Trúið þið að krakki sem er 15 ára geti elskað ? Ég held ekki. Ást er ekki að vera hrifin/nn af. Ást þýðir að gera hvað sem er til að gera ákveðinn aðilla ánægðann, glaðan, hughreysta hann o.fl. o.fl.
Að vera hrifinn af er allt annar hlutur. Að Vera hrifinn af byggist á því að maður finnst manneskjan skemmtileg, “hot”, og að manni langar að kyssa hana. Þetta er eins og Klám og Kynlíf. Klám er þegar það er riðið tilfinningarlaust en Kynlíf milli 2ja aðilla er þegar þessir aðillar eru ástfangnir og vilja tengja sig. Skiljiði hvert ég að fara ? Þetta fyllti mælinn þegar ég sá 15 ára stelpu sem er búinn að vera með strák í 1 mánuð og hún sagði, “ Ég er svo ástfangin af honum ”. Ég kaupi það ekki :/ Skiljiði ? Kannski skiljiði ekki hvað ég er að segja , en það er OK. Langaði bara að deila þessaru hugsun með ykkur.