Var að skrifa ritgerð fyrir sögutíma í skólanum og langaði að fá ykkar álit á þessari ritgerð. Vinsamlegast komið með athugasemdir: t.d. staðreindavillur., ártalsvillur., stafs. villur o.f.l. Með fyrirfram þökk Elvar a.k.a. Earl



Gangur
seinni heimsstyrjaldarinnar
1939-1945.


Baráttan um Evrópu:

Margir segja að seinni heimsstyrjöldin hafi byrjað vegna þess að Hitler hafi verið klikkaður og stríðsóður og að hann hafi bara einn daginn ákveðið að ráðast á löndin í kringum sig af engri ástæðu. En seinni heimsstyrjöldin var eiginlega eftirmáli fyrri heimsstyrjaldarinnar, eftir fyrri heimsstyrjöldina lá Þýskaland í svo miklum skuldum að það hafði ekki við því að borga skuldirnar. En loksins þegar það var að komast upp úr skuldunum með gífurlegri vinnu, skall kreppan á. Þegar kreppan kom gáfu Þjóðverjar upp alla von, og á svona tíma þar sem það var engin von eftir hjá þjóðverjum, þá var þeim alveg sama hver kæmist til valda. Þannig komst Hitler til valda.
Hitler hafði á nokkrum árum gert allt það sem hann hafði lofað Þýsku þjóðinni. (Mat, vinnu og húsaskjól), hann innleiddi herskildu á ný og fór að krefjast aftur landsvæðanna sem höfðu verið tekin af Þýskalandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann gerði þetta aðeins með samningum en ekki hernaði. Þetta fór allt friðsamlega fram og Þýskaland fékk aftur landssvæðin sem höfðu verið tekin af þeim. Hann gerði einnig bandalag við Ítalíu og Japan og voru þessi þrjú ríki kölluð Öxulveldin. Einnig gerði hann griðarsáttmála við Sovétríkin. Hitler tók Austurríki inn í Þýskaland og síðan heimtaði hann þau héruð þar sem þýskumælandi fólk bjó í Tékkóslóvakíu og fékk þau en tók svo afganginn með hervaldi. Svo heimtaði hann Pólland en Vesturveldin neituðu því. En Hitler var alveg sama og réðst inn í Pólland þann 1. september 1939 og tók það á aðeins þrem vikum með hervaldi. Sovétríkin réðust svo inn í Finnland og tóku Eistrarsaltslöndin.
Þann 9. apríl 1940 réðust Þjóðverjar á Noreg og byggðu þar mikilvægar kafbáta- og flugherstöðvar í stríðinu um Atlantshafið, og á sama tíma tóku þeir Danmörku. Þann 10. maí 1940 réðust Þjóðverjar inn í Belgíu og Holland, Frakkar og Bretar fóru með heri þangað til að reyna að hjálpa Hollendingum og Belgum. En þýski herinn var of sterkur og tókst að sundra herunum þeirra. Franski herinn hörfaði til Parísar en sá Breski lokaðist inni á strönd Ermasunds við Dunkerque. Bretar sigldu með flotann sinn þangað og rétt tókst að bjarga hernum, en það kostaði þá mikið af hergögnum. Hitler vonaðist nú til þess að Bretar myndu gefast upp og ganga að skilmálum hans. En Bretar voru seigari en hann hélt, þeir gáfust ekki upp, hann þorði ekki að fara með landgöngulið inn í Bretland og Breski flotinn var gífurlega sterkur. Árið 1941 rauf Hitler friðarsáttmálann við Sovétríkin og réðst inn í Rússland. En það sem mætti Þýsku hermönnunum þar var Rússneski veturinn sem er gífurlega kaldur. Þeir komust ekki lengra en að Moskvu og Leníngrad og urðu að hörfa þaðan. Margir urðu hinsvegar eftir og dóu þar úr kulda og hungri. Eftir þessa innrás gengu Sovétríkin til liðs við Vesturveldin. Bandaríkjamenn gengu síðan til liðs við þessi þrjú veldi eftir að Japanir réðust á flotastöð þeirra í Pearl Harbor og var þetta bandalag kallað Bandamenn. Bretar urðu að hörfa að ósum Nílar í Afríku undan fastri sókn Ítala og Þjóðverja. Þjóðverjum og Ítölum gekk allt í haginn en Bandamenn töpuðu hverri orustunni á fætur annarri og ekkert gekk hjá þeim.
En núna fór að bera á yfirburðum bandamanna bæði í mannafla og herbúnaði. Þýsk-ítalski herinn tapaði fyrir þeim Breska við El-Alamein í Egyptalandi vorið1942. Þýsku hersveitirnar í Stalíngrad í Rússlandi urðu að gefast upp, Bandamenn ruddust inn í Ítalíu og Ítalar sömdu um vopnahlé. Mörgum kafbátum Þjóðverja var sökkt á hverjum degi í Atlantshafi. Þýskaland sjálft sætti miklum loftárásum Breta og Bandaríkjamönnum. Í júní 1944 gengu hersveitir Bandamanna á land í Normandí á Omaha strönd á deigi sem hefur verið kallaður D-dagurinn (D-day), og ráku alla Þjáðverja út úr Frakklandi, Belgíu og Hollandi. Vorið 1945 gáfust hersveitir Þjóðverja upp í Þýskalandi og Þýskaland gafst upp án nokkurra skilyrða 7. maí 1945. Þá hafði Hitler skotið sig í höfuðið í loftvarnarbyrgi þegar hann sá fram á að ósigur væri óumflýanlegur.


Baráttan um Kyrrahafið:

Bandaríkjamenn voru ekki nógu varir um sig í Kyrrahafinu og vöknuðu margir við þær fréttir að það væri búið að granda nærri öllum flota þeirra í Kyrrahafinu þann desember 1941 og að fjölmargir menn hafi farist.
Japanir réðust á flotastöð Bandaríkjamanna í Pearl Harbor þann 7. desember 1941. Bandaríkjamenn höfðu ekki hugmynd um að Japanir hygðust ráðast á þá og þannig komu Japanir þeim í opna skjöldu með þessari hörðu árás. Bandaríkjamenn komu ekki við neinum vörnum. Með þessari árás gengu Bandaríkjamenn til liðs við Bandamenn í Heimsstyrjöldinni. Japanir hugðust granda öllum flota Bandaríkjamanna með þessari árás, en það tókst ekki hjá þeim, en þeir náðu samt að granda stórum hluta hans.
Japanir uppgötvuðu að þeir höfðu ekki eyðilagt allann flotann og ætluðu að klára verkið við Midway í Kyrrahafinu. Bandaríkjamenn komust hinsvegar yfir dulkóðaða sendingu þar sem Japanir sögðu Þjóðverjum frá fyrirætlunum sínum. Bandaríkjamönnum tókst að leysa dulkóðann og voru því tilbúnir þegar Japanir komu. Þeir komu þeim á óvart og sökktu næstum öllum skipum Japanska flotans. Þessi orusta var mjög mannskæð fyrir báða aðila og aðeins 2 af 46 tundurskeytaflug- véla flugmönnum Bandaríkjamanna snéru aftur á sundurskotinni flugvél og rétt náðu að lenda áður en hún sprakk í loft upp.
Eftir orustuna um Midway snérist gæfan Bandaríkjamönnum í vil og þeir tóku yfir hverja Kyrrahafseyjuna á fætur annarri í átt til Japans. Japanir neituðu að gefast upp þótt að þeir vissu að þeir væru búnir að tapa. Í ágúst 1945 notuðu Bandaríkjamenn hryllilegasta gjöreyðingarvopn sem til er, kjarnorkusprengjuna, og sprengdu tvær borgir (Hirosima og Nagasaki) í loft upp. Þá gáfust Japanir loksins upp.
Við þetta lauk seinni heimsstyrjöldinni. Milljónir manna höfðu dáið og eyðileggingin var gífurleg.