Eins og sumir hafa tekið eftir er hugadramað í hámarki á þessu áhugamáli, myndi ég segja að ég eigi ákveðinn hlut í þeim þætti.
En núna ætla ég að fara aðeins ofan í þráðinn sem hún Svandís a.k.a. Batchick a.k.a Chariot a.k.a. Chiqutita a.k.a. Mrs. Sandpíka bjó til fyrir rúmri viku. Þar kemur hún inná það hversu mikil ‘tussa’ og allt það ég sé.
Ég að sjálfsögðu hætti með henni á skemmtilegasta tíma af þeim öllum, en hún átti jú afmæli á þessum tiltekna degi. Ég var búinn að hugsa með mér að hætta með henni í skammann tíma, 3 daga sirka, en þar sem hún átti afmæli eftir smá ákvað ég að bíða þar til eftir afmælið eða svona sirka 2-3 dögum. Ástæða þess að ég var búinn að hugsa með mér að hætta með henni var aðallega það að ég var orðinn frekar hræddur. Hún var alltaf að segja mér hvað hún fokking dýrkaði mig og elskaði mig og svo fram vegis en ég fann fyrir þessari tilfinningu bara alls ekki, ég fann að ég var ekkert hrifinn af henni og vildi ekki fara með þetta lengra. Hún átti nú einu sinni heima í 5 klukkutíma keyrslufjarlægð frá mér og hver var nú tilgangurinn að vera í svona sambandi? Einnig langaði mig til þess að geta kysst einhverja random stelpu á balli og þess háttar, án þess að vera að halda framhjá. Geðveikt gaman að vera með einhverri sem ég hitti ekki nema á mesta lagi á 2 mánaðar fresti.
Núna kemur hins vegar ástæðan skemmtilega fyrir því að ég hætti með henni á afmælinu. Að sjálfsögðu var það ekki mitt að vilja það, en svoleiðis gerðist bara.
Ég var að tala við hana á msn og hún vildi fá að heyra í mér í síma. Mér leið mjög fáránlega þarna á þessum tímapunkti, hugsandi um þetta sem ég skrifaði um hérna fyrir ofan, og langaði ekki að tala við neinn yfir höfuð, hvað þá hana. Hún spurði hvað amaði að, en ég sagði henni að ég vildi ekki tala við hana um það, sem ég hefði reyndar átt að sleppa og ljúga einhverju rugli í staðinn.
Hún sagðist þá telja sig vita hvað það væri sem ég væri að hugsa og þá hugsaði ég ‘nú jæja’ en sagði við hana að ég ætlaði ekki að segja það við hana fyrr en kannski daginn eftir eða eitthvað. Hún sagði, jú, ég held að þetta sé rétti tíminn þar sem ég er ein heima og ég nenni ekki að fá spurningarflóð frá mömmu á morgun.
Svo jújú, ég segi henni frá því að ég vilji ekki vera í sambandi, þar sem hún búi nú það langt í burtu og svo fram vegis, og fer það allt ágætlega. Hún segist hafa búist við þessu og ég hélt að það væri bara allt í gúddi.
En neinei, breytir hún ekki personal message í ‘ versti og ömurlegasti afmælisdagur EVER *svona brotið hjarta merki*’ og jújú, hún er með svona 1040 inná msn og 300 online reglulega, auðvitað er það ekkert nema asnaskapur. Augljós athyglissýki og leit eftir vorkun. Svo er hún í einhverju táraflóði í svona 6 klukkutíma og snýst algjörlega gegn mér og fer að segja ljóta hluti um mig.
Svo um 20 dögum síðar býr hún til þráð á huga sem átti augljóslega eingöngu að vera til þess að fá annað fólk til þess að snúast gegn mér, og mjög efnilegur til að komast í ‘heitar umræður’. Það tókst að sjálfsögðu eftir aðeins nokkra klukkutíma, og fékk þráðurinn yfir 3000 lesningar.
Svona 50 nýnemar í skólanum mínum sem ég þekki hafa lesið þetta, og margar stelpur telja mig aalgjörann fávita. Álit margra hefur einnig breyst örlítið á mér.
Congratz Svandís, mission accomplished.
En hvað um það. Ég blokkaði hana smá seinna um kvöldið. Ekkert merkilegt við það, en daginn eftir fæ ég sms. Stendur í því ‘ Meina sko ad ég lifi alveg af einn dag sko, en samt a eg eftir ad sakna tin ef tad er mikid meira’
Kommoooooon. Er verið að djóka með þetta eða?

Svo segir hún í þræðinum að ég eigi að ná mér í mannasiði eða almenna kurteisi? Hvers vegna? Fyrir að vera fámæltur á msn og ekki nenna að vera alltaf með broskalla? Sorry, þú ert greinilega bara svona leiðinleg.

Jæja fólk, núna er mín skoðun á málinu komin á framfæri.
Vonandi fæ ég mikið af skítköstum, ég elska þau.
Takk fyrir.

Það er örugglega margt fleira sem ég gæti minnst á þessum þræði, en ég bara nenni einfaldlega ekki að skrifa meira, og það efni verður þá bara að koma í einhverjum af næstu þáttum af hugadramanu.

P.S. , Batguy. Keep up the good work, við elskum þig öll.
Áttu njósnavél?