Er einhver hérna sem kannast við að geta ekki hitt makann í einhvern tíma? Ég er að fara til útlanda eftir mánuð, í ferð sem mig hefur lengi dreymt um, og verð í fimm vikur. Mér finnst samt svo erfitt að hlakka til, því kærastinn minn kemur ekki með, og ég sakna hans hverja einustu mínútu sem ég er ekki með honum núna, svo ég get ekki ímyndað mér hvernig það verður að hitta hann ekki í meira en mánuð.
Er einhver með ráð handa mér, reynslusögur eða eitthvað? Ég vil ekki láta aumingjaskapinn í mér eyðileggja ferðina.