflokkin 1923. Hann hafði unnið undir Lenk og var ekki ókunnur stjórnun.
Hitlers Æskan


Sunnudaginn 4. Júlí var nafni Ungliðasamtaka Þýskalands breytt í Hitlers Æskan, og var Kurt Gruber fyrsti foringi hennar. Voru öll félagsleg ungliðasamtök í Þýskalandi og jafnvel Austurríki sameinuð í Hitlers Æskuna. Þá voru næst stofnaðar margar deildir sem sáu um mismunandi hluti, svo sem áróður, íþróttir og menntun. Næst var ákveðið að allir meðlimir Hitlers Æskunar skyldu ganga í Nasistaflokkin þegar þeir höfðu náð 18 ára aldri, að Hitlers Æskan skyldi hlýða öllum skipunum frá leiðtogum Nasistaflokksins, að meðlimir skyldu borga þáttökugjald,
og klæðast sérgerðum búningum til að aðgreina þá frá StormSveitar búningum, meðlimum SS var einmitt mjög illa við að vera líkt við Hitlers Æskuna. Við enda árs 1927 ákvað Hitler að allir meðlimir Hitlers Æskunar skyldu við 18 ára aldur ganga í Stormsveitirnar. Hinsvegar, þar sem þetta olli skorti á reyndum leiðtogum var ákveðið að sumir fengju að vera lengur til að halda mikilvægum meðlimum í Hitlers Æskuni. Með stofnun nýrra deilda sáu menn fram á peningaskort þar sem mánaðargjöld og framlög dugði vart til að standa skil á öllu. Tóku meðlimir Hitlers Æskunar upp á því að fara að safna framlögum á áróðursfundum. Þá sungu þeir gömul þýsk lög og tóku oft lög tengd við aðra stjórnmálaflokka, jafnvel Kommúnistaflokkin, en breyttu einfaldlega textanum.
Á Nuremburg fundinum 1927, gengu um það bil 300 Hitlers Æsku meðlimir með 30 þúsund meðlimum Stormsveitanna. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir komu fram á Nuremburg ráðstefnu . Adolf Hitler tók eftir þeim og minnstist sérstaklega á þá í ræðu sinni. Vegna peningaskorts höfðu margir af þeim gengið til Nuremburg.

Við enda árs 1928 kallaði Gruber til funds til að skerpa stefnu Hitlers Æskunar. Á þeim fundi var ákveðið að bæta við deild fyrir drengi 10-14 ára, sem kölluð var Ungþjóð. Einnig var stofnuð sér deild fyrir stelpur, og var hún kölluð Hreyfing Þýskra Kvenna. Svo var komið á stofn fréttaþjónusta nasista, sem átti að koma í veg fyrir áróðurseinvald gyðinga.
Gruber tók einnig fram markmið Hitlers Æskunar, sem átti að vera tilbúin að fórna lífi síni, ef þyrfti, til að frelsa Þýskaland úr hlekkjum auðvaldssinna og óvina þýska ríkisins.

Margt átti eftir að gerast þar til kom að því að Hitler skaut sig. Stefnur voru skerptar og endurskerptar. Gruber var steypt frá völdum og Baldur von Shirach tók við. Baldur þessi hafði gengið í Nasistaflokkinn aðeins 18 ára eftir að hafa heyrt Hitler tala á fundi. Hann kom frá ríkri fjölskyldu og var gert grín af honum út af því, og ríkmannlega útliti hans. Eftir að Baldur var kominn til valda í Hitlers Æskuni ákvað hann meðal annars að það skyldi gengið ennþá lengra og byrjað var að fá drengi niður í 8 ára aldur til að ganga í Hitlers Æskuna. Var það bragð notað að ef drengirnir fengju ekki að ganga í Hitlers Æskuna þá skyldi foreldrunum vera refsað með því að setja þá í útrýmingarbúðir, en þetta var reyndar ekki fyrr en stríðið var að brjótast út og á meðan það var.
Einnig var farið að nota meðlimi Hitlers Æskunar sem litla Gestapó menn, og voru þeir einmitt kallaðir það. Þetta fólst í því að þeir njósnuðu um fólk í sínum bæ fyrir Stormsveitirnar og Gestapó, og skýrðu þeim frá hvað fólk var að gera og segja. Meðal annars var fræg sagan af litla drengnum sem sagði frá því að faðir hans hafi talað illa um Hitler við matarborðið eitt skipti. Eftir að búið var að sækja föðurinn og setja í fangabúðir var þessi sami drengur viðurkenndur sérstaklega af Hitler fyrir að setja svo gott fordæmi.

En einnig var farið að leggja meiri áherslu á íþróttir og að leggja meiri tíma í líkamann frekar en hugann. Haldnar voru keppnir á milli deilda, sem að var mikið kappsmál að vinna í. Enda var búið að kenna þeim að sigur væri það mikilvægasta sem til væri.

Þegar Hitler réðst inn í Austurríki og Tékkóslavakíu 1938, voru meðlimir Hitlers Æskunar um 8,7 milljónir.


Endalokin
20. Júlí, 1944, reyndi foringjar í þýska hernum að ráða Hitler af dögum þar sem þeir sáu hið augljósa. Þetta stríð var tapað. En tilraun þeirra mistókst, og byrjaði Hitler að hreinsa til í röðum sínum. Um það bil 200 foringjar voru drepnir, sumir jafnvel látnir hanga á kjótkrókum þar til þeir dóu. September þetta sama ár sagði Artur Axmann, þáverandi leiðtogi Hitlers Æskunar: “Nú þegar sjötta ár stríðsins hefst, stendur Hitlers Æskan tilbúin að berjast af alefli og heilum hug fyrir frelsi sínu og fyrir framtíð sinni. Við segjum við þau; Þið verðið að ákveða hvort þið viljið vera hinir seinustu af óverðugum kynþætti, fyrirlitnir af komandi kynslóðum, eða hvort þið viljið vera hluti af nýjum tíma, betri en nokkur getur hugsað sér.”


En þar sem fækkaði í röðum jafnt StormSveita sem og landgönguhersins skipaði Hitler svo fyrir að allir drengir eldri en 15 ára skyldu þjálfaðir sem staðgenglar og sentir á rússnesku víglínuna. Allir, jafnt ungir sem gamlir voru settir í vörn gegn “bolsévísku hjörðunum”frá austrinu, og “engil-amerísku þrjótunum” frá vestrinu.
En í skóginum stunduðu drengirnir feluhernað. Þar voru drengirnir í felum uns skriðdrekarnir voru farnir framhjá, og fótgöngulið koma að. Þá stukku þeir fram með byssur og handsprengjur, ollu miklum skaða, og hlupu svo aftur inn í skóginn. Ameríkanar sáu við þessu með loftárásum, og lögðu meðal annars mörg þorp í rúst.

Ef það kynni að koma fyrir að þeir voru umkringdir, þá börðust þeir oftast til síðasta manns frekar en að gefast upp. Og þeir héldu áfram að yngjast. Amerískir hermenn sögðu frá því að þeir hafi náð vopnuðum 8 ára drengjum, og náð á sitt vald stórskotadeildum sem voru samansett eingöngu af litlum drengjum yngri en 12 ára. Stúlkurnar voru einnig notaðar, þær sáu um stórar byssur til að skjóta niður flugvélar.
Í Febrúar, 1945, var verkefnið Varúlfur sett á laggirnar. Tilgangurinn með því var að þjálfa þýsk börn sem njósnara og skemmdarverkamenn. Áætlunin var að senda þá yfir víglínuna með sprengiefni og eitur. En þessir skemmdarverkamenn vru fljótlega handsamaðir eða drepnir af andstæðingum er þeir héldu áfram inn í Ríkið. Sovétmenn þusstu nú í átt að Berlin, höfuðvígi Nasista Þýskalands, þar sem Hitler hafði ákveðið að setja upp andstöðu í síðasta sinn. 23. Apríl voru hersveitir, eingöngu skipaðar meðlimum Hitlers Æskunar, skipað að verja Pichelsdorf brýrnar við ánna Havel. Þessar brýr átti her Wenks hershöfðingja að nota til hjálpar í Berlín. Það sem drengirnir vissu ekki, var að þessi her hafði þegar verið eyðilagður og var til aðeins á pappír. Þetta var einn af mörgum gervi-herjum sem Hitler stjórnaði til að reyna að bjarga hinni umkringdu Berlín. Við þessar brýr, stóðu 5 þúsund drengir, í fullorðins búningum mörgum stærðum of stórir með allt of stóra hjálma, með riffla og sprengivörpur, tilbúnir að berjast við sovéska herinn. Á innan við fimm dögum höfðu 4500 verið drepnir eða særðir.
Í öðrum hlutum Berlin lentu Hitlers Æskan í svipaðri andstöðu. Margir frömdu sjálfsmorð frekar en að vera teknir lifandi af Rauða Hernum.
Í síðasta skipti sem Hitler sást opinberlega, á 56 ára afmælisdag hans, nokkrum dögum fyrir dauða hans, gekk Adolf Hitler í gegnum sprengjubyrgi sitt í Berlín, inn í kanslaragarðinn til að sæma 12 ára drengi Járnkrossinum fyrir hetjudáð þeirra í vörninni á Berín. Þessi einstaki atburður var festur á myndband og sýnir hvernig hinn ellihrumi Foringi sést óska drengjunum til hamingju þar sem þeir líta upp til hans með mikilli aðdáun. Svo voru þeir sendir aftur út til að há hina vonlausu baráttu.
30. Apríl,1945 þegar Sovétmenn eru komnir í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá byrgi Hitlers, fremur hann sjálfsmorð.
Næsta dag yfirgefur Artur Axmann drengina sína og flýr í Alpana. Í Vín yfirgefur Baldur von Schirach sína drengi sem eru að berjast við að verja borgina.

Stríðinu lauk með óskilyrtri uppgjöf Þýskalands þann 7. Maí, 1945. En stuttu eftir það sást að þessi sigur var öðruvísi en nokkur annar í sögunni. Að auki við hernaðarleg stríð hafði Hitler einnig háð stríð genga varnarlausum almúganum. Atburðir þessa stríðs, eins og átti eftir að koma í ljós á komandi mánuðum með Nuremburg yfirheyrslunum, átti eftir að hneyksla heiminn, og átti eftir að skapa nýtt orð til að lýsa kerfisbundinni útrýmingu á sérstökum kynþætti – Þjóðarmorð.





Í byrjun þessarar ritgerðar lagði ég fram spurningar. Hvað vakti fyrir Hitler? Nákvæmlega þetta. Hann sá fram á það að góðir hermenn væru ef til vill þeir sem að hefðu langa þjálfun að baki. Og kom á daginn að hann náði miklum árangri á því sviði. Hann lagði undir sig hálfa Evrópu með þeim hermönnum sem eit sinn voru í Hitlers Æskunni. En hann gerði allt sem þurfti að gera til að ná þessum ungu drengjum á sitt vald. Stundum gerði hann of mikið, til dæmis að senda foreldra barna, sem vildu ekki senda barnið sitt í herinn, í fangelsi. Og hann lét þeim finnast þeir vera sérstakir. Í flest þau skipti sem þeir komu saman fyrir Hitler sagði hann eða gerði eitthvað sem lét þá finnast sem þeir væru sérstakir. Og þeir voru áfram í Hitlers Æskuni. Og þeir gerðu það sem þeir áttu að gera. Standa vörð um framtíð sína og framtíð Þýskalands. Sama hversu illa þetta lítur út nú á tímum þá má benda á það að það var kreppa, og margir áttu ekki fyrir mat fyrir börnin sín. Svo kemur ríkið og býðst til að taka börnin af þeim. Margir foreldrar taka þessu, eða verða að taka þessu.










Heimildaskrá

http://www.historyplace.com/worldwar2/hitleryouth/index.html
Mein Kampf. Adolf Hitler. Mariner Books, 1927.
http://gi.grolier.com/wwii/wwii_hitler.html
Höf undur: Wolfgang Saue