Mér leið alltaf illa… á hverju einasta kvöldi leið mér illa og fannst ég ver aleinn í heiminum…. eina sem hélt mér lifandi voru vinir mínir.
Svo þegar þeir fóru allir að dópa byrjuðu þeir að fjarlægast mig og svo gerðist það oftar og oftar að þeir tóku dóp fram yfir mig og fóru frekar að dópa en að hanga með mér. Það var á þessum tíma sem ég reyndi að drepa mig einu sinni…. en ég kláraði ekki dæmið sem betur fer.
En svo kom loksins að því að ég hitti þessa stelpu og við byrjuðum saman… ég hef aldrei verið svona hamingjusamur á ævi minni, mér leið alltaf vel á hverjum degi og allt var yndislegt, við gátum bara legið allann daginn í rúminu og talað saman eða horft á hvort annað og ég elska hana meira en allt í heiminum…
en núna er hún flutt til danmerkur og er í skóla þar… og ég á engann pening til að heimsækja hana eða neitt… og ég sakna hennar svo ógeðslega mikið en við erum samt í pásu núna meðan hún býr úti… en ég get ekki hugsað um neitt annað en að hún sé þarna úti og hætti kannski að elska mig og fari bara að vera með einhverjum öðrum og núna er mér farið að líða geggjað illa aftur og á mjög erfitt með að sofa… sef kannski 4 klukkutíma á nóttu allt í allt og það er allt baa svona sofna einn tíma og vaka í einn og sofa í einn og eitthvað svoleiðis… mér líður eiginelga alltaf illa nema þegar ég er að tala við hana á msn eða í símann… þetta er alveg hræðilegt.

veit ekki við hverju ég býst af þessum pósti… langaði bara að deila þessu með einhverjum ég bara vissi ekki að það væri hægt að sakna svona mikið…