Hef seinustu ca. 2 vikur verið að tala við stelpu sem ég er virkilega hrifinn af, jafn gömul og ég..

Get nú ekki sagt að hún búi í göngufæri frá mér, reyndar tekur slatta tíma að taka strætó til hennar og oft mikið að gera hjá henni svo ég hef ekki hitt hana nema 2svar á seinustu 3 vikum (kynntist henni fyrr í sumar en hef verið að tala áberandi mikið við hana seinustu 2 vikur)
Hitti hana í fyrradag og það var bara frekar rólegt kvöld, gerðist ekkert nema bara við vorum að spjalla um hitt og þetta fórum e'ð út og svona.

Ég hef aldrei verið með stelpu áður (nema bara í 6. bekk og það var vbmm á msn) og er frekar klaufalegur í svona málum, hef enga reynslu og veit ekki hvað skal gera næst.
Bara talað við hana á msn, sms og hringt en hitt hana örsjaldan og hún treystir mér allveg fyrir hverju sem er og allt svoleiðis og ég henni en hvað á ég að gera næst ?
Ég vil helst ekki tala um svona mál við hana á msn eða eitthvað svoleiðis finnst það allt of kjánalegt en ég er líka rosalega feiminn þegar kemur að svona dóti og það er kannski ástæðan fyrir því að þessi kvöld sem ég hef hitt hana hafa verið frekar “tómleg”.
Eitthvað sem ég get gert eða sagt sem væri svona smá hint til að hún kannski átti sig betur á því að ég vil eitthvað meira en bara vináttu? og hvernig væri best að koma því frá sér og við hvernig aðstæður?

Þegar ég hitti hana seinast vorum við eitthvað bara uppí rúmi að spjalla um daginn og veginn en ég fékk mig aldrei til að fara á “næsta skref” t.d. færa mig nær henni, faðma eða tala um eitthvað meira “spennandi” ef þið fattið hvað ég meina.


Vonandi að einhver hér geti komið með smá tips :)
Erum bæði 16 ára..