Þannig er mál með vexti að ég á vinkonu sem mér finnst alveg frábær manneskja og var ég bara að kynnast henni í skólanum, en þó hafði ég hitt hana aðeins áður en skólinn byrjaði (bara svona meira að hitta en að spjalla). Hún er með kærasta sem ég veit vel hver er, og hún segist elska hann og að hann sé rómantískur og skemmtilegur (sem ég sé ekki).

En það er nú önnur saga. Hann var sem sagt einn heima í gær, og hún spurði hann hvort hann vildi að hún kæmi yfir til hans svo þau gætu gert eitthvað, en í staðinn vildi hann lana með vinum sínum.

Er þetta eðlilegt? Að taka vini fram yfir kærustu?