Þannig er mál með vexti að stelpa sem var með mér í bekk er að fara til Brasilíu sem skiptinemi. Ég hef aldrei umgengist þessa stelpu neitt þannig lagað, bara spjallað svolítið við hana ef ég hef hitt hana utan skóla. Þegar hún sagði mér þetta var hún með tveim öðrum stelpum sem voru með okkur í bekk og þær eru líka að fara út sem skiptinemar, önnur til Svíþjóðar og hin til Sviss.
Þegar að þær sögðu mér þetta samgladdist ég þeim auðvitað þvílíkt en 30 mín. seinna þegar ég var kominn heim þá fór ég alveg í klessu, fór að hugsa um hvað ég myndi sakna þeirra(ég hef umgengist hinar stelpurnar enn minna, ef eitthvað er) og sofnaði ekki fyrr enn 1 klst. seinna eftir að ég var búinn að fá mér glass af rommi.
Undanfarna daga hef ég bara verið að spá í hvað ég muni sakna stelpunnar(þeirrar sem er að fara til Brasilíu) þegar hún verður farin, þrátt fyrir að hafa eiginlega ekkert umgengist hana.
Ætli það geti verið að ég sé ástfangin af henni?
For in that sleep of death what dreams may come.