Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvers vegna flestum finnst svona nauðsynlegt að vera í sambandi.
Þannig er nefnilega mál með vexti að ég á vinkonu sem er einfaldlega ekki mönnum sinnandi nema hún sé að dúlla sér með strák eða sé með honum. En þótt hún sé með strák þá þreytist hún ekki á því að tala um hann eins og fólk gerir venjulega í byrjun sambands. Það er að gera mig, og fleiri, gjörsamlega geðveika!

Þetta er einmitt þveröfugt með mig. Ef ég er hrifin af strák þá tala ég kannski meira um hann en aðra en er ekki blaðrandi um hann endalaust. Og mér finnst ekkert nauðsynlegt að vera með strák þótt ég myndi ekki slá hendinni upp á móti því.

Jæja, markmiðið með þessari grein var ekki að tuða um mín vandamál heldur frekar til þess að nöldra yfir því hvað líf allra virðist snúast um hitt kynið (í flestum tilfellum allavegana). Mér finnst fólk vera farið að “leita” svo snemma. Krakkar sem eru varla hálfnuð í gegnum grunskóla eru farin að “vera á föstu” og mér finnst það bara allt of ungt.

Kannski er ég bara gamaldags af sautján ára manneskju að vera en mér finnst þetta allt svo skrítið…