Ég er að vinna í búð og ég er í skóla. Skiptir miklu máli… :D Það er strákur að vinna í búðinni með mér, hann er vakstjóri en ég vinn á kassa þannig að hann er svona hálfgerður yfirmaður. Þegar við erum að vinna saman er hann alltaf að blikka mig, ulla á mig eða gera grín að mér og ég geri reyndar bara grín að honum á móti. Hann er í sama skóla og ég og þar erum við alltaf að kíta eitthvða ég segi kannski “ert þú allstaðar þar sem ég er3” eða “það er ekki stundlegur friður fyrir þér.” Svo er alltaf eins og hann fari öðruvísi með mig en hina sem eru á vaktinni, eins og ég sé æðri hinum. Ég er búinn að vinna þarna í 2 mánuði tæplega en hinn manneskjna á vaktinni er búinn að vinna í mörg ár. Ég veit ekki alveg hvað ég á lesa í þetta eða hvort ég eigi nokkuð að lesa í þetta. Er hann að reyna að vera vinur minn eða…… Btw ég er ‘85 módel og hann er ’83 módel.
Nafli alheimsins… :)