Sælir kæru Hugarar.

Ég er núna búinn að vera í sambandi í soldið meira en hálft ár með stelpu sem er einu ári yngri en ég (er 17). Ég missti sveindóminn með þessari stelpu og er allveg yfir mig ástfanginn af henni og hún er ástfanginn af mér líka. Ég gæti vel hugsað mér að vera með henni að eilífu.

Kynlífið hjá okkur er allveg fullkomið og við fáum það bæði alltaf þegar við stundum kynlíf. Við erum bæði eins og ég kom að áðan yfir okkur ástfanginn af hvort öðru.

Það er sumt samt sem böggar mig og langar að leita ráða til ykkar vitru hugarar.

Vinir mínir eru oft að grína með það að hún verði eina stelpan sem að ég muni sofa hjá og það sé asnalegt. Hvað finnst ykkur? Er mikið um það að fólk eignist bara einn rekjunaut í gegnum lífið? Ég meina kynlífið er fullkomið hjá okkur og ég hef í rauninni enga löngun til að leita eitthvað annað. Er ég að gera mistök með því að vera tilbúinn til að vera að eilífu með “fyrstu” stelpunni minn?

Svo annað, Hún missti ekki Meydómin með mér og það böggar mig voðalega mikið, hún veit ekki af því en það er eitthvað sem að gerir mig sáran við það er eitthvað sem ég get gert til að losna við það?

Von um þroskuð svör ;)