Sæl, ég veit ekki hvort þetta ætti nú að flokkast undir ‘vandamál’, en mér fannst það líklegasti kosturinn miðað við mitt mál.

Allaveganna,

Það vill þannig til að ég er ansi hrifinn af einni stelpu sem ég kynntist í sumar. Við höfum sömu áhugamál, tónlistarsmekk og allt svoleiðis atriði. En að málinu aftur ….

Við fórum í útilega hérna fyrr í sumar, þar sem ég bauð henni með, því að hún hafði ekkert betra að gera. En hún þekkti bara mig í þessari útilegu, og hafði víst augastað á mér ansi lengi í ferðinni (þ.e.a.s horfði oft á mig, eða svo er mér tjáð).

Eftir þessa ferð urðum við ansi góðir vinir, og tölumst nú saman kringum 4-6 tíma á dag.

Fólk í kringum mig, vinir og kunningjar segja allir að hún hafi pottþétt áhuga, því annars væri hún ekki alltaf að tala við mig, og ég við hana … en gallinn er sá að ég þori ekki að taka fyrsta skrefið, því að ég fór ansi illa útúr svona dúttli með stelpu hér áður fyrr.

Þannig að spurning mín er svo hljóðandi; Á ég að bíða eftir að hún taki fyrsta skrefið, eða á ég að bíta á jaxlinn og hætta á öðru “floppi”, eða einhverju öðru?

P.s, Off topic, finnst ykkur skipta máli er stelpan er hærri en strákurinn? (Þá erum við að tala um mest 5 cm stærri).<br><br>Lifið heil.
<a href=“mailto:GeirJ@msund.is”>Geir Joð</a>

<i>Skál og syngja
MS-ingar,
drekka vín og gera hitt.
Þeir eru harðir Íslendingar,
sem að brúka ekki spritt.</i> - Baldur Hvammur.