Ég verð bara að segja að ég ÞOLI ekki gelgjur. Allavegana þær sem eru heimskar og alltaf að dæma fólk og eru alltaf að hvíslast og flissa síðan. EN þær geta verið sætar. Ekki það að ég dæmi mikið um útlit. Eþa þú veist hún þarf ekki að vera hottasta stelpan í heiminum.

En ég var að spá hvort að það eru etthvað margar stelpur sem fíla alveg tölvuleiki eða svona þætti eins og Heroes eða eitthvað í þá áttina. Ég er ekkert í topp formi, svoltið chubby en ekkert svona svaka svaka. Ég bara nenni ekki altaf að eyða lífi mínu í að fara í ræktina og líta eikkað svaka vel út með six pack bara svo að ég get nælt mér í einhverja Geggjað sæta stelpu. Ég vil fá bara einhverja stelpu sem hefur sama áhugamál og ég. (hard to come by). Eg vil ekkert fá einhverja stelpu sem langar kanski bara að horfa á OC eða One tree hill eða hvað sem að þær horfa á. Ég veit nú ekki alveg hvert ég er kominn með þessa grein en já.. Vonandi skiljiði eikkað í henni…

(Er ekki að reyna að móðga neinn…)

Bætt við 7. ágúst 2008 - 15:11
Er á lausu :P XD haha