Góðan daginn.

Eins og vonandi mörg ykkar hafa tekið eftir þá átti sér stað skelfilegur atburður þegar notandinn jerico tók líf sitt fyrir skömmu.
Mikið hefur verið talað um þetta mál -HÉR- og einnig kominn upp söfnunarsjóður tengdur honum en nánar er talað um það -HÉR-

jerico sendi inn kork um daginn þar sem hann var að létta af sér og segja frá sínu vandamáli. Það er búið að koma fram að hann hafi verið lesblindur og það hafi háð honum mikið í lífinu.
En að Hugarar geti ekki litið framhjá stafsetningunni hjá honum og beinlínis “ráðist á hann” með orðum er alveg óásættanlegt. Hann var búinn að svara einhverjum af þeim sem settu út á stafsetninguna og bað þá aðila að hugsa um innihald korksins í staðinn fyrir stafsetningarvillurnar.
Ég fékk einmitt ábendingu þegar þessi þráður var nýkominn inn að mikið hafði verið sett útá stafsetninguna og ég eyddi þeim svörum strax. Ég hef ekki eytt meiru en því og ætla ekki að gera það strax.
Þráðinn má skoða í heild sinni -HÉR-

En málið er að eftir þennan atburð þá er ég og margir margir fleiri komnir með uppí kok af allri gagnrýni sem er hér inná Huga, á öllum áhugamálum, útaf stafsetningu.
Dæmið með jerico sýnir að orð særa meira en marga grunar og ég vil biðja notendur um að sleppa því frekar að svara heldur en að setja útá stafsetningu.

Hér eftir verður tekið mikið mikið harðara á allri svoleiðis gagnrýni hér á /romantik og viðvaranir sendar út undir eins. Ef einhver lætur ekki segjast þá verður sá hiklaust bannaður.
Svo ég vona að allir fari að hugsa vel hvað þeir segja í framtíðinni.

Ég vil taka það fram að ég er ekki að kenna notendum um að hann hafi tekið líf sitt. En það er alveg ljóst að sum svör sem hann fékk hafa ekki hjálpað til. Fáir hefðu getað séð þetta fyrir, en ég vona að fólk hugsi um þetta í framtíðinni.
Einnig vil ég þakka þeim sem svöruðu honum almennilega, það má ekki taka það frá þeim


Ég vil einnig minna á styrktarsjóðinn sem kominn er upp fyrir hann, en nánar má lesa um það -HÉR-

Hvíldu í friði jerico

- Stec