já, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að orða þetta, en ég er haldinn einhverjum ótta… ekki kanski beint við sambönd, því mér langar mjög mikið í samband, heldur er ég held ég meira hræddur við að vera yfirgefinn, það að þegar tilfinningarnar verða sem sterkastar þá missi stelpan áhuga og fari bara… það hefur 3 sinnum komið fyrir, alltaf hef ég haft mjög sterkar tilfinngar til stelpunnar og svo bara allt í einu… búið…
ég hef hinsvegar verið með fullt af stelpum þar sem þetta hefur ekki komið fyrir, og ég jafnvel misst áhuga á þeim,en ég kemst ekki hjá því að hugsa hvort áhuginn hjá henni sé farinn núna… þetta gerir mig svo hræddan við að fá sterkar tilfinningar (sem ég fæ mjög oft), þegar ég er í sambandi, allavega svona fyrstu skrefin, þá er bara eins og ég sé þunglyndur eða eitthvað, meðan ég er að tala við stelpuna, eða er með henni líður mér bara eins æðislega og mér getur liðið, líka svona stundirnar rétt eftir að vera kanski búinn að fá sms hjá henni… en svo, hálvum degi síðar byrja ég að efast, ég þoli það ekki! því það er nákvæmlega ekki neitt sem bendir til þess að stelpan hafi ekki áhuga á mér, en ég virðist reyna að sjá útúr öllu sem gerist einhverjar vísbendingar um að eitthvað sé ekki í lagi…

æji veit ekki afhverju ég er að skrifa þennan kork, langði bara fá smá útrás, deila með ykkur tilfinningum… grunar nú ekki að einhver sé í sömu sporum, því ég hreinlega skil ekki afhverju þetta er svona… guess i've just been hurt bad…