Jám, vinkona mín er í vandræðum og ég ákvað að leyfa henni að skrifa hérna inn í mínu nafni:

(allt eftirfarandi er skrifað af henni!)

Málið er það að ég á frekar góðann vin. En vinkonur mínar vilja flestallar meina að hann sé hrifinn af mér, en mér finnst það vera algjör vitleisa. Og eru dæmin um það að hann sé víst hrifinn af mér til dæmis að fyrir stuttu síðan vorum við úti að labba úti um kvöld með nokkrum öðrum. Ég nennti ekki að standa í einhverju veseni sem hinir voru með þannig að ég sagðist ætla heim, og hann sagðist ætla heim líka. Ég bara allt í lagi og við löbbuðum af stað. Já, málið er það að hann á heima meira en kílómetra í burtu frá mér í þessum kaupstað okkar. En þegar við komum að gatnamótum og ég bjóst við því að hann myndi beygja í gagnstæða átt við mig, þá beygði hann í sömu átt og ég. Og labbaði með mér alla leiðina heim í skítakulda! En þegar við komum að húsinu mínu þá panicaði ég í smá stund og hálf dreif mig inn og sagði bless.
Þetta fannst vinkonum mínum ekki sniðugt, “Auðvitað átti ég að bjóða honum inn!”
Svo var það þannig um helgina að hann spurði mig hvenær væri best að fara til Reykjavíkur til þess að fara að kaupa föt, og ég sagði honum bara um tólfleitið. Síðan vorum við bara eitthvað að tala um af hverju hann væri að fara (kaupa sér föt) og allt í einu spurði hann mig hvort ég vildi koma með og hjálpa honum að kaupa föt! Ég varð eitthvað hissa en sagði samt já. Þannig að við erum að fara tvö ein til Reykjavíkur á næstu helgi að kaupa föt á hann.
Þetta finnst vinkonum mínum ekki vera eitthvað sem vinir gera. (Ég vil segja að ég er algjör dimwitt í þessu og veit ekkert um svona mál :P)

Svo er haldið því fram að ég hafi haft eitthvað geðveikt eyecontact við hann í gær, roðnað og allt….ætti ég þá ekki að muna eftir því?

Hjálp?
Hvað í fjandanum þýðir þetta?
Er ég að vera týpískur táningur?
Hehh? =P