Adolf Hitler, einræðisherra í Þýskalandi Veriði nú öll sæl , í dag eða þann 17.10.06 átti ég að skilja ritgerð um Adolf Hitler eða ég valdi að skrifa um hann, þannig að ég skrifaði um svona mest her ævisögu hans. Endilega segið bara rétta álit ykkar á þessu.

Þetta var fyrir Þjóðfélagsfræði í 10 bekk :)


Inngangur

Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um Hitler, stríð hans við heiminn, hvað hann reyndi að gera, og hvernig honum mistókst. Hann hefur oft verið talinn geðveikur eða líka jafnvel snillingur en hann er örugglega sá eini sem hefur einhverntíman eða mun einhverntíman takast að búa til svona stórt stórveldi eins og hann gerði á jafn fáum árum. Hitler hataði líka gyðinga og enginn veit hvaðan þetta hatur kom. Stríðið byrjaði þann 1. September 1939 og má segja að það hafi endað þegar Hitler drap sig þann 30. Apríl 1945.

En þótt Hitler hafði drepið sig voru mörg þúsund þýskir hermenn út um allt í landinu enn þá að berjast. Þótt Hitler hafi bannað þeim að gefast upp þá gáfust flestir upp á endanum og voru það hundruðir þúsunda hermanna.




Sjálf ritgerðin

Adolf Hitler fæddist þann 20 Apríl árið 1889. Hann bjó í Braunau í Austuríki, nálægt þýsku landamærunum. Þegar Hitler var ungur reyndi hann að komast í Listaháskólann í Vín en var hafnað. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út gerðist hann sjálfboðaliði í þýska hernum og barðist á vesturvígstöðvunum nær allt stríðið eða þar til þann 15. október 1918, en þá særðist hann eftir gasáras og var fluttur á herspítala. Eftir ósigur Þjóðverja settist Hitler að í Munchen í Bæjarlandi og gekk árið 1919 í þann stjórnmálaflokk sem seinna átti eftir að verða kallaður Nasistaflokkurinn. Hitler varð formaður þessa flokks 1921 og leiddi flokkinn til æviloka. Völd Hitlers jukust með árunum og var hann útnefndur kanslari Þýskalands af Hindenburg forseta Þýskalands árið 1933. Árið eftir fráfall Hindenburgs tók Hitler sér titil kanslara og foringja (þ. Führer) og var í raun orðinn einræðisherra yfir Þýskalandi.

Hitler komst til valda yfir Þýskalandi árið 1934 eftir fráfall Hindenburgs og var mjög vinsæll í landinu á meðal fólksins og annara þjóða. Hann hafði góð tengsl við Rússa og hafði skrifað undir friðarsaming við þá árið 1939. Hitler byggði Þýskaland upp mjög hratt og á hans valdatíð voru meðal annars byggð sjúkrahús, hraðbrautir og skólar. Hitler byrjaði líka að byggja allt sem þurfti til þess að undirbúa landið fyrir stríð. Árið 1937 var Hitler búinn að þróa herinn ásamt því að þróun var langt komin á nýjum og góðum hertækjum og búnaði. Þá fannst Hitler hann vera tilbúinn með meistara áætlun sína og kallaði hann á fund (þ. Fährer Conference) topp hernaðar aðstoðarmenn sína í Nóvember 1937. Þar lagði Hitler fram hugmyndir eða tillögur um að taka yfir heiminn en þær voru ekki samþykktar. Hitler vildi sameina allt þýskumælandi fólk undir einum fána í einu landi þannig hann sendi fulltrúa til Austuríkis og þar héldu þeir uppi áróðri um nasisma til fólksins. Svo þegar Hitler tók yfir Austuríki var honum fagnað við komu sína vegna þess að nasismi var orðin það mikill í landinu. Þegar Bretar sáu þetta hótuðu þeir Þjóðverjum að þeir myndu segja þeim stríð á hendur ef Hitler myndi senda her sinn yfir landamærin yfir í Pólland.
Fyrstu skrefin í áætlun Hitlers var að ná Austurríki, Póllandi og Elsass og Lótringen héruðunum í Frakklandi og sameina þau við Þýskaland. Hitler lét hótanir Breta eins og vind um eyru þjóta og hlustaði ekkert á þá. Þess í stað hélt hann sig við áætlanir sínar og fór inn í Pólland og náði því svipað vel og Austuríki. Þegar Bretar og Frakkar fengu veður af þessu lýstu þeir Þjóðverjum stríði á hendur og þá er sagt að seinni heimsstyrjöldin hafi hafist eða þann 1. september árið 1939. Þá sá Hitler að hann þurfti að ná góðri víglínu og fór óðum inn í Frakkland. Þjóðverjar hertóku Frakkland á tveimur til þremur vikum og voru mjög margir hissa hvernig hann náði þessum löndum svona fljótt. Þjóðverjar sendu skip sín út á sjóinn til að reyna að hindra skipafluttningaleiðir Breta frá Suður Ameríku (Brasilíu, Argentínu og Úrúgvæ) því þessi lönd sáu Bretum fyrir miklum mat, og þá aðallega kjöti eins og t.d. nautakjöti. Fór hann þangað með nokkur stóru flotaskipin sín og sprengdi fullt af birgðarskipum Breta. Þýskaland var ekki ríkt land en samt hafði það pening til að gera allan þennann flotta herbúnað. Þannig Hitler útvegaði sér og stal pening frá löndunum, hann stofnsetti sér sveit sem sá um að fara í aðalbankana í öllum löndum sem hann hertók og skipaði þeim að ræna öllu þar og svo rændi hann líka frá þeim ríkustu og Gyðingum. Þegar upp var staðið hafði Hitler rænt gulli, silvri, skartgripum og gjaldmiðli fyrir tugir milljóna. Þjóðverjar voru ekki einir í þess stríði, þvert í móti höfðu þeir tvo bandamenn en þeir voru Japanir og Ítalir. Benito Mussolini einræðisherra stjórnaði þá yfir Ítalíu og var hann mjög náinn vinur Hitlers og mikill fasisti í sér. Hann sá til þess að leiða Ítalíu við hlið hans í stríðinu á árunum 1940 til 1943 en þáttöku Ítala í stríðinu lauk þegar bandamenn réðust inn í Ítalíu og hertóku eða frelsuðu landið undan fasismanum. Benito Mussolini fór strax til Bandamanna til að semja um frið sem leiddi til þess að þýskir hermenn urðu fastir inn í landinu og börðust þar lengi, meira segja eftir fall Berlínar voru þeir en að berjast.

Þjóðverjar hönnuðu líka eldflaugar sem voru miklu betri en þær sem fyrir voru. Voru þær þannig hannaðar að hægt var að skjóta þeim á loft úr mikilli fjarlægð og þær gátu þess vegna flogið langar leiðir eða alla leið til skotmarksins. Þessar eldflaugar hétu V1 og V2. Hann skaut þeim mest á Bretland og voru það þessar eldflaugar sem ollu miklu tjóni í landinu. Þegar stríðið var búið var hann búinn að skjóta 149 eldflaugum á Bretland en það mistókst samt sem áður því hann var að búast við meiri skaða. Hitler átti mjög stóran skipaflota og eitt frægasta og stærsta skip hans hét Bismarck. Það skip var mikil dýrð fyrir Þýskaland og náði það að skjóta niður mörg skip á sínum tíma.

Árið 1941 réðst Hitler inn í Rússland að vetri til og áttaði sig ekki á kuldanum þar. Um helmingur hermannanna dó úr kulda en samt náðu Þjóðverjar næstum því til Moskvu. Meðan þýsku sveitirnar voru að reyna ná Stalingrad yfir sitt vald voru Þjóðverjar komnir að Moskvu og það var ekkert sem gat stoppað þá við að fara inn í borgina. En Hitler bannaði þeim það og sendi hersveitirnar frekar niður til Stalingrad til að reyna hjálpa hersveitunum sem þar voru komnar til að ná borginni. En það endaði með ósigri árið 1943 og þá missti Hitler eiginlega tökin á Rússlandi og þurfti að bakka með víglínuna út úr landi.

Árið 1941 komu Bandaríkin inn í stríðið og árið 1944 við strendurnar á Normandí réðust Bandamenn inn í Frakkland. Það voru leifar af franska hernum, breska og bandaríska. Á meðan voru þýskar borgir sprengdar og Benito Mussolini hafði misst Ítalíu. Svo þrengdist þetta allt að Hitler og hann fór að missa eitt land í einu og á endanum var hann bara með Þýskaland og gerði eins og hann gat að halda því. Hitler neitaði að yfirgefa Berlín og var þar í neðanjarðarbyrgi sínu. Hitler var ekkert mikið að óttast því hann var búinn að kalla á tvær til þrjár hersveitir til að hjálpa sér að ná Berlín aftur. Ein af þessum hersveitum stjórnaði Heinrich Himmler en þær komust ekki. Varð Hitler þá brjálaður og kallaði þetta landsvik og vildi að Himmler yrði tekin af lífi. En þá kom í ljós að allar þessar hersveitir voru að berjast og voru bara uppteknar á öðrum stöðum.

Hitler drap marga á sínum einræðistíma, hann hataði Gyðinga og drap þá í milljónavís. Þjóðverjar byggðu margar útrýmingabúðir sem einnig hétu fangabúðir, sú frægasta sem má nefna heitir Auschwitz sem var í núverandi Póllandi. Þar voru milljónir Gyðinga teknir af lífi eða þá að þeir dóu úr hungri, kulda, veikindum eða fleiru því tengdu. Þetta fólk sem var tekið af lífi missti eigur sínar og Þjóðverjar slóu eign sinni yfir hús þeirra og aðra veraldlega hluti.

En Hitler endaði stríðið sitt með því að drepa sig. Hann tók inn blásýru og skaut sig í hausinn með konu sinni Evu Braun í Berlín þegar þau voru í neðanjarðarbyrginu. Skipaði hann svo engum að gefast upp, og það ætti að brenna líkin af þeim. Líkin af þeim voru brennd en mörg þúsund hermenn byrjuðu að gefast upp þegar þeir fréttu að Hitler hafði skotið sig. En margir hershöfðingjar sem voru trúir nasistmanum og trúir Hitler gáfust ekki upp og á endanum gáfu líf sitt.


Lokaorð


Margir velta fyrir sér hvað mun hafa skeð hefði Hitler unnið stríðið. Mundi allt vera betra núna ? Eða væri allt núna í hörmung og stríði alla daga. Afhverju vildi Hitler ekki yfirgefa borgina ? Mitt álit á því var að hann skammaðist sín fyrir hvað hann hafði misst mikið á stuttum tíma. Eftir að Hitler kom til valda þá hafði Þýskaland þróast svo mikið miðað við hvernig það var. Hitler var kominn með hersveitir sínar næstum alla leið að Moskvu en afhverju sendi hann þær þá niður að Stalingrad? En það er talið að Jósef Stalin hafi gert leynisamning sem engin vissi af og þess vegna sendi hann hersveitinar niður. Hefði Hitler ekki sent þær niður hefði hann náð Moskvu á sitt vald og þá væri það létt fyrir hann að ná hinum stóru borgum Rússlands. Stórveldi Hitlers náði svo langt að hann var kominn með næstum alla Evrópu og Sahara á nokkrum árum, en missti þetta svo allt á enn færri árum. Ég mundi segja að það var gott að þjóðverjar náðu ekki yfir öllu enda hefði það varla verið hægt að berjast á móti öflugum her Hitlers..



Jááá það er hægt að tala endalaust um þetta , þetta er mest sem ég vissi ég notaði 1 heimasíðu til að fá heimildir um Benito Mussolini. Annars var þetta mest eftir mig sjálfan sem krakki , man ekkert hvernig ég fræddi mig um þetta og líka eftir Þýskalandsferðina.
There's a fungus amungus !