Hvar gerðist spænska veikin, hvar átti hún upptök sín og af hverju dóu svona margir úr henni. Ekki hefur verið mikið fjallað um spænsku veikina, allavega hef ég ekki mikið verið var um það, og þess vegna vildi ég skrifa um hana, um leið fræðast sjálfur um þennan mannskæða faraldur.


Spænska veikin reið yfir heiminn seint árið 1918.
Hún gekk yfir í þrem bylgjum, fyrsta bylgjan var frekar væg, en önnur var mjög skæð, tók með sér í gröfina fjölda fólks, svo kom sú þriðja, en hún var líka væg eins og sú fyrsta.

Upptök veikinnar er en óvitað, en það er talið að hún hafi byrjað í kína eða Bandaríkjunum, en ástæða þess að hún sé kölluð spænska veikin er sú að hún byrjaði að vera ótrúlega mannskæð í spáni, og var því kölluð spænska veikin.
Talið er að spænska veikin hafi verið stökkbreitt innflúensuveira, sem réðst á ofnæmiskerfið, og sem gerði hana hættulega var að maður var viðkvæmari fyrir öðrum veirum, eins og lúna bólgu.

Veikin breiddist mjög skjótt út, því að hún var mjög smitandi. Smitaðist gegnum flutninga og skipaleiða, og inflúensan reið yfir heiminn á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar, og var skipaleiðir milli landa þá mjög miklar, og geri það að verkum að hún smitaðist svona hratt á milli landa.
Í októmber dóu um 200 þúsund mans bara í Bandaríkjunum, og þá var veiran bara rétt byrjuð.


Spænska veikin var orðin alheimsvandamál á aðeins 2 mánuðum, var þá orðin mjög mannskæð í Asíu, N og S Ameríku, Evrópu og Afríku.
Bretar sökuðu í fyrstu Þjóðverja fyrir þetta, héldu að þetta væri efnavopn, en drógu það seinna til baka, því að útbreiðslan var svo rosaleg.
Það var ekki komist að upprunna veikarinar fyrr en árið 1933, þá komust vísindamenn að því að veikin byrjaði í fuglum, en hafði engin áhrif á þá, svo barst það í svín og loks í mannfólkið.

Ofnæmiskerfið svína er mun sterkara en mannfólksins, og þegar það var verið að brenna svínin, þá önduðu við reiknum að okkur, og þess vegna smituðumst við af spænsku veikinni.
Talið er spænska veikin hafi lifað best í miklum raka.
Spænska veikin byrjaði í lok fyrri heimstyrjöldinni, en þegar stríðið laug, voru um 20% hermanna látnir af spænsku veikinni, og það voru heilu herdeildinnar sem voru sýktar, sem sýnir hversu mannskæð veiran var.

Fleiri dóu af völdum spænsku veikarinar en að völdum byssuskota.
Og meðan það var svona mikil veikindi á hermennum Bandaríkjanna, voru læknar sendir til að sinna þeim. Og var þá mjög mikill skortur af læknum heima fyrir. Var þá látið lækna nemendur axla ábyrgð á sjúklingum heima fyrir.
Það var líka orðið mikill skortur af vinnuafli, og það sást bara í útfaraþjónustunni.
Það var ekki nóg af mikið af mannskap til að grafa niður öll þessi lík, og líkhús fylltust mjög fljótt, þetta var orðið mjög mikil vandamál, bara að grafa niður fólkið.
Það var gripið til þess ráð í Bandaríkjunum að stofna félag, eða Rauðikrossinn bjó til nefnd, sem sá til þess að hjálpa til, sinna sjúklingum og því um líkt.
Þeir sáu um að gera aðgerðir á fólki sem var sýkt af veikinni, bæði á hermönnum og almennum borgurum. Sjálfboðaliðar fengu frí í vinnu ef þess var nauðsin, og allir hjálpuðust að.


Þetta var orðin svo mikil vandamál í Evrópu og Ameríku, að fólk var látið fá passa sem sýndi að það var ekki veikt, svo þegar fólk voru að fara í lest eða því um líkt, þurfti þau að sína að þau voru ekki sýkt af spænsku veikinni, annars máttu þau ekki ferðast með lestunum.
Og í sumum bæjum þurfti maður líka að sína þessa passa til að komast í bæinn, þetta var bara svona eins og vegabréf, nema bara til að sína að maður var ekki sýktur af spænsku veikinni.

Og svo voru ýmsar reglur og sektir, t.d ef maður hélt ekki fyrir munninn þegar maður hógstaði þá fékk maður sekt, og var jafnvel varpað í fangelsi. Útsölur voru stranglega bannaðar, og jarðafarir voru bundnar við 15 mínútur, og það var líka bannað að standa við leiðið, meðan það var verið að grafa það.

Spænska veikin barst líka til Íslands, eins og allstaðar annarstaðar. Hún barst með dönsku skipi að nafni Botnía snemma um haustið.
En hún var ekki alvarleg fyrr en í nóvember, en innan mánaðar var Reykjavík orðið af draugabæ, um 15 þúsund fólk átti heima í Reykjavík á þessum tíma, og af þessum 15 þúsund voru 10 þúsund manns rúmliggjandi. Helstu einkenni voru Hár hiti, niðurgangur, höfuðverkur, óráð, uppköst, blóðnasir og svo loks lungnabólga.
Ekki var mikið af apótekum í Reykjavík á þessum tíma, svo þau apótek sem voru opin, var alveg ótrúlega mikið að gera.

Öll vinna var lögð niður á þessum tíma, aðalega út af því að það voru flestir veikir, fimmta hver búð var opinn, og um 1/3 voru á ferli, og það aðalega gamalt fólk. Því að spænska veikin herjaði aðalega bara ungt fólk, á milli 15 – 34 ára.
Skólar voru breyttir í spítala, og lík hús fylltust mjög fljótt.
Eins og annarstaðar í heiminum þá var jarðafarir bara bundnar við 15 mínútur, og það var stranglega bannað að standa við leiðið þegar það var verið að grafa það niður.
Það voru um 300 manns sem létust á íslandi af spænsku veikinni.


Svo í maí 1919 lauk loksins spænska veikin í heiminum, og var hún þá búinn að drepa um 30 miljónir manna, sem er alveg ótrúleg tala, á aðeins hálfu ári. Þetta var helminginn fleiri en í fyrri heimstyrjöldinni.

Í frakklandi létust um 300 þúsund manns, í bretlandi létust um 250 þúsund manns, í bandaríkjunum og kanada létust um 6 miljónir manna og svo í Indlandi létust ekki meira né minna en 16 miljónir manna. Ástæða þess að það létust svona margir í Indlandi var sú að fólk þar trúðu því að það var gott að fá spænsku veikina. Fólk sem fengu spænsku veikina var fólk sem var sér valið af þeirra guði.

Spænska veikin hamlaði atvinnumarkaðinn um allan heim, og fólk var lengi að jafna sig af þessari mannskæðustu inflúensu farald sögunar. Spænska veikin drap mun fleira fólk á nokkrum mánuðum heldur en svarti dauði á fjórum árum.
Aldrei var fundið móteitur gegn spænsku veikinnar á þeim tíma sem hún reið yfir, en það var samt hamlað hana niður með þeim ráðagerðum sem ég nefndi áður.