…kærasta! Ohh… mig langar svo að byrja með einhverjum strák sem er frábær.

Einhver sem er góður, hugulsamur og hugsar vel um mig og kemur betur fram við mig en allt annað.

Einhver sem fær mig til að hlæja.

Einhver sem að fær mig til þess að vera ég sjálf í kringum hann og elskar mig á þann hátt og ég er.

Einhver sem er stoltur af því að vera með mér og vill sýna öllum hversu frábæra kærustu hann á.

Einhver sem vill vera með mér, en vill samt sitt privacy. (Þá myndi ég virða það.)

Einhver sem væri til í að vaka alla nóttina og tala við mig um allt og ekkert.

Einhver sem elskar mig.

Einhver sem hugsar vel um sig (hreinlætislega) og það skaðar ekki að hann sé vel vaxinn eða myndarlegur.

Einhver sem að er þetta ALLT og er á mínum aldri!

Er hann þarna úti??

Bætt við 17. mars 2009 - 21:58
Komu margar spurningar um hversu gömul ég er.
Ég er 16 ára.

Ég sætti mig ekki við hvað sem er (dæmið mig fyrir það)!
Já, ég væri alveg til í e-n rosa sætan strák sem að notar gel og fer í ljós og allt það dóterí, á meðan hann er góður og yndislegur og hefur sömu áhugamál og ég og hlustar t.d. á sömu músik og ég.

Og dæmið mig líka fyrir það að hafa valið það að kynnast ekki strák sem gæti alveg verið fínn, en mér leist ekkert á hann bæði útlitslega og vegna þess að hann var alltof gamall.

Ég veit að hugmyndirnar mínar sem ég hef fyrir “ást” séu mjög ömurlegar og dramatískar og ég þurfi að koma mér útúr bíómynda-ruglinu og bla, bla, bla… En ég vil komast að því sjálf að þessu hugmynd mín sé ekki raunveruleikinn.

En eitt í viðbót; ég er stolt af þeirri manneskju sem ég er og ég get viðurkennt að ég hef mína galla þegar það kemur að því að dæma eftir útliti. Þannig hefur bara “samfélagið” alið mig upp.

Takk fyri