Ég á við það vandamál að stríða að hafa aldrei átt kærasta.
Ég er núna í fyrsta bekk í menntó og get þess vegna ekki beðið eftir þessu lengur! (já ég hef beðið :S hef nefnilega ekki reynt mikið sjálf)
Þetta byrjaði vel hjá mér, ég var mjó og sæt þegar ég var yngri. Þegar maður var yngri ég ég oftar en ekki í fyrsta sæti hjá strákunum í bekknum (þá átti maður að segja röðina af þeim sem maður var hrifin af) og var fyrst af vinkonunum í að fara í sleik. Ég hafði bjarta framtíð í deitlífinu!
Svo liðu árin og í 9. bekk var ég að væla með vinkonunum hvað manni langaði kærasta eða hvað maður var hrifin af hinum og þessum gaurnum. Það var fínt, enginn var almennilega byrjaður í þessu og ég var alls ekkert eftir á.
Í 10. bekk fóru vinkonurnar að eignast kærasta og sofa hjá. Þær voru að vorkenna mér og voru alltaf svo hissa að ekkert væri að gerast hjá mér þar sem þær héldu alltaf að ég yrði fyrst af þeim. Ég tók þessu alltaf vel og vissi að minn tími myndi koma.
Núna er ein önn búin í menntaskóla. Ég er ekki með neinn í huga, hvað er að gerast fyrir mig?? Ég er farin að halda að kannski ég sé bara lella eða eitthvað!! Þetta er svo ósanngjarnt! Svo bætir það ekki, ég er búin að eyða jólafríinu að vera að lesa bækur (jájá mér finnst gaman að lesa;D) Og alltaf er einhver ást í gangi þar!!

Já semsagt. Frá því ég var í 7. bekk hef ég; Kysst nokkra stráka á böllum, fengið að vita að þessi og hinn strákurinn sé hrifin af mér(einhver lætur mig vita) en aldrei finnst mér þeir vera nógu góðir. Svo hef ég hlustað á margar sögur frá vinkonum mínum frá þessu og hinum stráknum (semsagt hvað var að gerast hjá þeim en ekki mér).

Þessi ár sem ég hef verið að pæla í strákum, hef ég yfirleitt alltaf verið hrifin af sömu týpunni. Yfirleitt er það strákur sem vinkonur mínar eru ekkert að pæla í. Svona strákur sem er sætur og smá lúði. Það er plús ef hann er líka smá nörd (haha). Yfirleitt eru þeir vel á sig komnir líkamlega, æfa íþróttir. Ég vil ekkert endilega hafa þá tanaða eða neitt þannig. Yfirleitt er þetta bara strákur sem ég held að sé “góður”. Þannig að, eins og þið sjáið er ég ekkert með hrikalega háann standart, en ég kem mig bara ekki upp í það að tala við þá!
En samt þegar ég er með vinkonum mínum tala ég um “fola” hingað og þangað. Þá eru það svona augnagull, en oftar en ekki verð ég ekki “hrifin” af þeim.

Svo er það spurningin til ykkar kæru hugarar! Hvar get ég fundið þennan blessaða kærasta sem ég er að leita að??

Þegar þið lesið þetta, endilega svarið, hverju sem er(fyrir þá sem ætla ekki að svara), mig langar bara í svör og það strax! Og þið sem eruð góð í svara greinagóðum svörum, nú er tíminn til þess að hjálpa ungri stelpu í neyð! :D:D

Takk fyrir mig! :D:D
Það er kúl að lesa !