Ókey þessi þráður varðar ekkert um mig Og Laddis.

Það sem ég hef verið að spá svolítið í er þetta allt saman “ég elska Þig Jón” (bara dæmi) sem fólk er að pósta á facebook eða heita á msn(allt í lagi að hafa hjarta eða rós í nafninu) og svona. En svona lagað finnst mér bara vera algjört feik, Að þurfa alltaf að auglýsa hvað þau elska hvort annað, ókey þetta gera nánast allir svona fyrstu 2-3mánuðina. ókey með það þið eruð ný byrjuð saman og jaríjarí, En þegar fólk er að verða búin að vera saman í meira en ár þá VEIT fólk að þið eruð ástfangin og elskið hvort annað! þurfið ekkert alltaf að vera að auglýsa það á klukkutíma fresti! það finnst mér bara líta þannig út að þau séu ekkert ánægð með það að vera með hinni manneskjunni og eru bara að gera upp “feik” upplýsingar svo ykkur lýði betur. Því auglýsingar eru bara til að sannfæra fólk um að hlutirnir séu réttir þó þeir séu það ekkert endilega.

kanski meikar þetta ekkert sens hjá mér, en endilega segiði hvað ykkur finnst um svona?

(og ef það eru stafsetningarvillur þá látið það bara eiga sig)
=)