Hafið þið einhverntíman lent í þeim vandræðum að góður vinur ykkar sefur hjá þinni fyrrverandi viku eftir að þið hættið saman og annar góður vinur reynir ítrekað við hana?

Ef svo, hvernig brugðust þið við?

Ég persónulega er ennþá að jafna mig á þessu þótt að þetta hafi nú gerst í sumar. Vinir minn svaf hjá minni fyrrverandi(og reyndar núverandi) til 2ja ára.

Í fyrstu var ég nú alveg brjálaður útí þau bæði þar sem ennþá var eitthvað á milli mín og fyrrverandi. Vorum nú ekki endanlega hætt saman.
Núna er samt staðan sú að ég tala ekki við strákinn og þegar ég hringdi í hann og sagði honum að ég vildi ekkert með hann hafa, þá var honum alveg sama “Já, okey flott” var í raun hans svar.

Núna erum við saman aftur en ég fæ alltaf svona “pirringsköst” þar sem þetta rifjast allatf upp aftur og aftur. Ég er alltaf að spurja hana útí þetta og hún á erfitt með að tala um þetta og tilfinning mín er einsog ég vilji kvelja sjálfan mig í að vita alltaf meir og meir og helst í smáatriðum um þetta kvöld þeirra.

æjji, varð bara að skrifa þetta. Er einmitt núna svaka pirraður útí þetta.