Jæja Hugarar… smá spurning,
Hefur eitthvert ykkar verið í sambandi sem ykkur líður vel í, þið elskið hinn aðilan, en samt er komin svolítill leiði í sambandið og ykkur langar að vera frjáls í smá tíma… Prófa eitthvað annað eða bara vera á lausu í smá tíma…
En
Þið getið ekki fengið ykkur til að særa hinn einstaklingin sem þið eruð með svona mikið, vegna þess að þið elskið hann svo mikið og mynduð ekki vilja eyðileggja hamingjuna fyrir honum, því hann er ótrúlega hamingjusamur og vill ekkert annað…

Og það er ekkert að honum. Hann er æðislegur, góður, fyndin, sætur, fallegur, yndislegur og þið elskið hann endalaust…
En viljið samt bara prófa eitthvað nýtt (og mynduð helst vilja geta fryst aðilan sem þið eruð með svo hann væri alltaf til staðar ef ekkert annað myndi ganga upp fyrir ykkur) sem er náttúrulega óraunhæf beiðni á allan hátt…

Er einhver að skilja hvað ég er að fara? Er það bara asnaskapur að vilja fara frá einhverju jafn æðislegu? Þó manni langi alltaf pínu að prófa eitthvað annað?

Endilega reynið að svara þessu bulli í mér…



Bætt við 5. maí 2009 - 13:42
Ég vill benda á að mín ósk er sú að hann gæti haldið áfram að vera hamingjusamur þó við værum ekki saman…
Því ég vill ekki að hann særist.

Þetta með “frystinguna” var nú bara smá grín, myndi aldrei ætlast til þess að hann myndi bíða eftir mér á meðan ég væri eitthvað að explora… Ekki séns!

Vandamálið er að ég vill hann til æviloka, en vill prófa eitthvað annað líka (hann er eini strákurinn sem ég hef verið í svona sambandi með)
He who wants a rose must respect the thorn…