Hertækninýjungar WW1 Fyrri heimstyrjöldin einkenndist af miklum hernaðarnýjungum. Helstu nýjungarnar sem þjóðirnar höfðu uppá að bjóða í fyrri heimstyrjöldinni voru vélbyssur, flugvélar, kafbátar, skriðdrekar og efnavopn. Öll þessi vopn sem talin voru upp eru í dag talin hefðbundin vopn í flestum herdeildum víðs vegar um heiminn. En þó var það sérstaklega eitt vopn af þessum fimm sem hafði mestu áhrifin á nútíma hernað, það var vélbyssan. Vélbyssan var algjör bylting í hernaði þegar hún kom á sjónarsviðið, í staðinn fyrir að hin hefðbundna byssa skaut aðeins nokkrum skotum á mínutu þá gat vélbyssan skotið nokkur hundruð skotum á mínutu og var því mun skæðari en hin hefðbundna byssa. En vélbyssan var ekki aðeins vopn sem fótgönguliðið notaði því vélbyssan átti þátt í því að herflugvélar og skriðdrekar urðu til. Þegar vélbyssunni var komið fyrir á flugvélum þá var hægt að heyja loftorrustur og með því að setja nokkra menn í keyrandi „járnkassa” með vélbyssur (skriðdreka) þá voru mennirnir mun betur varðir en ella. Í byrjun stríðsins (árið 1914) þá voru í raun ekki til neinar herflugvélar því að flugvélarnar voru aðalega notaðar til að njósna og skoða stöðu óvinarins. En stuttu eftir að stríðið hófst þá tóku menn að nota flugvélarnar til árása á hernaðarleg skotmörk (voru með sprengjur) og í loftorrustur við aðrar flugvélar. Eftir þetta varð himininn að nýjum orrustuvelli mannanna en sjórinn hefur í gegnum tíðina verið gröf marga hermanna. Bretar höfðu einmitt yfirburði á þessum forna vígvelli og Þjóðverjar áttu í mesta basli með breska flotann. Þá tóku Þjóðverjar uppá því að einbeitta sér að kafbátahernaði sem varð til þess að Þjóðverjar héldu yfirburðum Breta í skefjum. Þýski kafbáturinn sannaði sig oft í gegnum stríðið með fræknum sigrum á Breska flotanum sem varð Bretum til mikilla vandræða. En ekki gengu allar þessar nýjungar svona vel hjá Þjóðverjum til að byrja með því þeir voru fyrstir til að nota efnavopn í fyrri heimstyrjöldinnni með misgóðum árángri. Eins og t.d. þá hafði fyrsta efnavopna árásin engin áhrif, en í þeim árásum sem á eftir komu þá byrjaðu vopnin að gera gagn og gerðu hermenn meðal annars óhæfa til að gegna herskyldu eða þá að þeir einfaldlega dóu.

Skæðasta og áhrifamesta vopnið sem menn notuðu í fyrri heimstyrjöldinni var eins og fyrr segir vélbyssan. En fyrsta vélbyssan leit dagsins ljós löngu fyrir fyrri heimstyrjöldina, í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum árið 1861. Vélbyssurnar sem voru notaðar í borgarstyrjöldinni voru svo þungar og það þurftið hesta til að draga vopnin og var því erfitt að nota þær til árása. 20 árum seinna (1884) var Maxim byssan hönnuð af H.S. Maxim. Maxim byssan er oft talin vera fyrsta vel heppnaða vélbyssan því hún var léttari en fyrri vélbyssurnar og mun áræðanlegri. Maxim seldi vélbyssu sína til margra landa en Bretar voru fyrstir til að sjá mikilvægi þessa vopns. Þeir keyptu því byssu Maxims og byrjuðu að fjöldaframleiða hana árið 1891. Þar sem fyrst sást hvað vélbyssan var gífurlega mikilvæg í stríði, var þegar 50 breskir hermenn með 4 Maxim vélbyssur stóðu andspænis 5000 Matabele mönnum. Bretarnir slátruðu Matabelunum (þeir voru reyndar með spjót og önnur frumstæð vopn) og töldu sig óstöðvandi með þetta nýja vopn. En eins og fyrr segir þá seldi Maxim hugmynd sína líka til annara þjóða og urðu þá flestar þjóðir í Evrópu með vélbyssuna í fórum sínum. Margar þessar þjóðir töldu sig vera óstöðvandi með vélbyssuna rétt eins og Bretar sem er eflaust vegna þess að þessar þjóðir heygðu stríð við frumstæðar nýlendu þjóðir sem áttu ekkert svar við vélbyssunni. En þessar þjóðir höfðu aldrei farið í stríð gegn annari þjóð sem höfðu líka þetta skæða vopn undir sínum höndum. Því kynntust Evrópumenn í fyrri heimstyrjöldinni þegar milljónir manna dóu vegna þessara nýju vopna. Vélbyssur fyrri heimstyrjaldar voru gerðar eftir Maxim byssunni og voru af ýmsum toga, þær voru léttar þungar og miðlungsþungar. Léttustu byssurnar voru hannaðar með það fyrir augum að einn maður gæti borið byssuna og notað. Eitt af þeim atriðum sem varð til þess að einn maður gæti borið byssuna og notað var að skotin voru í hylkjum en ekki beltum eins og í þeim þyngri. Vegna þess hve léttustu byssurnar voru meðfærilegar þá var hægt að gera sóknarárás með fótgönguliði sem ekki var hægt með þeim þyngri. Í árásunum var bæði hægt að nota léttu byssurnar sem riffla (eins og þessar vélbyssur sem eru notaðar í dag) eða sem stöðvabyssur (þá var settur þrífótur undir byssuna og menn lágu niðri og skutu). En sem stöðvabyssur þá voru byssurnar svo léttar að erfitt var að miða því þær kipptust allar til og því ekki eins góð stöðvabyssa og miðlungs þungu byssurnar sem voru örlítið þyngri (léttu byssurnar voru svona um 6-8 kg). Miðlungs þunga vélbyssan var á bilinu 9-15 kg og voru þær flestar með beltaskotum. Þessar byssur voru samt sem áður nógu léttar til að einn maður gat borið byssuna og notað sem var kjörið til sóknarárása til að verja fótgönguliðið sem var aðalverkefni miðlungs þungu byssunar.

Flugvélarnar var eins og fyrr segir eitt af þessum tækniundrum sem litu dagsins ljós í fyrri heimstyrjöldinni. Eins og flestir vita þá voru það Wright bræður sem voru fyrstir manna til að hefja sig til flugs í vélknúnu farartæki árið 1903 í Bandaríkjunum. En það leið ekki á löngu þangað til herir út um allan heim sáu hversu nytsamlegar flugvélarnar gætu orðið í stríði við að njósna og að hjálpa stórskotliðinu að miða á mikilvæg skotmörk óvinarins. Þegar fyrri heimstyrjöldin skall á þá voru öll löndin búin að fjárfesta í nokkrum flugvélum og komnar því með einhvern flugher. Þegar flugmenn þessara landa mættust svo í lofti þá heilsuðust þeir nú yfirleitt en þó kom það stundum fyrir að þeir skutu á hvor annan með skammbyssu og rötuðu einstaka sinnum skot í bensíntankinn og vélarnar hröpuðu. Þannig voru allra fyrstu loftorrustur fyrri heimstyrjaldar, með skammbyssu. Maður að nafni Roland Garros (bandamaður) kom með þá hugmynd að setja vélbyssu á stefnið á flugvélinni. En það var eitt vandamál, hvernig var hægt að skjóta í gegnum skrúfuna á flugvélinni án þess að eyðileggja hana? Garros og Raymond Saulnier (Saulnier var flugvélasmiður) leystu þetta vandamál með því að klæða viðarskrúfuna með járnplötu þannig að þau skot sem fóru í skrúfuna myndu skoppa af. Þeir hófust þegar handar og þegar það var búið að breyta flugvélinni hans Garros hóf hann sig til flugs og skaut niður fyrstu flugvélina með vélbyssu. Þetta var upphafið af þeim flugorrustum sem verða skildu í fyrri heimstyrjöldinni. Þjóðverjar komust yfir þessa tækni þegar þeir skutu niður Garros þegar hann flaug yfir þýskt yfirráðasvæði. En þegar Þjóðverjar prufuðu þessa hugmynd með sínum vélbyssum þá tættist skrúfan á flugvélinni þeim til mikillar undrunar Ástæðan fyrir því að skrúfan tættist var að byssukúlurnar í vélbyssu bandamanna voru notaðar einhverskonar koparblandnar kúlur og gátu því ekki skotið í gegnum járnlötuna en þýsku kúlurnar voru úr stáli. En Þjóðverjar dóu ekki ráðalausir því að maður að nafni Anthony Fokker (einn helsti flugvélasmiður Þjóðverja í fyrri heimstyrjöldinni) leysti þetta vandamál á tveimur dögum ásamt nokkrum öðrum verkfræðingum. Þeir leystu vandamálið þannig að skrúfan og vélbyssan voru samstillt þannig að aðeins þegar skrúfan var ekki fyrir byssunni þá gat byssan skotið. Seinna þá komust bandamenn yfir þessa tækni og þá hófust loftorrustunar fyrir alvöru um mitt árið 1915. En þessar fyrstu herflugvélar voru nú ekki beint sterkt byggðar til að byrja með því þær voru allar gerðar úr trégrind sem var klætt með þykku dúkaklæði. En það var ekki fyrr en í lok stríðsins að þýsku flugvélasmiðirnir tóku uppá því að klæða trégrindina með járnplötum og var það upphaf járnvélanna. Flugvélarnar voru líka notaðar í sprengjuárásir sem fengu að vísu misjafnar undirtektir yfirmanna í herjum landanna í byrjun stríðsins. Bretar og 27 aðrar þjóðir (og allar bandamannaþjóðirnar) voru búnar að gera samning um að nota ekki flugvélarnar til að gera sprengjuárásir en Þýskaland var ekki ein þessara 27 þjóða þannig að þeir notuðu loftförin sín og flugvélar til að gera árás á Lundúnir og önnur skotmörk. Þýski kanslarinn var efins til að byrja með en leyfði svo þessa tegund flugaðgerða og fyrstu loftförin voru send í átt til Lundúna (sprengjuvélarnar komu örlítið seinna). Verkefni loftfaranna var að gera árás á hernaðarleg skotmörk en ekki fór sem skildi vegna slæms veður og dóu einhverjir tugir óbreyttra borgara í fyrstu árásinni. Þjóðverjar héldu svo áfram þessum sprengjuárásum á austurströnd Englands allt stríðið og dóu um 900 manns og 2100 manns höfðu slasast í sprengjuárásum Þjóðverja þegar stríðinu lauk. Bandamenn byrjuðu einnig að gera loftárásir eftir fyrstu loftárás Þjóðverja og loftárásasamningurinn var þar að leiðandi riftur. Þess má einnig geta að fyrstu sprengjuárásirnar voru gerðar að degi til en svo komust menn að því að best væri að gera þessar árásir um nóttina því þá yrðu vélarnar síður séðar og meiri líkur á því að vélarnar og loftförin kæmu heil tilbaka.

Árið 1482 kom Leonardo da Vinci fyrstur manna með þá hugmynd að búa til brynvarið farartæki með byssugötum sem hægt væri að nota á vígvellinum. Ekki er vitað hvort að „skriðdreki” Leonardos hafi nokkurn tímann verið smíðaður né notaður í stríði þar til í fyrri heimstyrjöldinni. En fyrir nokkrum árum þá var gerð tilraun með að smíða eitthvað af þessum tækjum Leonardos og til mikilla furðu þá virkuði heilmikið af þeim tækjum sem hann hannaði en voru aldrei prófuð eins og t.d. fallhlífin og skriðdrekinn. En árið 1914 í byrjun fyrri heimstyrjaldar þá fengu Bretar þá hugmynd að smíða svona brynvarið farartæki. Margir myndu halda að Bretarnir hafi fengið hugmyndina frá Leonardo en svo var ekki heldur fengu þeir hugmyndina úr smásögu eftir H. G. Wells. Aðal frumkvöðull þess að skriðdrekinn varð til var maður af nafni R. E. Crompton eftir að hann las sögu Wells. Crompton átti í engum erfiðleikum með að koma hugmynd sinni í gegnum Breska þingið og hófust breskir verkfræðingar þegar handa að hanna fyrsta skriðdrekann. Bresku verkfræðingarnir tóku uppá því að setja brynvörn kringum tvo traktora og á brynvörninni voru göt fyrir vélbyssur og eina fallbyssu. En það var einn galli við þetta og það voru bensínavélarnar í traktorunum. Bensínvélarnar juku hættuna á að það myndi kvikna í og hitinn sem vélarnar gáfu frá sér var óbærilegur þannig að það varð gífurlega heitt inní þessum skriðdrekum. En á meðan Bretar bjuggu til svona þunga skriðdreka með fallbyssu þá brynvörðu Frakkar bíla sem höfðu eingöngu vélbyssur á þeim og þar með varð til lítill léttur skriðdreki. Í fyrsta skiptið sem skriðdrekarnir voru notaðir var í nóvember 1917 þá voru aðeins örfáir notaðir en þeir sönnuðu sig samt sem áður með því að vinna sigur á Þjóðverjum. Þegar Þjóðverjar sáu hversu nytsamlegir skriðdrekarnir voru í vígvellinum hófust þeir handa að hanna sína eigin skriðdreka útfrá bresku hönnuninni. En það hlaut að koma að því að skriðdrekarnir mættust í bardaga og sá bardagi átti sér stað þann 24. apríl árið 1918. Þar sannaði breski skriðdrekinn enn og aftur og unnu sigur á Þjóðverjum í fyrsta skriðdrekabardaga sögunnar.

Hernaður á sjó var jafn mikilvægur og hernaður á landi því að um sjóinn sigldu flutnigarskip sem ætluð voru til þess að flytja vistir til landanna sem þurftu á því að halda. Þannig að ef annaðhvor aðilinn sem stóðu í stríði myndu hafa yfirburði á sjó þá væri illt í efni fyrir hinn því að þá gat sá sem yfirburðina hafði komið í veg fyrir að vistir og aðrar nauðsynjar kæmust til óvinarins. Þessa yfirburði voru Bretar með til skamms tíma í fyrri heimstyrjöldinni þangað til að Þjóðverjar byrjuðu á að framleiða kafbáta í miklum mæli. En eins og með margar aðrar hertækninýjungar sem komu fram í fyrri heimstyrjöldinni þá kom hugmyndin um kafbátinn í frelsistríðinu í Bandaríkjunum (eins manns kafbátur sem var kallaður Turtle), en sá kafbátur gat gert ekkert annað en það að kafa. En það var ekki fyrr en 17. febrúar árið 1864 í borgarstyrjöldinni í Bandaríkjunum þegar kafbátnum Hunley tókst að sökkva óvinarskipi í fyrsta skipti í sögunni. Þrátt fyrir fyrsta sigur kafbátarins þá sökk Hunley ásamt fórnarlambi sínu í Charleston höfninni og allir áhafnarmeðlimir Hunleys fórust. Fram til 1890 þegar rafmagnsmótorinn var fundinn upp þá fannst mönnum fram að þeim tíma kafbáturinn vera til engra hluta gagnlegur. En eftir að rafmagnsmótornum var komið fyrir í kafbátunum þá fengu nokkur lönd áhuga á þessari nýju tækni. En með rafmagnsmótor þá gat kafbáturinn aðeins siglt 250 km útá sjó áður en hann yrði rafmagnslaus og orðið vélarvana útá rúmsjó. Þetta leystu menn með þeim hætti að koma fyrir bensínvél í kafbátnum sem endurhlóð rafmagnsmótorinn þegar kafbáturinn var á yfirborðinu og þá jókst ferðageta kafbátarins í meira en 1500 km. Svo árið 1902 þá kom díselvélin til sögunnar og leysti bensínvélina af þar sem díselvélin gaf frá sér mun minni eiturgufur og eyddi mun minna eldsneyti heldur en bensínvélin. En það var ekki fyrr en í fyrri heimstyrjöldinni að Þjóðverjar sýndu fyrstir mátt kafbátarins þegar þeir sigldu gegn breska flotanum og unnu á þeim sigra. Þessir sigrar Þjóðverja á Bretum urðu til þess að breski flotinn hafði ekki eins sterk tök á sjó eins og í byrjun fyrri heimstyrjaldar. Til að sýna fram á hvað kafbátur Þjóðverja var skæður í fyrri heimstyrjöldinni þá sökktu þýsku kafbátarnir (U-bátar) skipum sem vógu samtals 10 milljón tonn en þess má geta aðeinn kafbátur Þjóðverja var undir 1000 tonnum og í lok stríðsins þá voru 334 starfræktir kafbátur í þýska flotanum

Það var í fyrri heimstyrjöldinni þegar þjóðir heimsins kynntust fyrst fyrir alvöru hversu hættuleg efnavopn gætu verið. En það var fyrir rúmum þrjú þúsund árum að menn notuðu fyrst efnavopn eða öllu heldur eitur til hernaðar. Það var þegar Assýrumenn eitruðu vatnsból óvinarins til að auðvelda þeim sigur á óvinu sínum. En þau efnavopn sem við þekkjum í dag eru notaðar á allt annan hátt en fyrir 3000 árum, t.d. með eldflaugum og sprengjum. Þann 15. janúar 1915 notuðu Þjóðverjar fyrstir manna í stríði klórgas á austurvígstöðvunum gegn Rússum. Sú árás gekk engan veginn vel og olli miklum vonbrigðum. Þrátt fyrir vonbrigðin notuðu Þjóðverjar klórgasið aftur en nú á vesturvígstöðvarnar á Breta og Frakka. Sú árás átti sér stað 22. apríl 1915 og gekk sú árás fram úr öllum vonum og varð mikið gagn af. Eftir þetta byrjuðu bandamenn að framleiða gasgrímur (Þjóðverjar gerðu það einnig þegar bandamenn svöruðu fyrir sig með efnavopnum) til að verjast þessum árásum og á sama tíma þá framleiddu þeir einnig klóragas til hernaðar. En ekki leið á löngu áður en Þjóðverjar fundu upp leið til að koma efnavopninu fyrir í járnhylkjum svo að stórskotaliðið gæti skotið efnunum yfir víglínuna. Þegar stórskotaliði skaut efnum yfir víglínuna þá var það yfirleitt merki um að fótgönguliðið væri að fara sækja fram til að veikja andstæðinginn, þessi aðferð var svo notuð af báðum aðilum í stríðinu. Það efni sem gerði mest gagn í þessum árásum var sinnepsgasið sem Þjóðverjar byrjuðu að nota árið 1917. En bandamenn voru ekki lengi að komast yfir efnafræðiformúlu sinnepsgassins og árið 1918 voru báðir aðilar að nota sinnepsgasið í miklum mæli sem varð mest notaða efnavopn fyrri heimstyrjaldar. En eftir fyrri heimstyrjöldina samþykktu fjölmörg lönd að framleiða ekki efnavopn en það stóð stutt því að undir lok seinni heimstyrjaldar þá voru margar þjóðir byrjaðar í efnavopna bransanum á nýjan leik.

Aldrei áður í sögu mannkyns hafa orðið aðrar eins breytingar á hertækni eins og í fyrri heimstyrjöldinni. En sú tækni sem þróaðist í fyrri heimstyrjöldinni hafði ekki aðeins áhrif á nútíma hertækni heldur einnig tækni í okkar daglega líf. Eins og t.d. þá varð gífulega mikil þróun í flugtækninni í fyrri heimstyrjöldinni sem leiddi af sér að það hófst farþegaflug. Hröð þróun vélarinnar varð til þess að flugvélarnar þróuðust svona ört en vélin átti einnig þátt í þróun báta (einnig kafbáta) og bíla. En ekki leiddi öll sú tækni sem var þróuð í fyrri heimstyrjöldinni gott af sér eins og t.d. efnavopnin sem er eitt af hræðilegsut vopnum sem fundin hafa verið upp. En slæm tækni getur samt sem áður leitt af betri tækni eins og hefði vélbyssan hefði ekki verið fundin upp þá hefðu herflugvélin ekki verið fundin upp og því hefði verið mun hægari þróun í flugvélatækni. En stríð í gegnum tíðina hafa oft leitt af sér örari þróun á tækni á ýmsum sviðum eins og t.d. í fyrri og seinni heimstyrjöldinni (t.d. flugskeyti sem fundin voru upp í seinni heimstyrjöldinni var þróun í þá átt að geimskot gátu átt sér stað) og aldrei hefur orðið eins mikil þróun í geimtækni eins og í kalda stríðinu. En er það þess virði að fara í stríð og drepa þess vegna milljónir manna til að spara 30 ár af þróun einhverra tækni sem hefði þess vegna komið fyrr eða síðar?


Aukapunktar: Efnavopnin teljast tæknilega óhefðbundin vopn þó svo að þau séu hefðbundinn í almennum skilningi. Varðandi fyrstu skriðdrekaárásina þá stangast nokkrar heimildir á því að í greininni þá minnist ég á í fyrsta skipti sem skriðdrekar voru notaðir þá á ég við að þetta var í fyrsta skiptið sem skriðdrekarnir voru notaðir í einhverju magni, en í allra fyrstu árásunum þá voru aðeins sendir nokkrir á vígvöllinn.

Þetta verður eflaust nokkuð óþæginlegt að lesa textann því hann er nokkuð klesstur:\

Meðan ég man þá má geta þess að þetta er ritgerð sem ég skrifaði fyrir skólann fyrir nokkrum vikum.


Heimildir

Christopher Chant. 1995. The new encyclopedia of handguns and small arms. 2. útgáfa. Multimedia books limited, London

Brian Johnson. 1998. Classic Aircraft. Channel 4 books, London

Lewis, Edward. O´Brien, Robert og ritstjórar tímaritsins Life. 1967. Skipin. Gísli Ólafsson íslenskaði. Almenna bókafélagið, Reykjavík

Encyclopædia Britannica 4. 1990. „Chemical warfare” bls 160. Ritsj. Philip W. Goetz. William Benton, London

Sir J. A. Hammerton. -1974. A popular history of the great war, volume VI. The fleetway house, London
Ekkert sniðugt hér