Ok, ég er að fara í gegnum það sama.
Nema það að minn býr í Mið-Ameríku. Minn er semsagt Dóminískur. Miiiiiklu lengra í burtu hehe.
En ég kynntist mínum þó þegar ég bjó þarna í gegnum sameiginlegan vin okkar, svo við vorum saman í alveg hálft ár áður en ég þurfti að fara heim…
Það sem þú þarft að gera er að blekkja þig ekki né hann.
Um leið og þér finnst þetta verið komið nóg þá skalt ganga út úr þessu sambandi, en áður skaltu vera búin að fá að tala við einhverja vini hans svo þeir passa upp á að hann geri ekki neitt heimskulegt.
T.d. í mínu tilfelli þá kynntsi ég vinum og ættingjum hans mjög vel. Foreldrar hans eru mínir foreldrar líka. Ef minn væri í sjálfsmorðs-hugleiðingum eða er að skera sig eða annað þá myndi ég strax tala við foreldra hans. Þau treysta mér mikið og ég treysti á þau líka. Ég tala oft við þau. T.d. talaði ég við ömmu hans sem ég hafði aldrei hitt áður því hún býr í öðru landi í gær. Ég var ekkert smá stressuð að tala við hana en svo gekk þetta rosa vel.
Þú verður að kynnast fólkinu í kringum hann ef þú vilt að sambandið gangi upp og passa upp á að hann sé ekki að gera neitt heimskulegt. Ekki vera hrædd, kýldu á þetta. Þá geturðu líka komist að því hvernig hann er í “alvörunni” svona frá aðra sjónarhorni hvernig hann er.
Segðu bara við hann að þú vilt kynnast fjölskyldu og vinum hans. Kannski á hann MSN hjá bróður eða annað. Sem þú gætir chattað við.
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33