Ég er búin að vera að spá í að skrifa kork hérna inn í smá tíma, en fékk mig einhvernveginn aldrei til þess.. ég er alltaf að lesa hlutina sem eru sendir hérna inn, og mér finnst bara æðislegt að þessi staður skuli vera til fyrir fólk til að senda inn…

Jæja… eftirfarandi pistill á kannski eftir að virðast dálítið undarlegur eða jafnvel ruglingslegur, en þetta er bara ákveðin útrás sem ég þurfti á að halda eftir að ég hætti með kærastanum mínum til eins árs fyrir um mánuði síðan.

Undanfarnar nætur hafa farið í löng spjöll við minn fyrrverandi um hvað við viljum, hversu góð hugmynd það er, er hins vegar vafamál. Í raun hefur það ekki leitt neitt gott af sér nema það að ég veit ekkert hvað ég vil lengur.

Áttaði mig á því að ég er ennþá hrifin af honum, sagði honum upp í einhverju sjálfstæðiskasti sem ég á til að fá, og núna vill hann mig ekkert aftur. Samt vill hann að við spjöllum og hittumst… en ég get það bara ekki.. ekki séns, því miður… Hann vill fá smá pláss til að átta sig á því hvar hann er staddur… hann veit ekki einu sinni hvað það þýðir! Líf hans er A og B
A = Svefn
B = Borða

Þrátt fyrir þessa einfeldni er eitthvað sem fær mig til að sakna hans, hann er svo yndislegur og ljúfur og góður og svo sakna ég þess oft að kúra með einhverjum.
Ég er aldrei viss um hvort að ég sakni hans sem slíks, eða bara hugmyndinni um hann. Ég held að ég sé að fara í gegnum mismunandi stig sorgar. Auðvitað byrja ég á afneitun… búin að vera í afneitun í sirka mánuð.. grét í fyrsta skiptið í fyrradag síðan við hættum saman. Fannst það mj. skrítið þegar ég áttaði mig á því.

Ætli restin komi ekki bara á einu bretti, reiði, biturð, þunglyndi og sátt… jamm.. vona að þessu ljúki sem fyrst.

Held samt að ég nái engum bata ef ég er alltaf að heyra í honum endum og sinnum. Það er svo sem hægt að segja að 17 ára unglingur viti ekki hvað ást er, hvað þá heldur að vera ástfanginn. Ég er reyndar ekki sammála þeirri hugsun. Það er bara spurning hvort að við áttum okkur á þessari tilfinningu, náum að skilgreina hana, og ef það næst, ekki hlaupa í burtu af ótta við að verða særð.
Einmitt það sem ég er best í.

Það er það sárasta í öllum heiminum að úthella öllum sínum tilfinningum fyrir einni manneskju á einu bretti (ekki eitthvað sem ég geri dagsdaglega… ég er frekar lokuð manneskja) og fá þá framan í sig… “já… þú ert ágæt”… Ég veit ekki alveg hvort að það var barnaleg hefnd eða bara einfaldlega það sem honum fannst, en það var eitthvað við þessi orð sem særðu mig meira en nokkuð annað.

Það versta er að ég virðist opna munninn og hann lokar á mig. Af öllu fólki í heiminum þá lokar HANN á mig.. manneskjan sem þekkir mig best og veit allt um mig… neitar að hlusta.. neitar að vera eins og hann var. Er bara orðinn einhver lítill, asnalegur strákur á egótrippi.. og samt er það hann sem ég vil… ég er eitthvað brengluð…

Það er bara einhvernveginn ekki alveg komið inn í hausinn minn að við séum ekki lengur saman, og að við séum örugglega ekkert á leiðinni að byrja aftur saman. Það er það ömurlega við sannleikann og raunveruleikann, hann er oftast ekki það sem við viljum, það eru engir draumar til að gæla við, það eru bara lygar, svikarar og enginn sér um þig nema þú.

Manneskjan sem lofaði að fara aldrei frá þér fer að lokum, þú situr ein uppi með sárt ennið og einu ástæðurnar sem þú færð eru það að við séum of ólík og við séum á mismunandi þroskastigum… Ég þá being of þroskuð fyrir hann… ég skil þetta ekki..

Ég sé ekki lífið mitt án hans, hann var það sem ég reiddi mig á í eitt ár, hann var mitt hald og traust,… og hann fór.

Hann vill mig ekki lengur. Ég get ekki einu sinni grátið lengur það er of sárt. Það er of sárt að hugsa til þess hversu tilgangslaust það er. Það kemur mér ekkert, hann kemur ekki aftur. Hann vill vera 16 ára.. I don't blame him..

Ég þoli ekki að koma heim úr skólanum og geta ekki hringt i hann, hitt hann og farið að kúra. Talað við hann um allt sem er að og hann lagar það.. sama hvað það var.. hann lagaði það…

Ég get ekki horfst í augu við það að ég er búin að missa hann.. mér líður eins og það sé enginn nema hann.. enginn fyrir mig.. það er hann eða ekkert… hvers vegna líður mér svona?!… ég skil það ekki…

ég lofaði sjálfri mér á unga aldri að verða ALDREI ástfangin af einhverjum sem gæti sært mig… það er ekki sanngjarnt að einhver geti farið svona með sálina í manni… mér verður óglatt þegar ég hugsa um hann, hann er þarna einhverstaðar án mín, ekki með mér og verður ekki með mér…

Ég var ástfangin af honum, nei .. ég ER það.. en vá hvað klisjan um að “Ef þú elskar einhvern þá leyfiru honum að fara” er sönn.. ég vil honum allt það besta.. ef allt það besta fæst með einhverri annarri en mér, þá verður bara að hafa það.. ég vona bara svo innilega af öllu mínu hjarta að hann verði hamingjusamur.

Auðvitað væri það sárt að sjá hann með annarri stelpu, en vá.. milljón manns þurfa að horfa uppá það í gegnum ævina, ætti það að vera eitthvað erfiðara fyrir mig? Ég fer frá því að vilja eiga hann alveg ein yfir í það að vilja honum allt það besta… Hann vill tíma með vinum sínum, hann vill komast í menntaskóla… (Hann er einu ári yngri en ég..), þá spurði ég hann hvort að ég ætti að bíða eftir honum í hálft ár.. og hann sagði að það væri mitt val…

Ég gaf honum óteljandi sénsa í gegnum sambandið okkar… en fæ ég EINN?!.. nei.. ætli ég verði ekki að virða það… það er erfitt .. en ég geri það…

Vá hvað þetta hljómar sennilega bara eins og eitthvað væl, en jah.. stundum er gott að væla.. og þetta er frekar útrás heldur en nokkuð annað.. ég veit alveg að þetta kemur mér engar leiðir og ég vona að ég hafi ekki hljómað of heimskulega / gelgjulega… Einsetti mér að koma þessu frá mér á allavega semi vitmunalegan hátt…

Ef einhver hérna kannast við þessar tilfinningar, þessar yfirþyrmandi tilfinningar þá þigg ég öll tiltæk ráð sem þið getið gefið… ég get ekki haldið svona áfram.. Það er of erfitt…

Takk æðislega fyrir að lesa þetta….
knús

Stikla