ég sendi þetta inn í von um góðar ráðleggingar..

þannig er að ég er búin að vara í sambandi í 4 og hálft ár.. hlutirnir hafa allaf verið uppi og niðri.. eins og í flestum samböndum, en það hefur alltaf verið mikil ást.. en undafarið hefur verið mikið álag á okkur í lífi og starfi, og við höfum lítið sést eða gert einhvað saman.. og blossinn hefur dofnað..

þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist og það hefur alltaf gengið hjá mjög fljótt, en í þetta skiptið er þetta öðruvísi, mig langar að prufa að fá smá tíma fyrir mig (búum saman) og vera ein í einhvern tíma, ég veit ekki hversu langann, eða hvort ég vilji þá byrja með honum aftur.
Hann vill ekki að við skiljumst að, og er ekki alveg að virða þessa þörf mína, og ég er ekki viss hvernig ég á að ýta honum frá mér án þess að vera “vond” og koma honum í skilning um að þetta þarf ekki endilega að vera endalokin, ég bara þarf að komast að því hvort tilfiningar mínar séu raunveruleg ást eða væntumhyggja..
er hægt að gera svona án þess að særa ofmikið …
er pása rétti hluturinn.. hver er ykkar reynsla af svona pásum….