Ég var að velta fyrir mér, ég er í sambandi, og hversu mikið má ég velta öðrum strákum en kærastanum mínum fyrir mér? Má ég ekki hugsa um þá? Er það bara í lagi ef það er ekki alltaf einn sérstakur strákur?

Ég held að það sé allt í lagi a hugsa örlítið um aðra stráka á meðan það er bara vinalega (s.s. ekki sem stráka en sem vini) og kannski örlítið kynferðislega, t.d. þegar sætur strákur gengur framhjá.

Haldiði að ef maður elskar kærastann sinn ótrúlega mikið geti maður ekki hugsað sér að líta á aðra karlmenn?
Af því ég geri það, ég bý með mínum í sumar en samt get ég ekki annað en hugsað örlítið um einn sérstakan strák sem er einn af mínum bestu vinum og fyrrverandi kærasti. Málið er að mig langar að kyssa hann og faðma og snerta hendurnar og axlirnar og brjóstkassan (ekkert meira, ég held að ég hafi of mikla virðingu fyrir honum til þess, ekki af því að ég vil það fyrir sjálfan mig, heldur af því að ég veit að hann er hrifinn af mér og það besta sem ég gæti gert fyrir hann, það sem myndi gera hann mest glaðan væri einmitt ef ég myndi kyssa hann og snerta.

Samt elska ég kærastann minn og vil alls ekki fara frá honum eða neitt. Við höfum verið saman í ár núna og ég veit að ég gæti ekki verið án hans.

Má ég hugsa svona ef ég er í sambandi? Hvað finnst ykkur?