heyrðu það er þanig að þegar ég og kærastan mín áttum svona anniversary þá gaf ég henni hring og armband og hún gaf mér svo alveg ótrúlega fallegt armband með nafninu mínu á og áletruninni “ég elska þig” undir því. Síðan týndist armbandið sem ég gaf henni óvart og hún var mjög miður sín yfir því.

núna á hún afmæli bráðum og ég ákvað að vera geggjað sniðugur að gefa henni nýtt armband fyrst hitt týndist og hún var svo leið að hafa týnt því. svo ég ákvað að gefa henni armband sem var kvenmannsútgáfan af mínu armbandi með nafninu hennar á og sömu áletrun.
Mér fannst þetta geðveikt krúttlegt að við ættum alveg eins armbönd. Svo allt í einu þegar ég var búinn að panta armbandið sagði vinur minn við mig “uhh… finnst þér ekki soltið ófrumlegt að gefa henni það sama og hún gaf þér ?”

og ég bara fékk vægt sjokk… ég hugsaði aldrei útí það… finnst ykkur þetta ófrumleg gjöf ?

æj ég veit ekki… mér fannst þeta sniðugt fyrst en núna er ég ekki viss… :S