Ég ætla hér að demba á ykkur ritgerð sem ég þurfti að gera í sögu.
Endilega gefið mér hreinskilið álit.

Inngangur

Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um Kalda stríðið, aðild Sovétríkjana og aðild Bandaríkjanna að Kalda stríðinu. Einnig ætla ég að fjalla aðeins um hvernig lok Kalda stríðsins urðu og hvenær það náði hámarki. Ég ætla að svara því hvernig var barist og hvar.






Hvernig stríð var Kalda stríðið

Kalda stíðið var alls ekki ósviðað því þegar tveir litlir strákar eru að leika sér og metast um hver átti flottari leikföng. Í þessu tilviki voru þau mál ekki úrskurðuð með nokkrum spörkum og hártogum. Í þessu tilviki gátu afleiðingarnar þýtt endalok heimsins. Sovétríkin og Bandaríkin voru stöðugt að þræta. Stalín sem var leiðtogi Sovétríkjanna, var mjög tortrygginn gagnvart Bandaríkjunum og hann treysti þeim jafnlang og hann gat hent þeim, sem var mjög stutt. Stalín sakaði Bandaríkin um að vinn leynt og ljóst gegn hagsmunum Sovétríkjanna. Bandaríkjamönnum fannst að Sovétmenn hegðuðu sér barnalega og ósanngjarnlega. Sovétmenn voru sakaðir um að ráðskast með örlög annara þjóða í Austur-Evrópu og reyna að stækka veldi sitt og reyna að leggja allann heiminn undir Sovétríkin. Í stuttu máli var Kalda stríðið einfaldlega kapphlaup milli tveggja þjóða um völd og frægð


Sovétríkin

Þegar Stalín dó árið 1953 varð maður að nafni Nikita Krústjov æðsti valdhafi Sovétríkjanna en Nikita hafði einmitt verið náinn samstarfsmaður Stalíns og var því eiginlega sá rétti í starfið. Nikita trúði mjög mikið á ágæti Kommúnismans og fleygði hann einmitt þessum fleygu orðum í andlitið á Bandaríkjamönnum.
“Við munum jarða ykkur” voru hans nákvæmu orð og hann átti við með þessu að eftir nokkra áratugi mundu Sovétmenn verða komnir langt fram úr Bandaríkjamönnum. Mörg lönd studdu Sovétríkin í þessu stríði og gerðu þau það að mestu leiti vegna hræslu við þetta vaxandi stórveldi. Þessi lönd voru meðal annars Norður-Kórea, Víetnam og Kúba.

Vesturveldin

Á meðan Stalín ríkti í Sovétríkjunum þá ríkti Harry S. Truman í Bandaríkjunum. Hann ríkti frá 1945-1953. Hann tók harðara á Stalín en forveri hans, Roosevelt. Truman sagði að Bandaríkin yrðu að breyta stefnu sinni. Truman sagði að stefna Bandaríkjanna væri að Bandaríkin myndu styðja frálsar þjóðir sem börðust gegn öðrum vopnuðum þjóðum sem reyndu að undiroka þær. Þessi stefna varð síðar nefnd Trumankenningin og var stefna Bandaríkjanna í mörg ár sem á eftir fylgdu. Truman lét af embætti 1953 en það var ekki fyrr en 1961 sem að John Fitzgerald Kennedy tók við stjórn en á meðan hann var við völd í Bandaríkjunum komst á samkomulag sem varð til þess að Kalda stríðið væri senn á enda.

Eldflaugakapphlaupið

Eldflaugakapphlaupið byrjaði ekki sem kapphlaup um að sigra geiminn heldur hver væri á undan að komast í sem besta stríðsaðstöðu. Árið 1952 sprengdu Bandaríkja menn fyrstu vetnissprengjuna og ári síðar voru Sovétmenn búnir að jafna leikinn . Sovétmenn voru síðan á undan að smíða langdrægar eldflaugar sem gerði þeim kleyft að senda kjarnavopnin sín hvert sem er. Svona hélt leikurinn áfram og árið 1950 áttu Bandaríkjamenn 298 atómsprengjur og um það bil fimm árum sienna voru þeir komnir upp í 2.422 atómsprengjur og svona hélt þetta áfram þangað til 1962. Þá var tala Bandaríkjamanna yfir kjarnavopn kominn í hvorki meira en 27.100 kjarnavopn. Ári áður eða 1961 Nikita Krústsjov að Sovétríkin hefðu nýlega sprengt öflugustu sprengju sem sögur fara af og krafturinn sem kom úr þessari gífurlega öflugu sprengju hafi samsvarað 50 milljón tonnum af TNT-sprengiefninu sem er meira en allt sprengiefni síðari heimstyrjualdarinnar samanlagt. Tilgangurinn með þessari sýnimennsku var einfaldlega sá að báðir aðilar vildu vera svo vel vopnum búnir að hinn aðilinn þyrði ekki að gera árás því að þá ætti hann í vændum algera tortímingu.
Kalda Stríðið náði síðan hámarki þegar Bandaríkjamenn komust að því í október 1962 að Sovétmenn voru að setja upp eldflaugaskotpalla fyrir stuttdrægar eldflaugar á Kúpu. Í Hvíta húsinu varð allt vitlaust því að allir vissu hver ætlun Sovétríkjanna var með þessu. John Fitzgerald Kennedy var mikið í sviðsljósinu í Kúpudeilunni og ákvað hann ásamt herráði sínu að setja hafnarbann á Kúpu. Í þessu banni fólgst að ekkert skip frá Sovétríkjunum mátti fara í gegnum hafnarbannið og litlu munaði að nokkur skip komust í gegn. En þegar eitt skip Sovétmanna náði að laumast í gegnum hafnarbannslínuna varð allt vitlaust. Nær öll skip Bandaríkjamanna sem voru að passa hafnarlínuna fóru á eftir þessu eina skipi og náðu að stöðva það og snúa því við. Sovétmenn og Bandaríkjamenn komust síðan loksins að samkomulagi sem fólgst í því að ef að Bandaríkjamenn mundu virða fullveldi Kúpu.
En færri vissu að í leynisamningi féllust Bandaríkjamenn á það að fjarlæg bandarískar eldflaugar frá Tyrklandi sem var rétt við landamæri Sovétríkjanna. Og þar með lauk Kúpudeilunni.


Að sigra geiminn.

En það var ekki bara barist á jörðu niðri. Vetvangur Kalda stríðsins náði mikið lengra. Reyndar náði hann mörg hundruð þúsund kílómetrum lengar. Það sem var næst á dagskrá fyrir þessi tvö stórveldi var að sigra geiminn.
Þetta byrjaði allt þegar Nasistarnir í Þýskalandi skutu sinni fyrstu V-2 eldflaug, October 1942. Þessi eldflaug byggð til að geta sprengt upp skotmörk sem voru í mikilli fjarlægð. Þessar V-2 eldflaugar gátu borið meira en eitt tonn af sprengiefni og gátu komist 150 mílur á aðeins fimm mínútum, þannig að þetta vopn sannaði sig sem vopn allgjörrar tortímingar. Þegar Seinni heimstyrjuöldinni lauk náðu bæði Bandaríkin og Sovétríkin teikningum af þessum eldflaugum og notuðu þær í baráttu sinni um að ná yfirráðum í geimnum. Reyndar vildu Bandaríkjamenn ekki nota þessar eldflaugar til að ná yfirráðum í geimnum heldur til að byggja betri sprengjur. Bandaríkjamönnum snérist fljót hugur þegar Sovétmenn skutu geimfarinu Sputnik á loft og þá hófst fyrst baráttan um að sigra geiminn. Og þetta var mjög hörð barátta. Sovétmenn urðu fyrstir til að koma lifandi veru út í geiminn en það var tíkin Laika sem dó í þeirri ferð vegna þess að geimfarið var látið brenna upp í himinhvolfinu. Sovétmenn urðu líka fyrstir til að koma manni á braut um jörðu en það var geimfarinn Júrí Gagarín og varð heimsfrægur fyrir þennan merka áfanga og var álitinn þjóðhetja fyrir vikið. John Fitzgerald Kennedy, forseti Bandaríkjana lofaði að þjóð sinni og alheimnum að Bandaríkin mundu ná að koma manni á tungli áður en 7. áratugurinn var liðinn.
Það tókst árið 1969 þegar Apollo 11 lenti á tunglinu með þeim félögum Edwin Aldrin, Michael Collins og Neil Armstrong. Neil Armstrong setti fyrstur manna fæti niður á tunglið og sagði þessi fleygu orð í kjölfarið “Eitt stutt skref fyrir manninn, eitt risaskref fyrir mannkynið.







Lokaorð

Hetja Kalda stríðsins var að mínu mati John F. Kennedy. J.F.K. og herráð hans náðu að enda Kúpudeiluna á friðsamlegan hátt og komu þar með í veg fyrir heimsendi. J.F.K. var síðan myrtur í Dallas, 22 nóvember árið 1963 og morðinginn fannst aldrei þótt að maður að nafni Lee Harvey Oswald var ákærður fyrir verknaðinn. Margar samsæriskenningar hafa verið settar fram í kjölfar þessara hræðilegu atburða.
Íslenska NFL spjallsíðan