Ef einhverjir hafa heimildir sem stangast á við mínar, gefið þær endilega upp og við getum rætt málin.
Here goes:


Nú þykir til gáfnamerkis að hafna rótgrónum trúarkenningum um almenna kristni fyrir hvaða Crack-pot samsæriskenningu eins og skandalaþyrstri “Séð og heyrt” kynslóð sæmir. Mér finnst þetta sérstaklega góð líking, því að rannsóknir bakvið þessar kenningar eru einmitt oftast á forsendum “séð” og “heyrt”, en ekki “gaumgæfilega rannsakað”.

Eitt það vinsælasta í dag er semsagt að líkja Jesú við hina mörgu Guði og hetjur fornaldar sem að eiga að deila hans eiginleikum og lífsferli að þvílíkri nákvæmni að það er furða að í 1700 ára kirkjusaga skildi hafa getað kúgað þessar gífurlegu “leyndu heimildir” í dýflissum vatikansins, burt frá augum almennings og fræðimanna.

Hér er nýleg grein eftir DrHolmes “Er verið að hafa okkur að algjörum fíflum?

http://www.hugi.is/daegurmal/articles.php?page=view&contentId=5303683

sem að gerir lítið annað en að útlista handónýt rök popkúltúrs myndarinnar Zeitgeist, sem hefur náð truflandi vinsældum upp á síðkastið. Zeitgeist myndina má einnig sjá frítt í heild sinni á google.video.


Hér eru eftirfarandi fullyrðingar sem eiga að “afsanna kristni” og sýna hana aðeins sem endurfrásögn fornra goðsagna, sem ég hef ætlað mér að svara með raunverulegum heimildum í stað handónýtra heimildarmynda á Youtube.


Hér er byrjað að líkja Egypska guðinum Hórus við Jesú og tefla DrHolmes og framleiðendur myndarinnar Zeitgeist þessum sláandi líkindum fram í samanburð við Goðsöguna um Gyðingasmiðinn Yeshua sem er grunnrót nútíma kristni.


”Horus var uppi 3000 árum f.Kr. Í Egyptalandi. Horus þýðir sól.

Hann fæddist 25.dec
Kenndur við stjörnu í Vestur.
Fæddur af hreinni mey.
Hylltur af 3 konungum*
Kennari 12 ára,
30 ára skýrður af “Anep”*
átti 12 lærisveina,
gat framkvæmt kraftarverk á borð við, læknað fólk,
gengið á vatni.
Var þekktur undir nöfnum eins og Lífið, sannleikurinn, lamb Guðs, fjárhirðirinn ect. – Sbr. Titlar Jesú*
Svikin af “Typhon” – Sbr. Júdas*
Hann var krossfestur, og reis upp frá dauðum á þriðja degi.
Fór síðan upp til himna fyrir framan augun á almúganum.”


*Vantar í grein DrHolmes en er í myndinni


Fyrir þá sem að þekkja Guðspjöllinn eru þetta sláandi líkindi!
Er Jesú aðeins afmynduð Egýpsk goðsögn sem að gyðingar reyndu að eigna sér (og hafna svo hmm..?)
Er kristni byggð á endurunnum Goðsögum heiðingja?

Kíkjum aðeins á þetta.



Hérna er smá grunnfróðleikur um Egypska goðafræði fyrir samsæriselskandi hálfvita sem að gleypa óransakaðar illa gerðar “heimildarmyndir” af Youtube og öðrum fróðleiksbrunnum í stað þess að kynna sér heimildirnar sjálfir. Taki þetta til sín hver sem vill.


Í byrjun er Ra/Re, sem í sínu grunnformi (eldra formi) er þekktur sem Atum. Atum er tvíkynja vera sem getur af sér gyðjuna Shu og guðinn Tefnut.
Þetta fyrrnefnda nýgetna par, getur af sér jarðarguðinn Geb og himnagyðjuna Nut.
Geb og Nut liggja í kosmosinu í algeri flækju

Faðir þeirra Shu lýst ekki á blikuna og fer inn á milli þeirra og lyftir Nut af Geb og skapar þannig himnafestinguna (vinsælt þema. Sbr. Norræn trú). Hérna er einföld skýringar mynd
http://www.neferchichi.com/images/godsinfo/nutshugeb.jpg

Nú þegar er komið smá pláss á milli þeirra getur sköpunin haldið áfram.

Geb og nut (himin og jörð) geta af sér guðina Ósíris og Set, og gyðjurnar Ísis og Nefthys.

Ósíris tók við konungdæmi föður síns (Gebs - Jarðarinnar) og kvæntist systur sinni Ísis.
Set varð afbrýðisamur og lokkar Ósíris í mjög fína múmíukistu sem hann heitir að hann muni gefa hverjum þeim sem að passar í hana. Ósíris slær til, en festist í kistunni og Set læsir hann inni og lætur hann fljóta niður Níl (sbr. Móses?) þar sem Ósíris deyr. Hann flýtur alla leið til Byblos, eða til núverandi Líbanons.





Ok kíkjum aftur á fullyrðingar Zeitgeist um Hórus og líkinda hans við Jesú sem eru hér listaðar fyrir ofan. Tökum þær lið fyrir lið.





Horus, borið fram “Haru”, þýðir fálki. Ekki sól. Seinna meir breyttist meiningin í “Sonur Ísis”.
- Hórus þýðir Ekki sól


Af minni bestu vitneskju nefna skrif Plutarchs (50 – 120 e. kr) og Heródots 2. (430. f.kr) (tvær aðal heimildir okkar um goðsögu Hórus m.a.) ekkert um að hann sé kenndur við neina stjörnu.
- Hórus er Ekki kenndur við stjörnu


Ísis finnur lík Ósíris, og hér ber heimildum ekki alveg saman. Í sumum heimildum ríður hún líki Ósíris og getur þar með sonin Hórus, í öðrum myndar hún líkan af kynfærum Ósíris eftir að Set er búin að brytja líkið niður og kasta kynfærum hans í ánna og getur hún þannig Hórus.
- Hórus er Ekki fæddur af hreynni mey

Ekki er að finna sögu um að Hórus hafi verið hylltur af 3 konungum í nokkuri almennri samantekt um Egypska goðafræði. Enda er fæðing hans í öðru tímarúmi en mannkynið. Og þar með er ekki viðurkenning á öðrum ríkjum eða konungum þess í þessari frumsköpun veraldar sem að Hórus lifir í.
- Hórus er Ekki hylltur af þrem konungum við fæðingu


Aðal heimildir sem við höfum um baráttu Sets og Hórusar er frá papyros rullu frá tímum Ramses V (1146 – 1142 f. kr.)
Hórus berst við Set til að hefna föður síns, sem er nú orðin Guð undirheimana.
Set og Hórus berjast í ýmissum þrautum. Hórus missir auga sitt í baráttuni. Sbr. Sólin er eitt auga hórusar og tunglið (horfna augað) er hitt. (ath. Þetta er viðauki sem settur var seinna á). En set missir annað eistað sitt, sem útskýrir afhverju eyðimörkin er ófrjó.

Seinasta viðureign þeirra Horus og Sets er kappsigling niður Níl. Set svindlar og breitir sér í flóðhest til að velta bát Hórusar. Hórus
stingur “harpún” spjóti í flóðhestin og vinnur.
Fyrir utan það að ég finn ENGAR heimildir fyrir því að Hórus, eða neinn af Egypsku guðunum hafi nokkurn tíman gengið á vatni, þá eru hlutir sem að fæla frá því eins og það að Hórus notar bát til að sigla.
- Hórus gekk Ekki á vatni



Ég finn engar heimildir af því að Hórus hafi verið fæddur 25 Desember. Enda er 25 Desember ekki einu sinni í Egypska tímatalinu. Auk þess var egypska guðafræðinn síbreytileg eftir Faraóum sem að hver vildu verða partur af Guðleikanum og prestar spunnu á Goðafræðina til að fitta að því.
Hér er einnig listi yfir atburði sem eiga að hafa gerst 25 Desember
http://en.wikipedia.org/wiki/25_December
Þið munið sjá að ekkert af þessum furðuverum eru nefndar hér. Ekki heldur Jésu. Enda almenn vitneskja að hann fæddist ekki 25 Desember.
- Hórus er Ekki fæddur 25 Desember


Hvergi finn ég talað um það að Egypsku Guðirnir hafi gengið með mönnum. Það er, að það er almennt talið að goðafræði þeirra sé fyrir tíma manna og í stöðugri hringrás með Faraóunum sem holdgervingar mismunandi Guða oftast Hórus þó.
- Hórus gekk Ekki á jörðinni 3000 f. kr. Meðal fólks


Hvergi finn ég nokkuð að því leyti að Hórus hafi haft “lærisveina”, hvað þá 12 af þeim! Enda er það ekki í Egypskri hefð að hetjur eða Guðir þeirra höfðu lærisveina yfir höfuð.
- Hórus hafði Ekki 12 lærisveina



Hvergi finn ég heimildir af því að Hórus framkvæmir kraftaverk á borð við að lækna fólk. Hans eigið auga var læknað af Toth, eftir að hann missir það í bardaganum við Set, sbr. Auga Hórusar.
Auk þess er ekki talað um kraftaverk Guða, heldur um Guðlega gjörninga. Menn fremja kraftaverk. Guðir gera það sem þeim sýnist. Sbr. Breyta sér í flóðhest. Kemur heim og saman með að Hórus var ekki maður, sem að gekk með mönnum í samfélagi manna eins og t.d. spámenn Gamla Testamentsins.
- Hórus framkvæmdi Ekki kraftaverk, eins og að lækna sjúka o.s.fr.


Í myndinni er sagt að við 30 ára aldur hafi hann verið skýrður af fígúru sem nefnist “Anep”, sbr. Skýrn Jesú við þrítugt af Jóhannesi. Kannski er ég ekki að heyra þetta rétt. En það er engin egypskur guð sem kallast Anep, eða neitt sem að líkist orðinu Anep annar en “Apep” sem að er illur djöfull undirheima. Óvinur Ra.
Efa að hann hafi skýrt Hórus.
Anubis er annar líklegur aðili. En í myndin heyrist að það er greinilega ekki verið að tala um Anubis. Hann er einnig settur seinna inn sem stóri bróðir Hórusar (hvar var Anubis í frumsögunni?) og er hundslegur Guð hina látnu. hvergi er heldur minnst á að hann hafi framið einhverja helgiathöfn á Hórusi við þrítugs aldur.
Hér er listi yfir Egypsku guðina.
http://en.wikipedia.org/wiki/Egyptian_pantheon
Ath. Hverg er minnst á þessa veru sem að er sögð í myndinni hafa “skýrt” Hórus.
- Hórus var Ekki skýrður af “Anep”

Skýrn er sér Abrahamískt hugtak, sem Gyðingdómur, Kristni og Íslam notfæra sér hver á sinn hátt. Talið að verknaðurinn sé komin af hreinlætishugmyndum. Þvo hendur sínar saklausar. Þvo sig frá gamla líferni sínu og inn í kristni, þvo hendur og fætur sínar fyrir bænir í Íslam.
Væntanlega er verið að tala um aðra helgiathöfn en hina Abrahamísku skýrn, en það er ekki tekið fram. Rassapaleg vinnubrögð.
Skýrn er ekki notuð í Egypskum átrúnaði
- Hórus var ekki skýrður yfir höfuð

Titlar Hórusar eru margvíslegir, en ég finn ENGAR tilvísanir að hann hafi verið kallaður lamb Guðs, fjárhirðirinn eða neitt svipað sem vísar til Jesú. Sonur Guðs er hæpið því það er máleðlislega þjált í fjölgyðstrú, þar sem nær allir eru synir einhvers Guðs. Enda er það frekar stating the obvious og vísar meira til óljósrar ættfræði, frekar en titils. Allir karlkyns Guðir eru “synir Guðs”
- Hórus hafði Ekki svipaða og/eða sömu titla og Jesú Kristur

Typhon er vera úr grískum átrúnaði, ekki Egypskum. Hann er seinasti sonur Gaiu og berst gegn Seifi þrumuguði Grikkja og er ca. 2000 árum yngri en Hórus…
- Hórus er Ekki svikin af “Typhon”


Það er ENGAR heimildir um krossfestingar í Egyptalandi 3000 F.kr.
Krossfestingar komu miklu, miklu seinna og náðu aldrei vinsældum í Egyptalandi hvorki undir Alexander, Ptolemy ættinni, né Rómverjum.
Oft voru krossfestingar í formi “Y”, “X” eða “T”. Enn þekktasta form krossfestingarinnar er þó “+”
- Hórus var Ekki krossfestur né reis hann upp á 3. degi.


Saga Hórusar er í sífelli hringrás eftir því sem Faraóar taka upp titil hans. Hann stígur upp til himna þegar Faraóin deyr og myndar nýjan holdgerving. Ath. Þetta er þó misjafnt eftir Faraóum sem að aðlaga Guðdómin að sínum smekk og mismiklu mikilmensku brjálæði.
Faraóinn er lifandi holdgervingur Hórusar, erfingi Ósíris, að konungsdæmi Geb
- Hórus rýs Ekki upp til himna á þriðja degi eftir dauða Faraós

Ýtarlegar upplýsingar er að finna í dauða og undirheima bókmenntum egypta sem er efni í allt aðra grein.




Ég tek aðeins fyrir Hórus í þessari grein til að sýna ófagmensku og staðreyndarnauðgun kvikmyndagerðarmanna og amatör samsæriskenningarsmiða og Copy paste´ara.
Svipaða sögu má segja um aðrar verur og hetjur sem eru sagðar fylgja Guðspjöllunum eftir í ótrúlega nákvæmri mynd.
Ef það eru einhver vafaatriði, með Hórus eða aðrar persónulýkingar samsærisverktaka þá get ég tekið þá fyrir einnig, en það er ekki meininginn bakvið þessa greina samt sem áður

Meiningin er að sýna fram á að það þarf ekki að taka allar ferskar skandalakenningar sem gefnar bara því þær eru festar á myndband.

Þær heimildir sem þeir eru að nota eru þér aðgengilegar. Ef þú ert í vafa um eitthvað kíktu þá sjálfur í heimildirnar. Ekki láta rassapa út í heimi fylla þig af órökstuddu rugli. Þetta gildir á alla vegu, líka þá sem styðja kristni jafnt sem þeir sem að reyna að tala gegn henni.
Engin heimild er þér ekki aðgengileg. Fyrir eða á móti.
Ekki láta “hafa þig að algjöru fífli” eins og grein DrHolmes bendir til.

Takk fyrir



Heimildir:

Historical Atlas of Religions. Farrington, Karen - 2006
Trúarbrögð heimsins. Coogan, Michael – 1999
Gyldendals Religions Historie: Ritualer, Mytologi, Ikonografi. Jensen, Rothstein & Sörensen - 2005
Glærur, ýtarefni og fyrirlestrar Þórhalls Heimissonar. “Trúarbragðarsaga” Háskóli Íslands 2007
History, Culture and Religion of the Hellenistic Age: Second Edition. Helmut Koester - 1995
Fyrirlestrar Dr. Clarence E Glad. “Inngangsfræði ásamt samtíðarsögu Nýja Testamentsins” Háskóli Íslands 2007
Biblían. 1981
What have they done with Jesus: Beyond strange theories and bad History. Ben Witherington III. 2006
www.wikipedia.org:
http://en.wikipedia.org/wiki/Horus
http://en.wikipedia.org/wiki/Egyptian_pantheon
http://en.wikipedia.org/wiki/Typhon
http://en.wikipedia.org/wiki/Mythography_of_Jesus_Christ

http://www.joezias.com/CrucifixionAntiquity.html

Minni upplýsingar af tenglum og skildum síðum.
Róm var ekki brennd á einum degi…