jæja, um daginn, þá var kærastan mín í algjöru reiðiskasti bara, pabbi hennar var búinn að vera rosalega ósanngjarn við hana og segja henni að gera hluti allann daginn..


hver þekkir ekki það þegar foreldrarnir standa kannski hliðina á bananahýði og maður er inní herbergi og það er kallað á mann til að henda því í rusli, þegar pabbi getur gert það með einu handtaki..

og hver hefur ekki séð rautt fyrir reiði og hatað allt og alla?



jæja, svona var dagurinn búinn að vera hjá henni, tómt vesen og svo hafði hún sofið lítið og var með allt niðurum sig.

en já, um kvöldið vorum við eitthvað að smsast bara, og hún sagði mér frá deginuum, og hvernig hann hafði verið og mér leið illa yfir að vita hve reið hún væri útí pabba sinn þarna og svona var þetta nákvæmlega;
hún - vá hvað ég hata allt hérna!
ég - haataru mig? ^^ <3
hún - næstum því, && þetta er búið! eða getum við tekið smá pásu? ;$

og ég starði á símann minn, og mér fannst eins og hjartað í mér stoppaði.. ég var að horfa á twenty four, og mér hafði fundist það svo rosalega spennandi þarna, þá var mér skítsama og slökkti á sjónvarpinu.


hún var eitthvað bara æj fyrirgeðfu og eitthvað bara, en ég svaraði henni ekki í alveg 15 mínútur og þá voru komið þó nokkur fyrirgefðu.
og síðað sendi ég eitthvað, og hún hringdi í mig en ég bara vissi ekki hvað ég átti að segja, ég var bara heiladauður, vissi ekkert hvað ég átti að hugsa um þessa stelpu sem ég hafði elskað svo heitt bara nokkrum mínútum áður en þetta litla sms kom..


ég vissi ekkert hvort hún vildi hætta með mér eða ekki, og ég vissi ekkert hvernig mér leið.

svo að ég sagði bara að ég skildi tala við hana á morgun og hún tók undir það, hún alveg í rusli yfir þessu og ég fór bara að sofa.

sko, málið er, bara passið ykkur á að láta reiði ykkar ekki bitna á þeim sem þið elskið! þið munuð sjá eftir því rosalega ef eitthvað svona kemur fyrir, því að ég missti allar tilfinningar til hennar þegar hún sagði þetta, en daginn eftir voru þær komnar aftur náttlega, ég var bara í svo miklu sjokki!