Mig langar til að vekja athygli á áhyggjum mínum hvað varðar metnaðarleysi innan Guðfræðiheimsins og þeim fræðiritum sem eru markaðsett á almenning.
Rit Nýja Testamentsins eru mett af gagnrýni í gegnum 2000 ár og standa enn sem hornsteinn bókmenntalegra gersema hins vestræna heims. Heiðarleg ritrýni hefur ekki náð svo miklu á þau að heimildagildi þeirra sé afnumið og því öll spil lögð á borðið sem munu koma, nema nýjar heimildir líta dagsins ljós.
Jú vissulega telja sumir fræðimenn að Páll hafi ekki ritað öll bréfin og önnur séu samansett af nokkrum bréfum hans o.s.fr. en að öðru leyti hefur NT. ekki fengið neinn ærlegan skell eins og fimmbókaritið fékk við tilkomu 4. heimilda kenninguna. Skortur á heimildum á einn veg eða annan er vopn á báða vegu. Þegar þögnin ríkir hleypur hver öfgamaðurinn í sitt hornið og öskrar fullyrðingar í átt að sinni sannfæringu í sinni ýktustu mynd.

Af heiðarlegri metnaðarfullri rýni er hinn sagnfræðilegi markaður Nýja Testamentsins fyrir löngu mettur, en fólk krefst svara og er tilbúið að borga vel fyrir þau.
Því hefur margur ágætur fræðimaðurinn selt sig út á frægð/frama/pening/viðurkenningu eða jafnvel misstígið sig í æsingnum í átt að nýrri kenningu og hliðrar öllu sem traust getur talist í átt að henni.

Ég hef séð fræðimenn sem að ég virði mjög mikið algerlega missa sig í gleðinni þegar eitthvað nýtt skýtur upp höfðinu og byggja upp mjög vafasamar spilaborgir þar sem hornsteinn traustustu heimilda er algerlega hunsaður fyrir langsóttar kenningar um ólíkustu aturði. Sem er svo notaður sem 100% traustur grunnur til að byggja huglæga rannsókn sína.
Slík vinnubrögð dæma sig jú sjálf og hver sem til þekkir ranghvolfir augunum og lokar bókinni, en þar kemur jú hinn almenni skandalaþyrsty pop-kúltúrs markaður inn í myndina sem gleypir þetta með húð og hári.

Fólk með einlægan áhuga er lokkað að með æsifréttamennskulegum fyrirsögnum á borð við:

“Var Jesús giftur Maríu Magdalenu?”
“Var rómverski bogamaðurinn Pantera raunverulegi faðir Jesú”
“Lifði Jesú krossinn af og flúði til Afganistan?”
“Var fórnardauðinn tálsýni sem Jesú hló af sem áhorfandi á nærliggjandi hæð?”
“Það sem Vatikanið vill ekki að þú vitir!”
“Var Jesú Esseni og lærisveinn Jóhannesar?”
“Var Júdas hin fórnfúsa hetja sem drap mannorð sitt fyrir að hlýða fyrirmælum Jesú?”
“Sjá Goð X. Saga hans stemmir við Guðspjöllin 100%”
“Dó Jesú í Frakklandi með konu sinni og barni?”
“Var Jesú samkynhneigður?”
“Var Júdas krossfestur í stað Jesú?”


Þetta eru allt lýsandi fyrirsagnir af langsóttum gróðavænum samsæriskenningum sem að margur góður fræðimaðurinn hefur selt sig út á honum til algerar skammar innan Akademískrar fræða.
Yfirgengilegt magn af slíkum ódýrum samsæriskenningum settar fram sem “peer reviewed” rannsóknir eru að mynda gjá á milli fræðimanna og leikmanna og þar af sökkva allri umræðu á óþarflega lágt plan.

Það sem við erum að líta á í dag, að mínu mati, er óritskoðuð alda af lélegri sagnfræði innan Guðfræði heimsins og það tel ég vissulega vera áhyggjuefni.
Róm var ekki brennd á einum degi…