Ókei þannig er mál með vexti að kærastinn minn var að flytja til útlanda og verður þar í nokkra mánuði, en við ætlum samt að halda áfram að vera saman, reyna að minnsta kosti.

Hefur einhver hérna verið í fjarsambandi sem hefur virkað (við erum að tala um hálft ár!) ?
Ef já, hvað gerðuði til að halda ástinni í sambandinu þrátt fyrir að það vantaði snertinguna og það allt?
Ef nei, af hverju dó ástin út? Hvað hefðuði getað gert betur?

Við erum 16 og 17 ára og við elskum hvort annað mjög mikið og ætlum að reyna eins og við getum að halda sambandinu í lagi þótt við vitum að það sé erfitt, mjög erfitt..

Langar bara að forvitnast aðeins og vona að enginn nenni að kasta skít :)
nei