Kreppuárin á Íslandi 1930-1939 Þessa ritgerð um kreppuna miklu árin 1930-1939 Skrifaði ég í Sögu 203 og nældi ég mér í eina Tíu fyrir hana.

—-

Kreppuárin á Íslandi 1930-1939

„Viðskiptakreppan skall á með miklu verðfalli á hlutabréfamarkaðnum í Wall Street haustið 1929 og stóð fram um 1933.“ Þetta var upphafið af heimskreppu sem átti eftir að hafa áhrif á mjög mörg lönd í heiminum. Mikil eftirspurn á hlutabréfum í Bandaríkjunum hafði verið gífurleg og verðgildi bréfana hækkaði og hækkaði en svo skyndilega haustið 1929 vildu allir skyndilega selja öll bréfin og öll bréfin féllu í verði. Margir höfðu tekið lán og sett stórann fjárhluta sinn í hlutabréfakaup en þegar bréfin féllu í verði enduðu peningarnir í mínus eða einfaldlega með gjaldþroti og hruni. Stuttu seinna stóð einungis fjórðungur markaðsvirði hlutafélaga eftir. Margir sem að misstu allt sem að þeir áttu stóðu ennþá stórskuldugir en gátu ekki staðið í skilum við bankana og bankar gátu ekki haldið sér áfram gangandi og neyddust til að loka. Framkvæmdir fyrirtækja fór á frest þar sem að lítið var um lausafé. Verksmiðjum var lokað því minni fjáreignir hjá fólki þýddi minni sala sem að þýddi að verksmiðjurnar gátu ekki haldið uppi hagnaði. Atvinnuleysi blossaði upp og eitt öflugasta iðnveldi heims sogaðist í samdrátt og hörmungar.

Minni kaupmáttur og tollhækkanir urðu til þess að minni vörusala fór til Bandaríkjanna. Bandarískir bankar höfðu á árum áður lánað mikið fé til erlendra banka í Evrópu og þegar ekki var lengur hægt að framlengja lán vegna fjárskorts hjá upprunalegum lánveitendum fóru fleiri bankar á hausinn, meðal annars lá við að bankakerfi Þýskalands hryndi. Evrópa sökk hratt í sama vítahring og Bandaríkin; Fjárskortur og atvinnuleysi. Talið er að um 15%-20% rýrnun hafi orðið á framleiðslu og samsvarandi 15%-20% aukið atvinnuleysi. Hvert ríki reyndi að verða sér sjálft út um nauðsynlegar vörur með því að framleiða þær innanlands og minnkuðu innflutning eins og mögulegt var, afleiðingar þess voru að önnur lönd misstu viðskiptavini og lentu sjálf í vandræðum.

Orsök heimskreppunnar eru því skýr; Brask á fjármálamarkaðnum og lán sem að hafa endað illa varð til þess að fjármálakerfið fór úr böndunum og markaðsgildi þess sem fólk notaði til þess að græða varð svo lítið að fólk stórtapaði, afleiðing þess varð að keðjuverkun sem að kom niður á flestum efnahagslegum efnum. Þrátt fyrir að talað hafi verið um heimskreppu þá snerti hún Ísland lítið sem ekkert fyrstu mánuðina en haustið 1930 fóru hlutirnir að versna. Ísland hafði staðið sér og eitt hvað varðaði fjármál og studdu sig ekki við lánsveitingar í Bandaríkjunum og útflutningur þangað var ekki mikill. En haustið 1930 kom metframleiðsla á saltfiski og síld á Íslandi, það þurfti að flytja aflann út og selja hann en salan var langt umfram eftispurn svo að verðgildið lækkaði og á einu ári hafði verðgildi fisks lækkað um þriðjung. Innflutningsvörur lækkuðu líka í verði en náði ekki að samsvara lækkun á fiskmarkaðinum svo að á árunum 1931-1932 vantaði rúman fjórðung á að útflutningsvörur væru í samræmdu verðgildi innflutnings miðað við 3 árin á undan. Þetta átti að vísu eftir að jafnast út fyrir rest.

Atvinnuleysi er algengur fylgifiskur kreppu og í kjölfarið af stórlegu verðfalli á sjáfarafurðum kom til mikilla uppsagna og voru oft mörg hundruð manns atvinnulaus á veturna. Þeir sem að verst stóðu fengu að koma í tiltekið súpuhús sem að söfnuðir í Reykjavík héldu uppi. Það var til að koma í veg fyrir vannæringu og hungur. Atvinnuleysisbætur þekktust ekki á þessum tíma en bæjarfélög reyndu að halda uppi atvinnubótavinnu sem að karlmenn fengu aðgang að í nokkrar vikur í senn ef þeir höfðu verið atvinnulausir lengi og höfðu fjölskyldu að sjá um. Árið 1932 voru svo opnaðir svokallaðir verkamannabústaðir sem að var húsaskjól fyrir fólk sem að stóð verst úti fjárhagslega.

Atvinnuleysi í stærstu bæjum á Íslandi fór oft uppí 8% á veturna. Árið 1932 ætlaði bæjarstjórnin í Reykjavík að lækka kauptaxta í atvinnubótavinnu um rúman þriðjung. Fólk var heldur betur ósátt með þær ákvarðanir og upp kom uppþot í Gúttóhúsinu þar sem að fólk barðist með hnefum, stólfótum, kylfum og girðingarstaurum. Enginn lést en 21 lögregglumaður bæjarins var ekki vinnufær þegar slagsmálin voru liðin hjá. Þessi atburður hefur síðan þá verið kallaður Gúttóslagurinn. Verkamennirnir fengu það sem þeir vildu; kauptaxtinn var ekki lækkaður. Það er greinilegt að atvinnuleysi eða léleg vinna var orðin algeng á þessum tíma og fólk gerði hvað það gat til að koma í veg fyrir enn verri hluti sem að myndu snerta líf þeirra og láta það fara á verri veg en það hafði þegar gert.
Fyrsta nóvember árið 1929 voru í kringum 30 manns skráðir atvinnulausir. En svo fyrsta nóvember árið 1930 var yfir 600 manns atvinnulausir. Á einu ári jókst atvinnuleysi gífurlega eins og tölur sína. Svona átti þetta eftir að vera næstu árin, þegar skárst var þá voru um 500 manns atvinnulausir en þegar verst lét í veðri voru 800 manns atvinnulausir, það gerðist árið 1938 og 1939 rétt áður en að kreppan fór að taka enda. Svo árið 1940 var fjöldi atvinnulausra kominn niður í kringum 100 manns. Tölur miðast við fyrsta nóvember ár hvert.

Eitt af meiginmarkmiðum þáverandi ríkisstjórnar var að halda framleiðslu í landbúnaði eins eðlilega gangandi og hægt var til að koma í veg fyrir hrun í þeim atvinnuveigi. Bændur fengu forgang í þeim efnum, þúsundir bænda myndu án efa hætta störfum fljótlega nema eitthvað yrði að gert. Flestir voru stórskuldugir og til að auðvelda þeim fyrir voru rúmlega 3000 bændur sem fengu aðstoð við skuldaskil. Þeir fengu langtímalán úr kreppulánasjóði, að mestu var lánið bundið í skuldabréfum sem að lánardrottnar voru skyldugir til að taka við sem greiðslu á skuldum. Annað sem að gert var til að auðvelda bændum var að setja fast verð á kjöti af sauðfjárdýrum, svo þó að breytingar yrðu á verði við útfluttning myndu þeir hafa minna í húfi. Skipulag á mjólkur- og kartöflusölu var sett fram svo að offramboð innanlands myndi ekki láta verð á markaðnum hrynja.

Í kreppunni voru öll lönd í vandræðum með að koma vörum sínum út og reyndu að koma á móts við það með því að takmarka vörukaup frá öðrum og versla innan síns lands. Bretar höfðu áður fyrr verið mjög opnir fyrir frjálsri verslun en þeir tóku sig til og lögðu 10% toll á ísfisklandanir hjá íslenskum togurum, einnig á kindakjöt sem var að reyna að koma á móts við fallandi verðgildi saltfiskins. Á þessum tíma var um 90% útflutningsvara Íslands sjávarafurðir svo verðfallið kom illa niður á landsmönnum. Ísland tók sig svo til og lagði fram bann á innflutningi á „óþörfum varningi“ . Í sumum tilfellum fengust þó undanþágur en það var sérstök nefnd sem að sá um að gefa heimild fyrir þeim. Aðalástæðan var að spara gjaldeyrinn og halda honum innan lands og reyna að versla með vörur framleiddar hérlendis eða komast af án vörunnar. Fleiri tollar og inn og-útflutnings hömlur um allan heim höfðu gífurleg áhrif allstaðar annarstaðar. Það svaraðir varla lengur kostnaði að flytja vörur út og það varð rándýrt eða bannað að flytja tilteknar vörur inn í landið. Meiginmarkmið tolla var þó ekki að koma í veg fyrir innflutning heldur að afla landinu tekna. Einnig aflaði þetta smá atvinnu þar sem að það var hagstæðara að framleiða vöruna hérlendis heldur en að versla frá útlöndum svo að hér á landi fékkst vinna við til dæmis við framleiðslu á kaffibæti, málningu, sápu, sjóklæði, gúmmískóm og flestöllum fatnað.

Árið 1928 námu útflutningstekjur Íslendinga um 80 milljónir króna en árið 1931 var sú tala fallin niður í 48 milljónir á ári og hélt sú tala á svipuðu striki fram til ársins 1937. Saltfiskur féll um helming, kjöt féll um 80% í verði, ull um 60% og gærur um það bil 80%. Á árunum 1920-1930 hafði saltfiskur verið rúm 60% af útflutningi íslendinga en féll niður í 25% og hélst þannig á milli áranna 1936-1940. Talið er að það sem að hafi endanlega bjargað Íslandi frá því að falla í gjaldþrot hafi verið ísfisksala til Bretlands, auknar síldveiðar og síldarvinnslu. Ísland var ekki fallið en það var heldur betur á hálum ís þessi ár.

Til að fá aðeins betri skilning á hvernig ástandið var skal vitna úr bók Halldórs Péturssonar, Kreppan og hernámsárin; „ Þegar litlu drengirnir mínir komu á móti mér og kölluðu: „Ertu að koma úr vinnunni pabbi?“ Þá kreppti ég hnefana. Að heyra nefnda vinnu, var eins og rýtingsstunga og ég átti bágt með að hrinda drengjunum ekki frá mér. Það var eins og þessir litu angar skildu þetta eftir einhverjum leiðum og oft litu þeir framan í mig eins og til þess að leita eftir brosi. Sæju þeir engan vott þess, vissu þeir að pabbi hefði enga vinnu fengið, og von um mola að morgni eða sögu að kveldi var tapaður vinningur.“

Frá árinu 1927 ríkti Framsóknarflokkurinn einn í ríkisstjórn, þó með stuðning Alþýðuflokksins. Stjórnin stóð til 1932 og árið 1934 mynduðu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn saman í ríkisstjórn og kölluðu sig Stjórn hinna vinnandi stétta, undir forystu Hermanns Jónassonar. Stjórn þessi átti eftir að sitja til ársins 1939 en sama ár fékk Sjálfstæðisflokkurinn sæti í stjórninni. Það var þó aðallega gert til að mynda hina svokölluðu Þjóðstjórn, en það var til að þjóðin stæði betur saman fyrir yfirvofandi styrjöld. Meiginmarkmið Stjórnar hinna vinnandi stétta var að skipuleggja sölu og dreifingu á landbúnaðarvörum, setja á lög um almennar tryggingar, reglur um innflutning og fleira sem að hagnaðist landsmönnum.

Kreppan stóð lengur yfir á Íslandi en í löndum í kring, ein af ástæðum þess er vegna borgarastyrjaldar á Spáni árið 1936 og með því takmarkaðist sala á saltfiski til Spánar og á árunum 1935 til 1939 minnkaði útflingur saltfisks um fjórðung. Eitt helsta ráð íslendinga var að flytja fisk út óunninn til Bretlands. Í fyrstu fékkst lítill peningur fyrir útflutninginn en þegar stríðið skall á í Evrópu haustið 1939 stórhækkaði fiskverð í Bretlandi og Ísland naut góðs af því. Svo kom að því árið 1940 að Bretland hernam Ísland, í kjölfarið var hrundið í verk framkvæmdir og ýmis starfsemi hérlendis vegna setu hersins, til að mynda þurfti að byggja húsnæði, smíða flugvelli, brýr, leggja vegi og grafa skurði. Þetta krafðist mikils vinnuafls og það má segja að flestir Íslendingar hafi tekið þessum framkvæmdum fagnandi hendi og flestir sem að vildu vinnu fengu hana eftir að mikið atvinnuleysi hafði herjað á landsmenn í kreppunni. Í nóvember árið 1940 voru rúmlega 1700 íslendingar í bretavinnu og fór upp í 4000 árið 1942. Það er óhætt að segja að seinni heimstyrjöldin hafi bjargað Íslendingum úr kreppunni miklu.

Takk fyrir