Halló, ég er tvítugur strákur. Ég er fínn gaur, talinn vera fyndinn og opinn, á fullt af vinum, stelpum og strákum, í skóla og vinnu og eigin íbúð og alles.

Ég er feitur og líkamlega óaðlaðandi, enginn Quasimodo en samt alveg.. já, ég hef allavega aldrei verið í sambandi og er það picky á kvenmenn að ég fæ ógeðslega sjaldan að ríða.

Vandamálið er að ég verð alltaf hrifinn af stelpum sem eru góðar vinkonur mínar, við erum oft saman en aldrei í neins konar kynferðislegum tilgangi, því þessar stelpur eru oft alveg ‘top notch’, meðan ég er … ég.

Núna er ég oft að tala við þessa stelpu sem er vangefið falleg en samt frekar lokuð svo hún er ekki oft með gaurum. Mér finnst við passa fullkomlega saman, soulmate-lega séð. Sama tónlist, sömu myndir, sami húmor, oftast sammála og með sömu skoðanir en auðvitað ekki alltaf því það væri óheilbrigt. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ef ég segi henni að ég er hrifinn af henni, mun það ekki bara skemma vinasambandið okkar? Ég er búinn að reyna að ýja að því, en veit ekki hvernig ég á að fara að því án þess að skemma neitt/án þess að virka creepy.

Þetta lætur mér líða illa að innan, síðast þegar þetta gerðist þá gerði ég netfang hjá vísi og fór að senda manneskjunni tónlistarmyndbönd og valdar línur úr myndböndunum, sem mér fannst rómantískt en henni hefur örugglega fundist TONN creepy þó hún hafi aldrei svarað mér. Svo fjaraði það út eftir alveg, hálft ár eða eitthvað, og núna er ég hrifinn af annarri svona stelpu, en ég hef aldrei verið SVONA hrifinn áður.

Hvað skal gera? Nenni ekki að vera pathetic og sætta mig við stelpu í mínum gæðaflokk útlitslega séð nema hún hafi magnaðan persónuleika, en ég hef ekki ennþá hitt ljóta stelpu með svipaðan persónuleika og ég, þá myndi mér líklega ekki finnast hún ljót lengur, eða hvað?