Vá það gerðist svolítið furðulegt fyrir svona klukkutíma eða svo… En það var samt enn furðulegra sem gerðist eftir að ég skrifaði korkinn ,,það liggur bölvun á mér" sem er í Vandamáladálknum! Þar er seinasta kommentið frá Andyandlou en það var þá sem að ég kynntist honum.

Hann senti mér skilaboð og bað mig að spjalla við sig á msn og mér leist ágætlega á það. 23 ára strákur.. það var allavega það fyrsta. Þegar við spjöllum saman þá er þetta ekkert venjulegur strákur nei… allavega ekki miðað við það sem ég hef verið að kynnast;) Ég hef alveg hitt fullt af fínum strákum en þessi var einstaklega skemmtilegur, fyndinn, sætur, góður, skilningsríkur, fallegt bros og falleg augu.. sá bara ekkert að þessum strák! Eftir smá spjall hafði hann ekki einu sinni neinn ,,farangur“ Hvað þetta var nú skrítið… eitthvað ónvejulegt miðað við svona vanalega hjá manni…

Við drifum okkur bara í það að hittast einhverjum dögum seinna.
Það var krúttlegast í heimi, við vorum bæði svo stressuð og við fengum okkur kaffi, og ég drekk mjög sjaldan kaffi en varð í kjölfarið enn stressaðari! En hann drakk ekki einu sinni kaffið sitt! Hann sagði fullt af sögum en ég var hálf orðlaus og sagði mest bara orð eins og ,,já” ,,okei“ ,,hehe” og eitthvað þannig :P En hann spurði mig hvort ég vildi ekki hitta sig aftur sama kvöld og koma með sér í afmæli. Ég var til í það og við fórum í afmælið og ég hitti fullt af vinum hans. Það var æðislegt að fylgjast með honum og vinum hans, þennan einkahúmor sem ég hefði bara skilið ef ég fylgdist eitthvað með Scrubs og Futurama. En það var samt gaman að sjá þetta, þó ég hefði verið algjörlega lost. Margt annað fyndið á milli og léku þetta ef miklum tilþrifum. Svo var haldið niður í bæ og við skemmtum okkur bara konunglega. Svo vel að við hittumst næsta dag líka og ég hitti fleiri vini hans:) Þar var mikið um guitarhero og vídjógláp.

Ég held að fólk sé nú alveg að fatta útá hvað þessi korkur gengur.. en ég ætla samt að halda áfram;)

Okei.. mér finnst rosalega erfitt að skrifa þetta samt:P Ég er svo hrædd við þessa “bölvun”.. ég er svo hrædd um að ef ég segi eða geri eitthvað vitlaust að þá er hann horfinn.. æjj.. jah.. ætli við verðum ekki að vera sammála um að ég get verið stundum svolítið neikvæð:) Allavega… fyrir svona einum og hálfum tíma eða svo.. þá var það ákveðið að við værum saman. Það gerðist rosalega hratt og það er alveg ástæða fyrir því… þannig er mál með vexti.. að hann er í námi úti á Spáni og hefur verið að vinna þar líka og núna næsta fimmtudag fer hann til Spánar aftur í skólann… Og hann kemur ekkert aftur fyrr en í Júní eða eitthvað!! Þannig að sumu leyti er það bölvunin mín.. já ég get verið rosalega óheppin! En hann var svo hræddur um að missa mig þennan tíma sem hann væri í burtu… og tjah.. þetta gerir kannski auðveldara fyrir mig.. þá get ég bara sagt við strákana: sorry boys Im taken;) hehe en já þið vitið:) … Erfitt líf:) Hann er samt þess virði að bíða eftir:) Æðislegur strákur í alla staði:) Meiraðsegja með sætan bossa;) hehe:D

Þessi korkur allavega tileinkað honum ;*;* Þú ert æði ástin mín:) *væmni* hahaha:D