Sælir kæru hugarar.

Ég er að gera ritgerð í sögu um afhverju Þjóðverjar töpuðu seinni heimstyrjöldinni og ég vill bara fá nokkur álit núna. EKKERT SKÍTKAST!!! En allavega here goes
Þjóðverjar byrjuðu stríðið með því að vinna stóra sigra hér og þar um Evrópu og er þar einkum að þakka nýju hernaðartækni Þjóðverja, sem að kallaðist Leifturstríð, eða Blitzkrieg á Þýsku. Og í byrjun stríðs þá höfðu framsýnustu hernaðarsérfræðingar Breta og Frakka áhuga á að beyta þessari tækni en æðstu menn hersins höfðu ekki trú á henni. Adolf Hitler sá hinsvegar einhverja kosti við hana sem að Bretar og Frakkar hafa ekki séð og kaus að nota “Leifturstríðsáætlunina” og hershöfðingi Hitlers, Heinz Guderian, sérhæfði herinn í þessa áætlun. Leifturstríðsáætlunin krefst mjög náinnar samvinnu flugvéla og landgönguliðs þar sem hraði og
herstyrkur fer saman.

Árangurinn byggðist einkum á sálfræðilegum áhrifum árásarinnar á hermennina, og einnig leifturhraði árásarinnar ruglaði hermennina í ríminu og náðu þeir ekki að skipuleggja varnir sínar nógu og fljótt vegna hraða árásarinnar.
Og Hitler stakk Stalín í bakið með að ráðast á Sovétríkin, þrátt fyrir samning þeirra tveggja, og vann í fyrstu innrásinni á Sovétríkin um sumarið 41 en áætlun Hitlers um að ná Sovétríkjunum á sitt band fyrir veturinn klikkaði. Þetta var mun kaldari vetur en búist var við og voru Þýsku hermennirnir vanbúnir í svona kulda, en Sovéski herinn, undir stjórn Georgys Konstantinovich Zhukovs sem var einn færasti herforingi Stalíns og var snillingur í að berjast í svona snjó, og herinn sem var þjálfaður til þess líka náði að gersigra vanbúinn og örmagna her Þjóðverja. Þjóðverjar sem byggðu áætlun sína á skjótum sigri náði ekki að ganga fram þarna þar sem að Sovétmenn náðu núna að
undirbúa sig fyrir árásina.
Eftir ófarirnar í Sovétríkjunum rak Hitler flesta af bestu herforingjum sínum og fór að skifta sér meira að hernum og jafnvel að minnstu smáatriðunum.

Afleiðingarnar komu fljótt í ljós og sýnilegast í ósigrinum í Stalíngrad sem var um ári seinna og má eiginlega segja að eftir það hafi Þjóðverjar ekki átt sér viðreisnarvon í stríðinu. Líka þegar Þjóðverjar voru orðnir fáliðaðir í hernum þá jókst alltaf fjöldinn í Sovéska hernum.
Og ekki skánaði staða Þjóðverja eftir að Bandaríkjamenn, mesta iðnríki heims, hófu að taka þátt í stríðinu núna af fullri alvöru eftir árás Japana á Pearl Harbour, eða Perluhöfn á góðri Íslensku. Þarna þá voru Bandaríkjamenn með rosalega mikla fjöldaframleiðslu og náðu þeir að eyðileggja mikið af iðnaði Þjóðverja með óhemjumiklum sprengiárásum á Þýskaland.
Svo sona í endann þá er rétt að nefna vinnu svokallaðs Ultra-hóps, en hann vann við dag og nótt við að reyna að brjóta niður dulmálslykil Þjóðverja og gátu bandamenn þannig lesið öll skilaboð óvinanna, sem voru að meðaltali um 2000 á dag.
Talið er að starf þessa hóps hafi stytt stríðið um 4 ár og bjargað ótal mannslífum. En afrekum hópsins var leynt fram til ársins 1974.