Sorry, ég einfaldlega verð að nöldra yfir þessu

Hvort eiga stelpur eða strákar að stíga fyrsta skrefið?

>Ég er kvk og finnst að strákar eigi að gera það
>Ég er kvk og finnst að stelpur eigi að gera það
>Ég er kk og finnst að stelpur eigi að gera það
>Ég er kk og finnst að strákar eigi að gera það
>Fer eftir aðstæðum
>Hlutlaus

Ég stórefa að nokkur hafi enga skoðun á þessu og vissulega eru flestir mögulegir svarmöguleikar, nema sá sem ég hefði hakað við.

Ég er stelpa og mér finnst gamaldags að strákar eigi endilega að taka fyrsta skrefið. Mér finnst álíka glatað þegar ég er eitthvað að reyna að láta eitthvað gerast en ég þarf alltaf að taka fyrsta skrefið. Finnst ykkur það ekki líka, óháð kyni.

Mér finnst semsagt bráðvanta valmöguleikann:
> Bæði stelpur og strákar eiga að taka fyrsta skrefið.

Og nei, ég gæti eiginlega ekki hakað í ‘fer eftir aðstæðum’ valmöguleikann, því mér finnst það enganvegin fara eftir aðstæðum. Mér finnst að undantekningarlaust eigi bæði kynin að vera jafnvíg í því að brjóta ísinn.
Ég meina ‘it takes two to tango’ eiginlega ekki hægt að standa í þessu einn!
Eða hvað…
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]