Hvað tekur það mann eiginlega langann tíma að ná sér eftir ástarsorg?

Ég var með strák í um hálft ár, honum fannst við vera of ólík og sambandið ekki að virka þessvegna, og hann sagði mér upp. Ég var vægast sagt mjög særð! Grét yfir honum lengi og lenti í ýmsu sambandi við það. (t.d. mánudaginn eftir breakup-ið þá neyddi ég mig í skólann en hljóp hágrátandi út úr fyrsta tíma, fór 2x til námsráðgjafa að tala um þetta, hitti á hann í strætó, settist aftar og fór að gráta..)

Anyways. Ég kynntist nýjum strák svona um jólin og við vorum saman í rúmann mánuð, hættum saman í gær en mér er svona slétt sama um það. Ég fór að tala við vinkonur mínar og þær sögðu að ég hafði aðeins verið með þessum gaur til þess að fá einhvern í staðinn fyrir þann sem ég hafði misst og þegar ég fer að hugsa um það þá finnst mér það bara frekar rétt.

Málið er að mér finnst ég oft vera búin að ná mér, er hætt að pæla í hvað hann sé að gera núna, hvað við værum að gera ef við værum saman, hætt að langa að tala við hann á kvöldin os.frv. en samt finnst mér ég sakna hans svo mikið og ef ég hitti á hann í strætó fæ ég alltaf í magann, hjartað fer að slá hraðar og svoleiðis.

Af hverju gerist þetta? Það eru að verða 5 mánuðir síðan! Fólk segir að til þess að komast yfir einhvern sé best að finna sér einhvern annann, well… I did it en það bara virkaði ekki!

HVAÐ GETUR MAÐUR GERT? á ég bara að bíða eftir að ég fái eitthvað í hausinn þannig sem veldur því að ég geti hætt að hugsa um hann?

Það hefur virkað fyrir mig að segja bara við manneskjuna að ég sé (ennþá)hrifin. Þá hefur það alveg virkað því þá er ég búin að láta manneskjuna vita af því sem auðveldar mér að halda áfram. Ég er búin að gera það tvisvar núna, og það virkaði alveg í svolítinn tíma en minningarnar koma alltaf að manni aftur. Svo líka að þegar ég var með hinum gaurnum þá var ég svolítið að gera samanburð “þessi gerir þetta svona, fyrrverandi gerði þetta hinsegin”

Ég pósta þetta hér því ég hef rætt við þá sem eru þekkja mig um þetta fram og til baka en mig langar í svör frá fólki sem er þessu öllu algjörlega óviðkomandi.

Svo ég spyr.. Hvað á ég að gera? Ég veit að þessi spurning kemur oft en ég þarf bara að fá svör frá öðru fólki :)