Ég ætla að byrja á því að minna fólk á að þetta er bara mín hlið á málunum! Og minna ykkur á að það eru fleirri en ein hlið að hverju máli, Því ég vill ekki láta kærastann minn líta neitt illa út, og aukþess þá hef ég ekki hans hlið að þessu máli.. Þrátt fyrir tilraunir til að ræða málin við hann.. en allavega ég verð að koma þessu frá mér.
——-

Ég er vanalega ekki afbrýðsöm týpa, jújú ég hef náttúrulega fundið fyrir afbrýðsemi en ekki í neinum miklum mæli eða neitt sem að heftar mér eða einhverjum öðrum.
En upp á síðkasstið hef ég fundið fyrir ofsalegri afbrýðsemi varðandi kærastann minn.

Svo virðist vera að svokallaða “nýjabrumið” sé löngu farið sem er alveg skiljanlegt. En hvað tekur við ?

En allavega þá er málið það ég er ekki tilfiningalega fullnægð. Ég er orðin að einhverju rosalegu leyndamáli fyrir nýju vinum hans og vinkonum! Hann er nánast ALLTAF of upptekinn fyrir mig! (þó ég búi eiginlega heima hjá honum) að þá fæ ég einfaldlega engan tíma með honum.

Hann fer út nótt sem dag að hitta alltaf þessa sömu stelpur, Kemur svo heim og fer beint í tölvuna að tala við þær þangað til þær fara að sofa eða þurfa fara einhvert.
Eða er í einhverjum tölvuleik þangað til að þær koma á msn.
Hann nennir varla að svara smsum frá mér en svarar öllum smsum frá þeim.
Ég fer aldrei og geri neitt, en svo loksins þegar ég er búin að ákveða að kíkja út þá er það ekki ÆSKILEGT að ég fari út.
Annaðhvort eru þeir sem ég er að fara hitta “troublemakers” eða það að það sé komið kvöld og ekki æskilegt að ég fari út svona seint, afþví að ég er ólétt og varnarlaus!

Og einstöku sinnum þegar ég hef plön þá allt í einu vill hann ofsalega mikið vera með mér. Og svo þegar ég aflýsi mínum plönum til að vera með kærastanum, að þá verður svo gottsem ekkert úr því!

Um daginn reyndi ég smá að ræða við hann um að ég þurfi meiri athygli frá honum og vilji líka gera eitthvað með honum. Það þurfi ekki að vera mikið, ég vilji bara eiga smá tíma með honum.
Hann tók vel undir það að gera eitthvað með mér, en gat ekki fundið neinn tíma fyrir mig fyrr en um ANNAÐ KVÖLD KLUKKAN HÁLF TVÖ AÐ NÓTTU!

Hann var að fara hitta stelpurnar fyrr um daginn og vera með þeim til klukkan 11 hálf 12 að miðnætti, kæmi svo heim og ætlaði að tala við þær þangað til þær færu að sofa sem væri oftast í kringum 02.00!

Mér sárnaði þetta alveg hrottalega en beit á jaxlinn og samþykkti það! Því það eina sem ég vill er að eiga smá tíma með honum. En hvað haldiði! stelpurnar fóru ekki að sofa fyrr en um 3 um nótt. Og ég beið eftir honum, og svo kom hann og setti mynd í og svona. En hann settist í hinn sófann og var þar bara!
Ekki beint það sem ég hugsaði mér..


Vinkonurnar hans höfðu ekki HUGMYND um hver ég væri, þær vissu ekki einu sinni að ég væri til og hvað þá að hann væri á föstu!
Ein þeirra kom með bróður mínum og kærasta sínum heim til kærasta míns, (eg var þá inn í herbergi upp í rúmi nývöknuð)
Og kærastinn sagði mér bara að sofa lengur, breiddi yfir mig sænginni og LOKAÐI hurðinni!
Svo fór bróðir minn inn í herbergið og honum brá að sjá mig því hann vissi ekki að ég væri þarna! þannig kærastinn minn sagði ekki þessum vinum sínum að ég væri þarna einu sinni!
Ég er semsagt ekki til!

Svo einn daginn fékk ég nóg og talaði reiðilega við hann og útskýrði málin fyrir honum og sagði að ég vilji fá pásu á sambandið, því hann væri greinilega ekki inn í þessu sambandi með heilum hug, og boltinn væri algerlega hans meginn. (ég var samt ekki að vilja pásuna en var komin að þeirri niðurstöðu að það væri það eina sem hægt væri)

Hann sagði þá að hann væri búin að segja stelpunum frá mér, allar nema ein viti að hann væri með mér, og talaði við mig. En það varð ekkert úr pásuni.


Ég hélt það yrðu einhverjar breytingar en þær urðu engar!
Hann býður mér ALDREI með að hitta þessar vinkonur sínar,
Og heldur mér enþá jafn afskertri og áður!

Um daginn fór ég heim til sameiginlegan vin okkar og kærastinn fór til stelpurnar. Og ég fór svo um miðnætti heim því ég var orðin alltof þreytt.
Hringdi kærastinn síðan í mig til að athuga hvort ég væri enþá hjá vininum okkar, afþví að hann var á leiðinni þangað MEÐ VINKONUM sínum!
Þannig þar fékk ég þá hugdettu að hann vill einfaldlega ekki að ég kynnist þessum stelpum!?

Ég hef engar áhygjur að hann sé að halda framhjá mér eða neitt þannig, heldur er þessi ofsa afbrýðsemi hjá mér vegna þess að ég fæ enga athygli, ég er leyndarmál sem enginn má vita af og hann heldur mér afskertri, og vill helst ekki að ég fari út að hitta annað fólk, en tekur mig ekki með sér að hitta vissan hóp af vinum sínum.

Mér líður meira einsog ég sé einhver bitur og frek hjásvæfa heldur en kærasta.
Einhver hjásvæfa sem hann skammast sín hrikalega fyrir :/