Þetta er fín grein hjá “forvera mínum” hér á þessum vef. En mér finnst vanta meiri raunsæi og upplýsingar í hana. Í fyrsta lagi voru Japanir í stríði við Kína áður en þeir gerðust aðili að öxulveldunum. Það stríð var blóðugt og Japanir höfðu framið hræðilega stríðsglæpi gegn almennum borgurum og náð undir sig miklum hluta Kína með hervaldi. Í öðru lagi þá höfðu þeir sagt sig úr Þjóðarbandalaginu vegna gagnrýni vesturlanda á stríðsglæpi Japana í Kína. Í þriðja lagi höfðu Japönsk stjórnvöld aldrei heilum huga reynt að leita að friðsamlegri lausn á olíuskorti þeim sem yfirvofandi var rétt fyrir innrásina á Bandaríkin. Japanir voru því ekkert fórnarlamb sem í sjálfsbjargarviðleitni reyndi að verja hendur sínar gegn kúgun nýlenduveldanna! Japan réðst á aðalflotastöð bandaríska flotans í Kyrrahafi í þeim einbeitta tilgangi að lama Bandaríkin meðan landher þeirra myndi gera árás á nýlendur Hollendinga, Frakka, Breta og Bandaríkjamanna í S-A Asíu sem lági vel við höggi sökum ástandsins í Evrópu. Holland og Frakkland var hernumið svo lítillar hjálpar var að vænta frá evrópu til að verjast innrás Japana og Bandaríkin voru illa búinn undir hernað og búinn að missa völdin yfir sjóleiðinni svo hjálp handa Philipseyisku nýlendunni var af skornum skammti. Bretar höfðu yfirráð yfir Indlandshafinu og gátu komið virki sínu á eyjunni Singapúr og nýlendum sínum til hjálpar en vanmátu Japani og auk þess var breska heimalandið ekki aflögufært til þess að efla nýlenduheri sína eftir hamfarirnar Í Frakklandi og Dunkirk og yfirvofandi ógn á innrás Þjóðverja á Bretlandseyjarnar sjálfar.
Japanir gerðu árás á Perluhöfn á Hawai sem var aðalbækistöð Kyrrahafsflota Bandaríkjanna einungis í samhengi við stærri áform þeirra um útþennslu í S-A Asíu, sú árás tókst að því leiti að bandaríski flotinn á Kyrrahafi var lamaður nægilega lengi til að Japanir gætu aðhafst í Asíu og náð undir sig nýlendum gömlu nýlenduherranna. Bretar og Bandaríkjamenn vörðust af krafti en byrgðalausir og einangraðir þá urðu nýlenduherir þeirra á endanum undir hvíldarlausum árásum hins japanska keisaralega landhers, flota og lofthers. En það sem réð endanlega árangri Japana voru ekki vopn þeirra né ákveðni heldur fyrst og fremst skortur þessara nýlendna á aðstoð frá heimalandinu sem aldrei barst af fullum styrk sökum árásar Japana á Perluhöfn og vegna ógnarinnar frá Þýskalandi. í Malasíu og Singapúr höfðu bandamenn ekki einn einasta skriðdrekum og engin hentug vopn til að granda þeim, svo þeir voru af þeim sökum í vonlausri aðstöðu því Japanir áttur nóg af skriðdrekum (þó tilgerðarlitlir eru) og líkt og bandaríska nýlenduliðið þá gáfust Bretar einnig upp gegn Japönum eftir mjög harða bardaga.
Vopn Japana voru nothæf þar sem þeim var beitt en hefur verið með öllu ónothæf í stríði því er ríkti í Evrópu. Japanir höfðu þó hernaðarreynslu ólíkt nýlenduherjunum, bæði í Kína og nú á Hawai en vopnabúr þeirra var ekki upp á marga fiska. Þó Zeró orrustuvél Japana væri hraðskreið og meðfærileg þá hafði það verið gert á kostnað brynvarnar og því þurfti lítið til að japanskar vélar féllu úr skýjunum. Skriðdrekar þeirra voru líka mjög lítt brynvarðir og frumstæðir til samanburðar við þá Vestrænu. Tap Japan við Midway og í fleiri flotaorrustum og landorrustum í framhaldi af sigrinum þar var að miklu leiti að kenna skorti á tæknikunnáttu, t.d. þegar bandarísku herskipin voru búinn radurum og gátu því séð hvað var að gerast í kringum sig þá höfðu Japanir ekki þessa tækni og flugu og börðust á sjónum blinnt meðan bandamenn voru alsjáandi. Það sem Japönum aftur á móti skorti í vopnabúnaði bættu þeir upp með agaðasta fótgönguliða stríðsinns sem barðist fram í rauðan dauðann og góðum hershöfðingjum. Þetta varð Bandaríkjamönnum eftirminnilega augljóst þegar þeir réðust á eyjarnar Okinawa og Iwo Jima.
Sorglega er það mögulegt að þrautseygja hins Japanska hermanns og hæfni og dirfska hins japanska herforingja, aðalvopn hins keisaralega Japans hafi verið skriðan er Varð valdur af einu kjarnorkurárás sem átt hefur sér stað í heiminum, sem beindist gegn tveim hernaðarlega lítilvægum borgum í Japan og sem beindist nær einungis að óbreyttum saklausum borgurum. Stríðsglæpur!!……..