Ég var að blaða í grísk-leikrit til forna um daginn og rakst á einhvað skemmtilegasta þríleik sem ég hef lesið. Ég ætla að koma með fyrsta hlutann hér og ef ég fæ góðar viðtökur kem ég með hina tvo.
Þessi þríleikur Óresteia er eftir gríska skáldið Aiskylos (525-455f.kr).

Fyrsti hlutinn heitir Agamemnon. Er þar fjallað um heimkomu Agamemnos konungs úr Trojustríðinu, en hans biðu þau örlög að vera myrtur af eiginkonu sinni Klýmnestru, stuttu eftir heimkomuna. Klýmnestra hataði mann sinn vegna þess að hann hafði fórnað guðunum Ifigeniu, dóttur þeirra, til að fá byr i seglin, svo að sigla mætti til Tróju. Að auki hafði hún tekið sér ástmann í fjarveru Agamamnos.

Þetta er fyrsti hluti þríleiksins í hnotskurn, og hvet ég alla til að lesa leikrit eftir Aiskylos, Sófokles og Evripides. Það er frábær lestur get ég lofað ykkur.
En endilega ef þið viljið heyra annan og þriðja hluta þríleiksins endilega látið mig vita og aldrei að vita nema ég sendi hann inn :)