Kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki Þurfti að gera ritgerð um þetta í sögu, og gerði þetta á mettíma 50 min þannig að það gætu leynst allskonar fljótfærnisvillur biðst afsökunnar á því.

Kjarnorkuárás á Hiroshima.



Þann 7. mai 1945 gáfust Þjóðverjar upp og bandamenn fögnuðu sigri 8. mai en Rússar 9. mai, þó það voru ennþá uppreisnir til 11-12 mai. Stríðið hélt þó áfram í Kyrrahafinu þar sem Bandaríkin börðust hörðum og blóðugum bardögum á móti Japönum.
Þann 6. Ágúst árið 1945 gerðist eitthvað sem breytti heiminum, Bandaríkjamenn vörpuðu í fyrsta sinn í sögunni kjarnorkusprengju á óvinvætt svæði. Harry Truman forseti Bandaríkjanna á þeim tíma ákvað að þetta ætti an binda snöggan enda á stríðið, en hann hafði sent Japönum viðvörun að annaðhvort gæfist þeir upp eða yrðu tortímt.
Rök sprengjunnar voru aðallega að ef þetta yrði ekki gerst gæti stríðið dregist mjög mikið á langinn og ekki vitað hvenær það myndi ljúka og það var þeim ljóst að Japanir myndu berjast til síðasta manns og þar að auki var búið að áætla ef Bandamenn héldu áfram að berjast að manntjón þeirra gæti farið uppí 1,4 milljón.
Bandaríkin ákváðu að sprengja Hiroshima vegna þess hver stór hún var og líka vegna þess að þeir voru ekki búinnir að senda neinar loftárásir á hana og vegna þess hvað margir hermann gætu komið þaðan. Seinni skotmörkin voru annaðhvort Kyoto, Yokohama, Kokura, Nigaata og Nagasaki.
Þeir hefðu nú átt að sprengja aðeins Nagasaki vegna þess að þar unnu nánast allir við framleiðslu á hernaðarvopnum og ýmsum tækjum sem hjálpa Japönum í stríðinu, auk þess var hún hafnarborg.

Afleiðingar árásarinnar.

Þann 6. Ágúst 1945 kl 18:15 var sprengjan “little boy” eða á íslensku Dengsi vörpuð yfir Hiroshima
sprengjan var 9000 pund og var jafn öflug og 2 ½ þúsund TNT sprengjur og hún var sprengd 18þ fetum yfir borginni, og reykurinn náði allt að 4 þúsund fetum í loftið.
Á 9 sekúndum eftir sprengingunni dóu u.þ.b 100.000 manns. Hitinn var svo gífarlegur að hann var um 5000 gráður, jafn heitt og yfirborð sólar. Fólk labbaði um borgina eins og draugar, blæðandi og hold þeirra brennandi, enginn vissi hvað hafi gerst, mjög fáir heyrðu neitt í útvarpinu. Fólk reyndi að drekka úr vatninu en duttu og dóu öll brennd. Blóm og menn gufuðu upp þar sem þau voru og aðeins skuggar þeirra urðu eftir. Frásögn manns í Hiroshima segir að föt fólks gufuðu upp.
Það blæddi úr andliti og höndum þess, fólkið sem dó grét ekki einu sinni vegna þess að það var blæðandi úr augum þess. Helmingur læknanna dóu, 3-10 þúsund manns komu á spítalann á hverjum degi og alltaf dóu að minnsta kosti 2000 manns, þau voru grafin öll saman ekki var hægt að gera það einstaklingslega því manntjón var svo mikið. Fólkið áttu heima á spítölunum þau áttu engann annan stað til að fara á.
Japanir vissu ekki hvað hafði skollið á þá eina sem þeir vissu að það var ný tegund af sprengju sem hafði verið sprengd á þá og það væri verið að rannsaka málið.
3 dögum seinna eða 9 ágúst kl 11:00 var önnur kjarnorkusprengja vörpuð á japanskt land og það var á borgina Nagasaki, sprengjan hét “Fat Man”, 50.000 manns dóu á augabragði. Börn dóu í skólanum ennþá sitjandi við borð sín. Það blæddi úr gómum á fólki og það mátti ekki snerta sumt fólk vegna þess að húðin þeirra fer af. Fyrst voru fórnarlömbin einangruð með eitthvern sjúkdóm en svo uppgvötaði fólk að þetta var geislavirkni.
Átta dögum eftir árásina á Hiroshima og fimm dögum eftir Nagasaki eða 14. ágúst gáfust Japanir upp. Fjöldi dauða eftir báðar árásirnar voru um 214.000.
Maðurinn sem flaug flugvélinni með kjarnavopnin hét Paul Tibbets og flugvélinn var af gerðinni B-29 og hét Enola Gay og var skírð eftir móðir Paul Tibbets.



Hræðsla við kjarnorkuárásir


Eftir árásirnar og afleiðingar þess byrjaði fólk að verða mjög hrætt við þessar sprengjur og hvað þær gátu gert og ríkisstjórnin í Bandaríkjunum urðu að gera eitthvað, þeir bjuggu meðal annars til myndbönd hvernig ætti að verjast kjarnaárásum og í því var sýnt að kjallarar væru besta vörnin og fólk átti ávallt að hafa tilbúinn skyndihjálparpakka , vant í ísskápnum, dósamat og ávallt muna að beygja sig niður og verjst eða “duck and cover”, og ef viðbúnaður Japana hefði verið þannig þá hefðu mörg mannslíf bjargast.
Þetta er samt í rauninni bara til að hugreysta Bandaríkjamenn vegna þess ef kjarnavopn hefði yrði beitt á þá, þá mundi dósamatur ekkert bjarga úr blæðandi útlimum.
Í Kaldastríðinu þegar ótti við kjarnavopn var sá mestur byggðu ekki fáir heldur mörg þúsund Bandaríkjamenn sprengju-skýli í ótta við sprengjurnar og í þeim var allt, allar nauðsynjar og þeir gátu verið í þeim alveg þangað til að allt væri yfirstaðið, en til lukku þá var Kalda stríðið ekkert annað en keppni hver gæti búið til mest af kjarnavopnum og hver hlið var hrædd við hvert annað. En lá við bjarmi þriðju heimstyrjaldar þegar Rússar byrjuðu að byggja stöðvar á Kúbu en ótti við Bandaríkjamenn hræddi þá aftur. Kalda stríðið endaði í rauninni á árunum 1989-91 þegar Sovíetveldið féll og í þann dag er fólk hrædd við kjarnavopn en samt mun færri en áður var, það er aðallega spennann við úraníumauðgun í Íran og tilraunir N-Kóreu sem valda mönnum mestu áhyggjum.
ratatat: