Í fyrri hlutanum skrifaði ég um Genghis Khan, árás hans í Kína og tildrög stríðsins við Khwarezam. Khwarezam var múslímsk veldi og konungurinn hét Shah Mohammed.


Qtrar var borg vörð með veggjum. Þetta var ekkert vandamál fyrir mongólana því að í Kína náðu þeir höndum sínum yfir mörg vopn til að brjóta niður varnir og herdeildir og menn til að nota vopnin. Kínverjarnir gátu líka búið til sprengjur úr byssupúðri og járnkúlum. Mongólarnir voru líka með svona vopn og þeir höfðu verið með svona vopn í yfir 1000 ár en þeir voru með mun frumstæðari vopn. Loksins hófst bardaginn og með varnarskothríð hófu “skóflumenn” að grafa göng undir veggi óvinanna. Stórum stigum var komið fyrir upp við veggina meðan hliðin voru lamin með trjádrumbum.
Bæjarstjórinn vissi hvað myndi bíða hans ef borgin félli. Hann barðist bak við bak með mönnum sínum, sem héldu Mongólunum frá í mánuð. Svo loks þegar borgin féll flúði hann til kastalans og barðist meir. Á endanum kláruðust örvarnar en þeir ætluðu ekki að gefast upp. Þeir tóku múrsteina og hentu niður og af því hlaust mikill skaði. En að lokum féll borgin og settu sigurvegararnir fangana í leðurstrengi og drápu þá með frumstæðum brókingum. Bæjarstjórinn var sentur til Genghis Khan og fyrirskipaði hann að bæjarstjórinn skildi deyja. Hann var drepinn með því að hella sjóðheitu silfri í eyrun og augntófturnar. Sagt er að hann hafi grenjað margar klukkustundir eftir sinn eigin dauða.
Önnur mongólsk hersing undir stjórnar Jochi sátu um kastalann í borginni Sighnaq og þeir heimtuðu skilyrðislausa uppgjöf. Þegar því var ekki fullfyllt gerði hann árás. Þegar hún var búinn þá fyrirskipaði Jochi að opna alla hálsa bæjarbúa.
Þriðja hersingin undir stjórn Alaq-Noyan, gerði árás á Banakat vestan við Tashkent. Eftir þrjá daga voru tyrknesku málaliðarnir sem vörðu borgina vælandi um frið. Þegar mongólanir komu inn í borgina voru allir borgarbúarnir gerðir að þrælum. Allir smiðir o.s.frv. voru sentir til hersveita eða sentir aftur til Mongólíu; konunum var dreift milli ættbálka Mongólíu. Flestir þrælarnir áttu að verða menskur skjöldur.


Næsti hluti verður skemmtilegri.

Heineken - Heineken.