Hérna eru nokkrir punktar um Seinni heimsstyrjöldina. Vonandi getur einhver notað þá

Seinni heimsstyrjöldin.

Einn hræðilegasti viðburður mannkynssögunnar er án efa Seinni heimsstyrjöldin, en talið er að á bilinu 40 til 50 milljónir manna hafi látist af völdum Seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún stóð frá árinu 1939 til 1945 og börðust þar annar svegar bandamen, það er að segja Bretarland, Bandaríkin, Sovétríkin og Frakkland. En þríveldabandalagið var Þyskaland, Japan og Ítalía. Ætla ég nú að segja frá því helsta sem viðkemur Seinni heimsstyrjöldinni.

Aðdraganda Seinni heimsstyrjaldar má draga af lokum Fyrri heimsstyrjaldar en þar töpuðu Þjóðverjar landsvæðum og svo skömmu seinna skall kreppan á með atvinnuleysi allstaðar. En Fyrri heimsstyrjöldinni hafði lokið með friðarsamningum 1919 sem nefndir eru Versalasamningarnir. En samkvæmt þeim mátti Þýskaland ekki vera með stærri her en 100 þúsund manns og þurfti að láta flota sinn af hendi.

Seinni heimsstyrjöldin hófst þó ekki formlega fyrr en með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939, og sigruðu Pólland á 3 vikum viðhafnarlaust, með foringja sinn Adolf Hitler í fararbroddi. Þýskaland gerði friðarsamning við Sovétríkjunum. Hitler var feginn að þurfa ekki að skipta sér að Rauða hernum, alla vega í bili.
Sovétsmenn unnu einnig landsvæði af Finnum í vetrarstríðinu svonefnda 1939-1940 svo sumarið 1940 hertóku Sovétmenn Eystrarsaltslöndin. En á meðan sátu Bandamenn svo gott sem lamaðir og gátu enga björg veitt. Bretar hindruðu reyndar siglingar Þjóðverja um heimshöfin en það var það eina sem þeir gerðu.
Þann 9. Apríl 1940 réðust Þjóðverjar inn í Noreg en það var hlutlaust land. Einnig tóku þeir yfir Danmörku og það fyrir framan nefið á Bretum. Í Noregi komu þeir upp mikilvægum kafbátastöðvum og flugvöllum og var þetta allt gert til að hjálpa þeim með orrustuna um Atlandshafið.

Þann 10. maí 1940 hertóku Bretar Ísland. Af þeirra sögn var það til að verja landið en í rauninni var það bara til að tryggja Bretum stöðu á Atlandshafinu. 1918 hafði hlutleysi Íslands verið lýst yfir. Ríkistjórnin lét eins og hún væri á móti hernámi en í raun var henni alveg sama.

Þennan sama dag, 10. maí, réðust Þjóðverjar inn í Holland og Belgíu. Bretar og Frakkar fóru strax þessum löndum til hjálpar. En franski herinn þurfti fljótt að hörfa aftur til Parísar. Þjóðverjum tókst þó á innan við sex vikum að taka yfir Holland og Belgíu. Á svipuðum tíma hóf Ítalía stríð við hlið Þjóðverja þar sem þeim þótti þeir hafa verið svikni í Fyrri heimsstyrjöldinni, og sáu nú von um landvinninga við hlið hinum sigurstranglegri Þjóðverjum. Hitler vonaðist til að Bretar myndu semja frið þar sem hann treysti sér ekki til að ráðast inn í Bretland. En hann reyndi það samt og stóð orrustan um yfirráð í lofti yfir Bretlandi frá ágúst 1940 til júní 1941. En Hitler mistókst og lét staðar numið.

Árið 1941 ákvað Hitler að gera árás á Sovétríkin og rauf þannig griðarsáttmálann við Stalín. Þjóðverjum gekk vel til að byrja með enda trúði Stalín þessu ekki, en þegar hann tók við sér tók hann á móti Hitler af fullu afli. Þá hætti Þýskalandi að ganga vel.

Þann 7. desember 1941 réðust Japanir á Pearl Harbour á Hawaii eyjum. En þar geymdu Bandaríkjamenn mestallan sjóher sinn. Japanir ætluðu með þessari árás að granda bandaríska flotanum í einu höggi, en það mistókst. Bandaríkjamenn gengu nú til liðs við bandamenn en Japanir höfðu þegar gengið í bandalag með Þjóðverjum.

Sumarið 1942 var bandamönnum farið að ganga æ verr. Þjóðverjar náðu yfirtökunum í stríðinu um Sovétríkin, og Japanir náðu yfir Austur- Asíu og Kyrrahaf einnig ógnuðu þeir Ástralíu. En árið 1942 urðu straumhvörf í stríðinu og eftir þetta fór að gæta yfirburðar hjá bandamönnum bæði í mannafla og tækjabúnaði. Til dæmis gersiðgraði bandaríski flotinn nánast japanska flotann við Midway á Kyrrahfinu vorið 1942, Bretar rúlluðu yfir þýsk-ítalska herinn við El-Alamein í Egyptalandi og bandamenn náðu þá undirtökunum í Afríku. Þjóðverjar hröktust nú frá Salíngrad í Sovétríkjunum, og sumarið 1943 stigu Bandamenn á land í Ítalíu og samdi þá Ítalía um vopnahlé.

Bretar gerðu nú stöðugar loftárásir á Þýskaland. Í júní 1944 stigu bandamenn á land í Normandí í Frakklandi og flæmdu Þjóðverja út úr Frakklandi, Belgíu og Hollandi. Árið 1945 hrundi Þýskaland saman og 7. maí 1945 gáfust Þjóðverjar upp án skilyrða. Í ágúst 1945 beittu svo Bandaríkjamenn einhverju skelfilegasta vopni sem smíðað hefur verið gegn Japan, kjarnorkusprengjum. Þeir slepptu tveimur og sprakk önnur yfir japönsku borginni Hiroshima og hin yfir Nagasaki. Þá gáfust Japanir loksins upp.

Milljónir létust í þessu hræðilega stríði. Eyðileggingin var gífurleg og ný ógn kom til sögunnar, gereyðingarvopn.